Valsblaðið - 01.05.2003, Side 69

Valsblaðið - 01.05.2003, Side 69
Eftir Guðna Olgeirsson takappi Freyr Brynjarsson marg- reyndur leikmaður meist- araflokks karla í handbolta býr ásamt unnustu sinni í litla steinhúsinu að Hlíðar- enda og er mjög bjartsýnn á gengi liðsins í vetur og vonast til að eiga mörg góð ár eftir í boltanum. „Ég fékk fyrst tækifæri tímabilið 1996 - 1997 að spila nokkra leiki í meistara- flokki 18 ára gamall en byrjaði af alvöru tímabilið 1997 - 1998. Það tímabil er ógleymanlegt, þá unnunt við Reykjavík- urmótið, Islandsmótið og urðum bikar- meistarar og það eina sem við náðum ekki að vinna það ár var deildin," segir Freyr þegar hann er beðinn að rilja upp besta tímabil sem hann man eftir úr hand- boltanum. Freyr Brynjarsson fæddist 1977 og bjó til 5 ára aldurs í Njarðvík og fluttist þá í Kópavoginn. Hann æfði handbolta með HK í yngri flokkunum frá 8 ára aldri en byrjaði 1993 í 3. flokki Vals í handbolta. Einnig lék hann fótbolta með Breiðablik alla yngri flokkana en valdi handboltann um tvítugt. Hann er nú 26 ára gamall og elsti leikmaður meistara- flokks Vals og sá leikreyndansti að und- anskildum Roland Val Eradze sem leikur ekki með í vetur vegna meiðsla. Freyr hefur leikið unt 180 leiki fyrir meistara- flokk Vals á íslandsmóti eða í bikar- keppni. Faðir hans Brynjar Sigmundsson lék körfuknattleik með Njarðvíkingum og einnig með landsliðinu. Móðir hans Ingunn Ingvarsdóttir lék einnig hand- bolta á yngri árum. Hann bjó þangað til í fyrra í Kópavogi en flutti þá í litla stein- húsið að Hlíðarenda sem byggt var 1916 Sakleysið uppmálað. I leik á móti Aftureldingu. Frey Brynjarssyni er vísað út af í tvœr mínútur eftir brot á Bjarka Sigurðssyni og skilur ekkert í þeirri ákx’örðun dómarans. Freyr segist rétt hafa komið við Bjarka sem lét sig bara detta. Valsblaðið 2003 69

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.