Valsblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 71

Valsblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 71
um að gera betur en í fyrra þegar við komumst í undanúrslit, bæði á fslands- mótinu og í bikar og enduðum í 2. sæti í deildinni, eða fyrir tveimur árurn þegar við töpuðum fyrir KA í úrslitaviðureign á íslandsmótinu eftir 5 æsispennandi leiki.“ - Hver er galdurinn við að unga út endalaust nýjum og efnilegum leik- mönnum? „Eg held að ungu strákamir í Val alist upp við það að hafa sterkar og góðar fyr- irmyndir, bæði í meistaraflokki hjá fé- laginu og ekki síður í sterkum erlendum liðum, það virkar hvetjandi á strákana og þeir leggja gríðarlega mikið á sig til að ná árangri. Því miður fyrir fótboltann hjá Val þá er ekki eins mikið af slíkurn fyrir- myndunt í seinni tíð, nema í kvennabolt- anum, enda koma mjög margar ungar og efnilegar stelpur úr yngri flokkunum í meistaraflokk. Mér fínnst gnðarlega mikilvægt að hafa slíkar fyrirmyndir í fé- laginu. Síðan hefur yfirleitt verið góð þjálfun í yngri flokkunum sem skiptir einnig mjög miklu máli ef árangur á að nást til lengri tíma. Síðan finnst mér mjög mikilvægt að félagið gefur ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri að sanna sig í meistaraflokki og þannig hafa þeir öðlast reynslu og sjálfstraust, margir hverjir mjög ungir og stefnan hefur verið að byggja á leikmönnum sem eru aldir upp hjá félaginu með Valshjartað á rétt- um stað. Mér finnst það vænlegra til ár- angurs en að kaupa leikmenn í meistara- flokki, þá fá ungu strákarnir ekki tæki- færi. Ég held að félögin í landinu séu farin að skilja að það verður að byggja á eigin leikmönnum fyrir framtíðina, ekki er hægt til lengdar að kaupa titla með því að kaupa leikmenn.“ - Hvernig er stuðningur áhorfenda við handboltann? Frey finnst allt of fáir áhorfendur mæta á heimaleiki Vals á Hlíðarenda. það mæta ntiklu fleiri áhorfendur á fót- boltaleiki. Hann vill hvetja stuðnings- menn Vals að mæta betur á völlinn og styðja við bakið á liðinu því stuðningur áhorfenda geti skipt sköpum í leikjum tveggja jafnra liða. Hægt er að kaupa árskort sem gildir á alla heimaleiki í handbolta, bæði karla og kvenna og hvetur Freyr sem flesta að kaupa kort og margir skemmtilegir og mikilvægir leikir séu framundan. „Mér finnst vanta forrn- legan stuðningsmannaklúbb hjá Val. Ég vil hvetja áhugasama Valsara til að taka af skarið og stofna slíkan klúbb sem hefði það að markmiði að auka stemn- ingu á heimaleikjum í öllum deildum fé- lagsins. Það eru mjög margir sem halda með Val en eru ekki virkir stuðnings- menn, við viljum auðvitað fá sem flesta á leiki á Hlíðarenda, það gagnast okkur ekki að sitja heima. Stundum yfirgnæfir útiliðið stuðningsmenn Vals á heima- leikjum og það einfaldlega gengur ekki, það er eitthvað sem við verðum að laga. Mér finnst persónulega að stofna ætti einn virkan stuðningsmannaklúbb fyrir Val og þeir sem ganga í hann fái á móti alls konar fríðindi og góðan afslátt á heimaleiki. Það er einfaldlega allt annað að spila fyrir fullu húsi en tómu,“ segir Freyr og talar greinilega af reynslu. - Hvernig eru yngri flokkarnir í handbolta? „Ég hef verið að þjálfa flesta sömu strákana sem nú eru í 4. fiokki frá því þeir voru í 7. flokki, 5 - 6 ár og í hópn- um eru rnjög efnilegir strákar sem ör- ugglega eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Ég hef einnig komið að þjálfun margra annarra yngri flokka hjá Val. Ég er mjög ánægður með starfið í yngri flokkunum í handbolta núna, bæði hjá strákum og stelpum. Nú eru t.d. í fyrsta skipti allir yngri flokkarnir í handbolta í eins búningum og það er stíll yfir yngri flokkunum. Mér finnst samt að það mætti leggja enn meiri áherslu á að fjölga iðkendum í hand- bolta þar sem sumir hóparnir eru ekki nægilega stórir að rnínu mati. Handbolt- inn hefur samt sterka stöðu og efnivið- urinn er nægur, þjálfunin er í góðu lagi og öll umgjörð í yngri flokkunum er að batna. Mér finnst vera að koma betri og yngri leikmenn upp í meistaraflokk á undanförnum árum og er það mjög já- kvætt. Það þarf að fara reglulega í skól- ana í hverfinu og hvetja krakkana til að byrja að æfa hjá Val, það skilar sér ef vel er að verki staðið." - Hvaða markmið á félag eins og Valur að setja sér? „Valur hefur söguna og hefðina með sér og félagið á alltaf að stefna að því markmiði að vinna titla í öllunt deildum. Þetta er toppklúbbur á Islandi og á að stefna hátt. Mér finnst að Valur eigi alltaf að leggja höfuðáherslu á að vinna öflugt uppbyggingarstarf í yngri flokkunum og byggja meistaraflokkana sem allra mest á heimamönnum. Þannig stefna er að mínu mati heilladrýgst, í stað þess að leggja fjármuni í að kaupa leikmenn í meistaraflokk,“ segir Freyr að lokum af sannfæringu án langrar umhugsunar. Valsmenn í Frakklandi 2001. Efrí röð frá vinstri: Agúst Jóhannsson aðstoðarþjálf- ari, Roland Valur Eradze, Dagur Sigur- steinsson, Sigfús Sigurðsson, Markús Máni Maute, Einar Gunnarsson, Erlend- ur Erlendsson, Geir Sveinsson þjálfari og Ómar Ómarsson liðsstjóri. Neðri röð frá vinstri: Bjarki Sigurðsson, Sigurður Eggertsson, Davíð Höskuldsson, Asbjörn Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Freyr Brynjarsson og Páhnar Pétursson. 1 sigurvímu. Einar Örn Jónsson lyftir Frey upp í gleði sinni eftir að Valur hafði tryggt sér bikarmeistaratitilinn 1998 á eftirminnilegan hátt eftir framlengingu. Valsblaðlð 2003 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.