Valsblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 71
um að gera betur en í fyrra þegar við
komumst í undanúrslit, bæði á fslands-
mótinu og í bikar og enduðum í 2. sæti í
deildinni, eða fyrir tveimur árurn þegar
við töpuðum fyrir KA í úrslitaviðureign á
íslandsmótinu eftir 5 æsispennandi leiki.“
- Hver er galdurinn við að unga út
endalaust nýjum og efnilegum leik-
mönnum?
„Eg held að ungu strákamir í Val alist
upp við það að hafa sterkar og góðar fyr-
irmyndir, bæði í meistaraflokki hjá fé-
laginu og ekki síður í sterkum erlendum
liðum, það virkar hvetjandi á strákana og
þeir leggja gríðarlega mikið á sig til að
ná árangri. Því miður fyrir fótboltann hjá
Val þá er ekki eins mikið af slíkurn fyrir-
myndunt í seinni tíð, nema í kvennabolt-
anum, enda koma mjög margar ungar og
efnilegar stelpur úr yngri flokkunum í
meistaraflokk. Mér fínnst gnðarlega
mikilvægt að hafa slíkar fyrirmyndir í fé-
laginu. Síðan hefur yfirleitt verið góð
þjálfun í yngri flokkunum sem skiptir
einnig mjög miklu máli ef árangur á að
nást til lengri tíma. Síðan finnst mér
mjög mikilvægt að félagið gefur ungum
og efnilegum leikmönnum tækifæri að
sanna sig í meistaraflokki og þannig hafa
þeir öðlast reynslu og sjálfstraust, margir
hverjir mjög ungir og stefnan hefur verið
að byggja á leikmönnum sem eru aldir
upp hjá félaginu með Valshjartað á rétt-
um stað. Mér finnst það vænlegra til ár-
angurs en að kaupa leikmenn í meistara-
flokki, þá fá ungu strákarnir ekki tæki-
færi. Ég held að félögin í landinu séu
farin að skilja að það verður að byggja á
eigin leikmönnum fyrir framtíðina, ekki
er hægt til lengdar að kaupa titla með því
að kaupa leikmenn.“
- Hvernig er stuðningur áhorfenda
við handboltann?
Frey finnst allt of fáir áhorfendur
mæta á heimaleiki Vals á Hlíðarenda.
það mæta ntiklu fleiri áhorfendur á fót-
boltaleiki. Hann vill hvetja stuðnings-
menn Vals að mæta betur á völlinn og
styðja við bakið á liðinu því stuðningur
áhorfenda geti skipt sköpum í leikjum
tveggja jafnra liða. Hægt er að kaupa
árskort sem gildir á alla heimaleiki í
handbolta, bæði karla og kvenna og
hvetur Freyr sem flesta að kaupa kort og
margir skemmtilegir og mikilvægir leikir
séu framundan. „Mér finnst vanta forrn-
legan stuðningsmannaklúbb hjá Val. Ég
vil hvetja áhugasama Valsara til að taka
af skarið og stofna slíkan klúbb sem
hefði það að markmiði að auka stemn-
ingu á heimaleikjum í öllum deildum fé-
lagsins. Það eru mjög margir sem halda
með Val en eru ekki virkir stuðnings-
menn, við viljum auðvitað fá sem flesta
á leiki á Hlíðarenda, það gagnast okkur
ekki að sitja heima. Stundum yfirgnæfir
útiliðið stuðningsmenn Vals á heima-
leikjum og það einfaldlega gengur ekki,
það er eitthvað sem við verðum að laga.
Mér finnst persónulega að stofna ætti
einn virkan stuðningsmannaklúbb fyrir
Val og þeir sem ganga í hann fái á móti
alls konar fríðindi og góðan afslátt á
heimaleiki. Það er einfaldlega allt annað
að spila fyrir fullu húsi en tómu,“ segir
Freyr og talar greinilega af reynslu.
- Hvernig eru yngri flokkarnir í
handbolta?
„Ég hef verið að þjálfa flesta sömu
strákana sem nú eru í 4. fiokki frá því
þeir voru í 7. flokki, 5 - 6 ár og í hópn-
um eru rnjög efnilegir strákar sem ör-
ugglega eiga eftir að láta að sér kveða í
framtíðinni. Ég hef einnig komið að
þjálfun margra annarra yngri flokka hjá
Val. Ég er mjög ánægður með starfið í
yngri flokkunum í handbolta núna, bæði
hjá strákum og stelpum. Nú eru t.d. í
fyrsta skipti allir yngri flokkarnir í
handbolta í eins búningum og það er
stíll yfir yngri flokkunum. Mér finnst
samt að það mætti leggja enn meiri
áherslu á að fjölga iðkendum í hand-
bolta þar sem sumir hóparnir eru ekki
nægilega stórir að rnínu mati. Handbolt-
inn hefur samt sterka stöðu og efnivið-
urinn er nægur, þjálfunin er í góðu lagi
og öll umgjörð í yngri flokkunum er að
batna. Mér finnst vera að koma betri og
yngri leikmenn upp í meistaraflokk á
undanförnum árum og er það mjög já-
kvætt. Það þarf að fara reglulega í skól-
ana í hverfinu og hvetja krakkana til að
byrja að æfa hjá Val, það skilar sér ef
vel er að verki staðið."
- Hvaða markmið á félag eins og
Valur að setja sér?
„Valur hefur söguna og hefðina með
sér og félagið á alltaf að stefna að því
markmiði að vinna titla í öllunt deildum.
Þetta er toppklúbbur á Islandi og á að
stefna hátt. Mér finnst að Valur eigi alltaf
að leggja höfuðáherslu á að vinna öflugt
uppbyggingarstarf í yngri flokkunum og
byggja meistaraflokkana sem allra mest
á heimamönnum. Þannig stefna er að
mínu mati heilladrýgst, í stað þess að
leggja fjármuni í að kaupa leikmenn í
meistaraflokk,“ segir Freyr að lokum af
sannfæringu án langrar umhugsunar.
Valsmenn í Frakklandi 2001. Efrí röð frá
vinstri: Agúst Jóhannsson aðstoðarþjálf-
ari, Roland Valur Eradze, Dagur Sigur-
steinsson, Sigfús Sigurðsson, Markús
Máni Maute, Einar Gunnarsson, Erlend-
ur Erlendsson, Geir Sveinsson þjálfari
og Ómar Ómarsson liðsstjóri. Neðri röð
frá vinstri: Bjarki Sigurðsson, Sigurður
Eggertsson, Davíð Höskuldsson, Asbjörn
Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson,
Freyr Brynjarsson og Páhnar Pétursson.
1 sigurvímu. Einar Örn Jónsson lyftir
Frey upp í gleði sinni eftir að Valur hafði
tryggt sér bikarmeistaratitilinn 1998 á
eftirminnilegan hátt eftir framlengingu.
Valsblaðlð 2003
71