Valsblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 61

Valsblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 61
eftir eru nokkrar t.d. Laufey Ólafsdóttir, Rakel Logadóttir og Erna Erlendsdóttir. Arið 1994, 15 ára gömul, byrjaði hún að æfa með meistaraflokki. „Þá voru gamlar hetjur eins og Ragga Víkings, Bryndís Vals, Stína Arnþórs, Amey og Gunna Sæm allar enn að. Þær voru í gullaldar- liði Vals í kvennaknattspymu sem vann nánast alla titla sem vom í boði ámm saman og voru máttarstólpar í liðinu sem vann síðasta Islandsmeistaratitil fyrir fé- lagið í knattspyrnu árið 1990. Maður var með stjömur í augunum á æfingum og varla þorði að snerta boltann þegar þær voru nálægt," segir hún hógværðin upp- máluð og greinilega ánægð að hafa náð að æfa með þessum hetjum. Gengi Vals í suman Markið var sett mjög hátt fyrir sumarið og stefnt var að Islandsmeistaratitli og liðið hafði alla burði til að klára mótið en að sögn Irisar vantaði herslumuninn, eins og gerst hefur nokkur undanfarin ár. „En ef rnaður horfir yfir árið þá getum við verið stoltar, við urðum bikarmeistarar, Reykj avíkurmei starar, deildarbikarmeist- arar og nú síðast Islandsmeistarar innan- húss. Við unnurn alla titla sem voru í boði nema íslandsmeistaratitilinn utan- húss. Það voru auðvitað ákveðin von- brigði að ná honum ekki, en það var al- veg ólýsanleg tilfinning að hampa bik- amum í sumar. Að taka á móti bikamum með svona lið að baki sér er draumur sér- hvers leikmanns. Ég tel það vera stærstu stund mína í boltanum hingað til að fá bikarinn í hendumar í sumar. Þótt ekki hafi gengið vel í byrjun í bikarúrslita- leiknum var aldrei spurning, við ætluð- um að taka bikarinn heim að Hlíðar- enda,“ segir Iris ákveðið. Hvernin finnst þér þréun kvennaknattspyrnunnar? „Valur er að vinna mjög öflugt uppeldis- starf sem ég hef trú að eigi enn eftir að eflast með betri aðstöðu að Hlíðarenda á næstu ámm. Við þurfum ekki að kvíða framtíðinni. Félög eins og Breiðablik em með frábært yngri flokka starf, hefðin er sterk hjá KR og í nýju hverfunum á sér stað mikil uppbygging, t.d. hjá Fjölni og Fylki og Þróttur er að eflast. IBV hefur verið að styrkjast, m.a. með kaupum á leikmönnum. Ég held að félögum eigi eftir að fjölga sem leggja áherslu á kvennaknattspyrnu, m.a. vegna stefnu KSÍ og einnig hefur góður árangur kvennalandsliðsins vonandi þau áhrif að áhugi eigi eftir að aukast á kvennaknatt- spyrnu. Yngri stelpur hafa nú fyrirmynd- ir sem þær geta litið til.“ Fastamaður í hvennalandslióinu Aðspurð um landsliðsferilinn segir hún að fyrst hafi hún leikið U17 landsliðinu 1995 og svo aftur 1996. Árið 1999 lék hún með U2I landsliðinu og 2002 og 2003 lék hún sem eldri leikmaður með U21 landsliðinu. „Síðan lék ég rninn fyrsta landsleik nú í febrúar á móti Bandaríkjamönnum, þáverandi heims- meisturam á heimavelli þeirra. Það var gríðarleg stemning meðal áhorfenda á vellinum og fjölmargir áhorfendur sem ömgglega hafa búist við auðveldum sigri heimamanna, í stjörnum prýddu liði, t.d. með Míu Ham fremsta í flokki. En okkur tókst að halda í við þær og leikurinn endaði 1-0 fyrir þeim,“ segir íris stolt yfir kvennalandsliðinu. Að sögn írisar á íslenska landsliðið í kvennaknattspymu nú mikla möguleika á því að komast í úrslitakeppni næsta Evr- ópumeistaramóts. „Okkur hefur gengið ntjög vel í undankeppninni á þessu ári, unnum Ungverja heima, gerðum jafntefli við Rússa úti í leik sem við áttum að vinna, unnum Pólveija bæði heima og úti og töpuðum úti fyrir gríðarsterku liði Frakka 0 - 2. Ég held að heimaleikurinn við Pólverja hafi verið einn af hápunktum ársins, bæði vom fjölmargir áhorfendur og einnig er ógleymanlegt að vinna leik- inn 10 - 0. Ég heyrði að vallarstjórinn var farinn að hafa áhyggjur þegar staðan var 9 - 0 að skortaflan gæti ekki sýnt tveggja stafa tölu, en hann hafði aldrei upplifað knattspymuleik á Laugardalsvelinum með tveggja stafa tölu. Stefnan er klár- lega sett á það að komast í úrslitakeppn- ina á næsta Evrópumóti og það yrði í fyrsta skipti sem íslenskt A landslið í knattspymu tæki þátt í úrslitakeppni í stórmóti. Samstaðan í liðinu er mikil og Ásthildur Helgadóttir er frábær leiðtogi sem fer fyrir liðinu.“ Géðir þjálfarar „Margt af því sem ég er í dag á ég Hel- enu Olafsdóttur fyrrverandi þjálfara Vals að þakka. Ég átti mjög erfitt uppdráttar í nokkur ár og var úti í Bandaríkjunum þegar Helena var ráðinn þjálfari. Ég ákvað að koma heim og hún færði mig íris Andrésdóttir var kjörinn besti leik- maður í 4.flokki kvenna hjá Val 1991. úr sókninni í vörnina, fann fyrir mig nýja stöðu, en ég hafði aldrei áður leikið í vörn. Helena hafði ekki einungis trú á mér sem leikmanni, heldur gaf hún mér loksins nauðsynlegt sjálfstraust en ef þú hefur hefur ekki trú á sjálfunt þér sem leikmanni eða því þú ert að gera þá nærðu aldrei langt. Ég á klárlega Helenu að þakka að ég fann mig aftur. Helena er frábær þjálfari og sterkur karakter," segir fris og er greinilega hlýtt til Helenu. „Ég hef líka mjög mikla trú á því sem Beta er að gera sem þjálfari í meistara- flokki. Beta hefur margsannað sig sem þjálfari með yngri flokka Vals og unnið þar frábært starf. Hún er ólrúlega hæfi- leikarík, veit hvað hún er að gera, setur hlutina skýrt og markvisst fram. Hún þekkir vel margar stelpur í meistara- flokki enda komnar frá uppeldisstarfi hennar. Hún er einn hæfleikaríkasti þjálfarinn sem við eigum í dag í kvenna- boltanum." Famtíð Vals „Valur hefur rosalega hefð og hefur lifað lengi á þessari gömlu frægð. En síðustu ár hefur félagið kannski ekki verið að gera stóra hluti í fótbolta þótt alltaf hafi einhverjir titlar unnist, en gengi félagsins hefur vissulega verið misjafnt. Valur er það stórt félag með efnilegum iðkendum og sönnum Völsurum þannig að það er Valsblaðið 2003 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.