Valsblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 64

Valsblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 64
Nokkrir Valsarar á góðri stundu í ferðinni. Frá vinstri: Valgeir Valgeirsson, Haraldur Björnsson, Helgi H. Guðmundsson og Anton Rúnarsson. Það var ógleymanlegt aðfara á Manchest- er United safiúð. Þar kennir margra grasa og hér má sjá búninga ýmissa þekktra leikmanna með Unitedfyrr og síðar. Everton. Seinna um daginn var æfingum haldið áfram. Góðup mórall í íslenska hópniim Samskipti milli Valsmanna og annarra Islendinga voru líka góð og léku þrír aðrir Islendingar með Valsmönnum. Þetta voru þeir Magnús, Gísli og Haukur. Sá síðastnefndi ætlar að ganga til liðs við Val næsta sumar ásamt þremur öðrum félögum hans. Meðal útlendinganna var einn Frakki sem leit stórt á sig og var með einhverja stæla við íslendingana. En Birkir Marinósson leikmaður með 4. flokki Vals í knattspyrnu á Old Trafford, liinum stórglœsilega heimavelli Manchester United, en Birkir á allar myndirnar sem fylgjaferðasögunni. sem betur fer var samstaðan mikil f hópnum og var ákveðið að ef þessi um- talaði Frakki ætlaði að bögga einhvern í hópnunt myndi allur hópurinn koma og standa með félaga sínum. En sem betur fer þurfti ekki til þess að koma þar sem Frakkinn bauðst afsökunnar og hafði eft- ir það hægt um sig. Ferð til Manchester Einn af hápunktum ferðarinnar var ferð til Manchester. Þar var Old Trafford skoðaður, bæði völlurinn og safn um sögu Unitedliðsins. Skoðaður var bún- ingsklefi og vakti mikla athygli að þar inni var heitur pottur og sjónvarp. Eftir að hafa skoðað völlinn var haldið í Traf- ford Centre, sem er stór verlsunarmið- stöð. Ekki var mikill tími til stefnu og vorum við öll beðin um að vera mætt á tilsettum tíma aftur upp í rútu til þess að sleppa við umferðaröngþveiti. Þegar allir voru komnir í rútuna uppgötvaðist að tvær af stelpunum höfðu gleymt sér í paradís kaupandans. Þegar þær loksins skiluðu sér hafði mikil umferð myndast og þurftum við að dvelja lengi í rútunni. Hitinn var gífurlegur og brugðu margir á það ráð að fækka fötum. Æfingaleikir og stanslaust fjör Síðar um kvöldið var keppt við heima- menn. 4. flokkur sigraði örugglega. And- stæðingar 3. flokks voru engin lömb að leika við, mestu tuddar sem þeir höfðu mætt. Brutu mótherjarnir það gróflega af sér að Hvergerðingurinn í hópnunt hand- leggsbrotnaði og var drifinn á spítala. En með skipulögðum leik og ntikilli festu sigruðu drengirnir okkar 3- - 2 og mikil gleði ríkti í hópnum eftir þetta afrek. Deginum fyrir brottför munum við seint gleyma. Farið var í tívolí í Black- pool. Sú ferð verður lengi í minnum höfð. Fengu strákarnir nægan tíma til þess að láta adrenalínið streyma í tryllt- unt tækjum og mikil kátína ríkti í hópn- um. Um kvöldið var lokahóf þar sem þjálfarar skólans voru kvaddir og viður- kenningar veittar. Síðan var gengið til náða. Eldsnemma morguninn eftir vorurn við vakin miskunnarlaust af þjálfurum þeirra og haldið heim á leið þar sem söknuður foreldra var það mikill að þeir gátu ekki afborið lengur að vera án litlu englanna sinna, enda biðu foreldrar með tárin í augnum eftir að við kæmum í fang þeirra. Mörg gullkorn fuku í ferðinni og ber þar helst að nefna: Can you please turn ojf on the radio og Where is the selfsell- ermachine. Einnig var kostulegt að horfa upp á þegar þjálfarinn, Davíð Bergmann, var á harða spretti eftir knettinum þegar gömul baknteiðsli gerðu vart við sig og lá hann kylliflatur þó að enginn leikmað- ur hafi komið þar nærri. Sumir fengu líka ný viðurnefni s.s. captain caveman, sheep og tito. Þessi ferð var mjög skemmtileg og jókst samheldnin í hópnum. Þjálfararnir í Bobby Charlton skólanum voru fyrsta flokks og kenndu okkur margt varðandi íþróttina. Einnig eiga okkur yndislegu þjálfarar, Davíð Bergmann Davíðsson og Guðmundur Brynjólfsson hrós skilið fyr- ir að hafa farið með okkur í þessa frá- bæru ferð. 64 Valsblaðið 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.