Valsblaðið - 01.05.2003, Side 9

Valsblaðið - 01.05.2003, Side 9
Baldur P. Bjarnason húsvörður hœtti störfum í árslok 2002 en liann hafði árum saman sinnt störfum sínum af alúð og samviskusemi. bygginga), tímasetningar og fjármögnun framkvæmda. Var kveðið á um að gerð þessa viðauka yrði lokið fyrir síðustu áramót. Stjórn Vals skipaði í nóvember 2002 ráðgjafanefnd sérfróðra aðila unt tækni- lega útfærslu uppbyggingar á Hlíðar- enda. í nefndinni sátu verkfræðingar, arkitektar, tæknifræðingur og íþrótta- kennari. Var Sigurður Lárus Hólm skip- aður formaður, en í nefndina með honum völdust Torfi Magnússon, Hrólfur Jóns- son, Guðmundur Þorbjömsson, Ulfar Másson og Kristján Asgeirsson. Fyrsta verk þessarar nefndar var að gera þarfagreiningu og forsögn að þeim mann- virkjum sem reisa ætti að Hlíðarenda og samþættingu þeirra við núverandi mann- virki. Vann nefndin frábært verk í þessu efni, sem skilað var í skýrslu í byrjun febr- úar sl. og hefur hún verið notuð af samn- ingsaðilum sem viðmiðun um hvemig staðið yrði að uppbyggingu á Hlíðarenda. Þá gerði þaifagreiningamefndin, eins og hún er jafnan kölluð, framkvæmdaáætlun, sem byggði á fyrrgreindri skýrslu, sem tók mið af því að raska sem minnst daglegu starfi á Hlíðarenda á framkvæmdatíma og tryggja öryggi iðkenda. Þessi fram- kvæmdaáætlun hefur einnig nýst viðræðu- nefnd Vals vel í áframhaldandi samning- um við Reykjavíkurborg. Því miður hefur vinna við frágang fyrr- greinds viðaukasamnings tafist af ýmsum orsökum, m.a. vegna þess að deiliskipu- lag fyrir Hlíðarendareit, sem var forsenda fyrir frekari útfærslu rammasamningsins Elín Elísabet Baldursdóttir og Sverrir Traustason standa vaktina í Valsheimilinu. frá maí 2002, var ekki endanlega sam- þykkt fyrr en 15. júlí sl. Hefur viðræðunefndin, sem í sátu sem fyrr, Grímur Sæmundsen, Hörður Gunn- arsson og Reynir Vignir átt fjölda funda með embættismannanefnd borgarinnar til að þoka málum áleiðis. Einnig hefur verið fundað með nýjum borgarstjóra, Þórólfi Arnasyni. Þá hefur verið fundað með skólamála- yfirvöldum, þ.m.t. menntamálaráðherra o.fl. til að kanna möguleika á rekstrar- legu samstarfí m.t.t. nýtingar hinna nýju mannvirkja. Síðast en ekki síst hefur verið fundað með öllum helstu verktökum landsins, fasteignasölum o.fl. sem hafa sýnt nýjunt uppbyggingarreit fyrir atvinnu- og íbúð- arhúsnæði í eigu félagsins ntikinn áhuga. Tillaga að viðaukasamningi Vals og Reykjavíkurborgar var kynnt í borgarráði þann 4. nóvember sl. og standa vonir til þess að samningsaðilar skrifi undir við- aukann fyrir áramót. Hefðbundið starf Haldið hefur verið áfram starfi fyrri stjómar unt festu í rekstri félagsins. A yf- irstandandi ári hefur félagið verið rekið í samræmi við nákvæma rekstraráætlun og gerð hafa verið rekstrarupppgjör í lok hvers mánaðar og þau borin saman við' rekstraráætlun líkt og þekkist í fyrir- tækjarekstri. Hafa rekstrarmarkmið um að félagið sé rekið réttu megin við strik- ið, eins og kallað er, gengið eftir. Þá er fjárreiðunefnd starfandi sem fyrr. en eng- ar heimildir em til að skuldbinda félagið nema með samþykki þeirrar nefndar. Aðalstjóm Vals 2003 - 2004 á fundi að Hlíðarenda. Efri röð frá vinstri: Hans Herbertsson og Grímur Sœmundsen formaður. Fremri röð frá vinstri: Karl Axelsson, Arni Magnússon, Guðmundur Guðjónsson, Hörður Gunnarsson og Haraldur Daði Ragnarsson. A myndina vantar Börk Edvardsson og Svala Björgvinsson. Valsblaðið 2003 9

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.