Valsblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 17

Valsblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 17
Ólafur Stefánsson íþróttamaður ársins 2002. að vera með einhverjar leiðbeiningar í uppeldismálum. Ég brýni fyrir börnun- um að horfa ekki mikið á sjónvarp og tækið fer reglulega út í skúr. Stelpan litar og les mikið, hlustar á sögur og tónlist. Ég tel að heilinn starfi minna við það að horfa á sjónvarp í stað þess að gera ekki neitt, aðeins hugsa. Sumir vilja meina að maður þroskist mest í þögninni, einn með sjálfum sér. Ég tek heilshugar undir það. í Magdeburg var ég með hug- leiðsluherbergi þar sem ég og dóttir mín sátum reglulega andspænis hvort öðru, horfðumst í augu og drógum djúpt and- ann. Máttur öndunarinnar er mjög mikill. Ég tel að börnin hafi gott af því að sitja, anda djúpt og hugleiða. Við getum hæg- lega kennt þeim þennan lífsmáta sem er svo gefandi. Þannig vinnum við líka traust þeirra og þau treysta okkur fyrir því sem gæti komi fyrir utan heimilisins, t.d. í skólanum eða leikskólanum.“ — Hver er ástœða þess að þú fórstfrá Magdeburg, einu sterkasta félagsliði heims, sjálfur í blóma lífins sem hand- boltamaður og í öruggu umhverfi? Vild- urðu takast á við eitthvað nýtt og spenn- andi? „Kannski var lífíð í Magdeburg orðið of þægilegt, of lítil áskorun. Stundum kemur reyndar upp smá eftirsjá því lífíð á Spáni síðustu 2-3 mánuði hefur alls ekki verið eintóm sæla. Hefði ég átt að vera eitt ár í viðbót í Þýskalandi? Gæti Spánardvölin haft áhrif á frammistöðu mína á heimsmeistaramótinu eða Olympíuleikunum? Ég er smám saman að sætta mig við breyttar aðstæður, nýjan þjálfara og áherslur. Því miður hafa mjög margar ruglæfingar verið í gangi hjá Real en það reynir bara ennþá meira á minn karakter að vera ósáttur með eitt- hvað. Þrátt fyrir allt reyni ég að vera glaður, sjá hið jákvæða í öllu og leggja mig fram. Lífið er ekki alltaf dans á rós- urn og hlutimir síður en svo alltaf eins og maður vill hafa þá. Þetta er að mörgu leyti mikil áskorun og það er það sem ég var að leita eftir. Við höfunt unnið alla leikina til þessa en að mínu mati höfum við hingað til bara spilað á 75% getu. Við erum með frábæra einstaklinga en þjálfarinn á enn eftir að púsla liðinu vel saman, ekki síst taktískt." — Er hann ekki að lesa leikinn rétt? „Hann er of upptekinn af mannlega þættinum þótt hann sé oft ómannúðlegur sjálfur. Hann leggur of ntikla áherslu á það hvort við séum að borða rétt, sofa nóg og fleira sem maður einblínir mikið á í 3. flokki, í stað þess að greina leikinn og fara ofan í öll smáatriðin. Þótt við séum allir atvinnumenn í handbolta erum við það ekki endilega á öllum sviðum, til dæmis þeim félagslega því árangur þjálf- ara felst mikið til í því að kunna að vinna með fólki. Sömuleiðis verða leikmenn að hafa hugrekki til að segja sína meiningu og draga í land. Ef margt vantar uppá í leik og aga liðs fleytir tæknileg geta leik- manna því ekki upp á toppinn." — Þú ert alltaf með svarta bók við höndina, krotar mikið í hana, hvað þá helst? „Þetta er þriðja bókin mín en ég er alltaf með hana á mér. Maður er stóran hluta ævi sinnar að bíða eftir einhverju og þess vegna er frábært að vera með svona bók við hendina. Mér þykir gaman að gefa mér tíma til að þegja og setja hugsanir mínar í bókina. Þetta er í senn dagbók og hugmyndabók en ef ég sný henni við er þetta glósubók fyrir skól- ann. Það fer því allt mitt í þessa svörtu bók. Ég mæli með þessu við flesta sem eru hugmyndaríkir og treysta sér ekki til að muna allt sem brýst unt í kollinum. Það er svo gaman að fanga augnablikið, jafnvel vera með polaroid myndavél og líma inn myndir þar sem það á við.“ — Ertu byrjaður að kortleggja fram- tíðina, t.d. hvað gœti tekið við eftir feril- inn á Spáni? „Ég hef reyndar hugsað töluvert um það. Það stefnir í að ég klári fjamámið á næsta ári en ég hef sett mér það mark- mið að lesa fleiri bækur á íslensku. Mér finnst ég vera að tapa tengslum við móð- urmálið. Ég vil geta komist hraðar yfir íslenskan texta. Ég las Don Kíkóte um daginn og byrjaði ósjálfrátt í kjölfarið að tala vandaðara og háfleygara mál. Konan rak upp stór augu. Mér þykir mikilvægt að staldra við augnablikið, njóta þess í stað þess að reyna sífellt að velta fyrir mér hvað sé handan við homið. Þegar ég sá mynd af afa mínum um daginn hugs- aði ég til þess hversu yndislegt það væri að geta farið inn í myndina, inn í augna- blikið og talað við afa minn. Ef ég ætti eina ósk væri hún sú að geta horfið inn í gamlar ljósmyndir og verið þar í smá tíma. En það sem ég get gert er að vera meðvitaðari unt augnablikin sem gefa lífinu gildi þegar þau koma. — Gœtir þú liugsað þér að snúa þér að þjálfun eftir fjögurra ára samning við Ciudad Real? „Ég gæti reyndar hugsað mér að spila í 2 ár í viðbót eftir það. Þessi tími kemur ekki aftur og ég vil ekki hætta of snemma. Stundum er ég þannig þenkjandi að ég vil hætta þessu öllu og fara í klaust- ur en það er að vissu leyti flótti frá raun- veruleikanum. Hinn gullni meðalvegur er stundum vandrataður. Þjálfun gæti verði áhugaverð en ég ætlaði alltaf að reyna að forðast það að þjálfa. Reyndar er virkilega gaman að miðla af reynslu sinni og fá frjálsar hendur, vinna með fólki og gera það vel og sómasamlega. En lífið kemur mér stöðugt á óvart þannig að það er best að segja sem minnst um það hvað tekur við eftir Spánardvölina." Valsblaðið 2003 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.