Valsblaðið - 01.05.2003, Side 85

Valsblaðið - 01.05.2003, Side 85
Framtíðarfólk Kristín Ýr Bjarnadóttir meistaraflokki kvenna í knattspyrnu Fæðingardagur og ár: 1. febrúar 1984. Nám: Er á íþróttabraut í FB. Kærasti: Neibb. Hvað ætlar þú að verða: Eg er ekki al- veg búin að gera upp hug minn, mig lang- ar að verða lögga, kannski heimsfræg poppstjama eða fótboltastjama. Þetta verður bara að koma í ljós með tímanum. Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að verða: Mér dettur helst í hug starfsmað- ur í pínu, pínu litlu úrabúðinni í Kringl- unni, ská á móti X. Eg held bara að ég hafi aldrei séð neinn versla þar. Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Hún segir: Björt framtíð birtist strax hjá ellefta merki dýrahringsins. Kristín Yr, þú ættir að spila sem framherji á komandi tímabili þar sem að þú átt eftir að setja ófá mörkin í sumar með því að FLIKKA boltanum í markið! Liðið þitt gerir sig mjög líklegt til að klífa tind A ásamt auðvitað tind B. Maður verður bara að lesa þetta með opnu hugafari, það er ekki eins og að ég semji ntína eigin stjömuspá! :) Af hverju fótbolti: Tjahh, fólk vill nú meina að ég eigi ekki framtíðina fyrir mér í handboltanum, ég er alls ekki sam- mála því! Ég þyrfti kannski bara að læra reglurnar og þá gætum við farið að tala saman! Svo var bróðir minn líka í fót- bolta á sínum yngri árum, hann var þá fyrirmyndin sko... í þá daga. Skemmtilegustu mistök: Ég var eitt sinn að keppa á Hlíðarenda og völlurinn var rosalega blautur. Ég hljóp upp vinstri kantinn og allt í einu er kippt undan mér löppunum! Ég varð alveg tjúlluð og sat niðri í svona 60 sek. Loks stóð ég upp og ætlaði sko að sýna þeim leikmanni sem tæklaði mig hvar Davíð keypti ölið! En ég sá ekki leikmann nær en í 15 metra fjarlægð...hlægjandi ásamt öllum leik- mönnunum inni á vellinum. Ég komst að því að ég hafði bara flogið á hausinn sjálf. Ég kaupi það reyndar ekki enn! Stærsta stundin: Hún er ekki enn runnin upp en það er ekki langt í það vona ég. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki: Laufey Jóhannsdóttir klárlega. Hún leynir rosalega á sér stelpan, hún kemur manni sífellt skemmtilega á óvart! Hver á ljótasta bflinn: Pála! Það er eins og að hún og fjölskylda hennar séu bara að safna ljótum bílum! En Rauða Eld- ingin slær öllu við, það er ekki víst að þið sjáið hana í umferðinni en ef þið sjá- ið putta út um glugga og einhverja brjál- aða gellu öskra Halló ég er hérna sko!! Þá eru 99% líkur á að það sé Pála á Rauðu Eldingunni! Þinn húmor: Dumb and dumber! Fleygustu orð: Hlauptu hlunkur! Mottó: Það er alltaf hægt að gera betur. Fyrirmynd í boltanum: Laufey Ólafs- dóttir. Og auðvitað Eiður Smári! Leyndasti draumur: Hann væri nú ekki mjög leyndur ef ég myndi bara upp- ljóstra honum hér í beinni útsendingu! Hvernig líður þér best: Þegar ég upp- sker árangur þess sem ég sái. Hvaða setningu notarðu oftast: Afsak- ið hvað ég kem seint, ég svaf yfir mig. Skemmtulegustu gallarnir: Mér finnst mínir gallar ekki skemmtilegir. Hvað er það fallegasta sem hefur verið sagt við þig: Vá hvað þú átt flottan bíl! Fullkomið laugardagskvöld: Það er þegar bikarúrslitaleikurinn er að deg- inum til og við verðum bikarmeist- arar og Sálin er að spila á Broad- way um kvöldið. Þetta er kvöld sem ætti hreinlega ekki að geta klikkað! Hvaða flík þykir þér vænst um: Níjuna. Besti söngvari: Ég fæ ekki leið á rödd Stefáns Hilm- arssonar en Lauryn Hill er besti texta- og laga- smiðurinn. Reyndar er Jónsi í hljómsveitinni í svörtum fötum bú- inn að vera mikið í eyrum mínum þessa dagana, hann er snillingur í einu orði sagt! Besta hljómsveit: Sálin hefur alla tíð átt hjarta mitt í þeim málum en 7 Svörtum fötum eru að skora feitt þessa dagana, því er ekki að neita. Besta lag: Hugsaðu til mín efþú mátt, ú je hafðu míg í draumum þínum dag sem dimma nátt. (fyrir þá sem ekki vita er þetta lagið Dag sem dimma nátt með I svörtum fötum og textinn eftir Stefán Hilmarsson, ekki við öðm en góðu lagi að búast). Uppáhaldsvefsíða: www.fb.is að morgni til og það stendur að kennararnir í fyrstu tímunum mínum séu veikir. Eftir hverju sérðu mest: Ég sé ekki eft- ir neinu sem ég man eftir, enda á maður ekki að lifa í fortíðinni. 4 orð um Elísabetu þjálfara: Eitt orð segir allt sem segja þarf: RESPECT. Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd- ir þú gera: Ég myndi gera samning við Adidas og reyna að gera mitt besta til að vera félaginu til sóma. fe

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.