Valsblaðið - 01.05.2003, Qupperneq 31
Eftip Guðna Olgeirsson
Gylfi meðfríðum liópi úr5.flokki karía í knattspyrmi 2003-2004.
aðstæður á Hlíðarenda til knattspymu-
iðkunar hið snarasta. Yfirbyggt knatthús
yrði efst á listanum í forgangsröðinni ef
þau fengju einhverju um það ráðið.
Gaman að koma aftur
að Hlíðarenda oy þjálfa
Þeim finnst frábært að koma aftur á
Hlíðarenda eftir að hafa villst að heiman
eins og þau taka til orða. Þeim fmnst frá-
bært að sjá hversu fjölmennir yngri
flokkarnir eru orðnir í fótboltanum. Fyrir
nokkrunt árum hafi verið erfitt að manna
flokkana en nú virðist önnur tíð, flokk-
amir eru fullir af mjög frambærilegum
leikmönnum sem munu án efa verða
miklir gullmolar fyrir félagið.
Elísabet segir að það sé gaman fyrir sig
að korna aftur inn í yngri flokka þjálfunina
hjá félaginu, „Sérstaklega er gaman að
taka við einstaklingum í 5. flokki sem Lea,
Rakel, Jóhanna og Signý hafa þjálfað. Það
er gaman að uppaldir Valsarar séu að verða
svo góðir þjálfarar," segir Elísabet og er
greinilega ánægð með stöðu mála.
Meistarflokkur kvenna í
knattspyrnu til alls líklegur
Aðspurð h'st Elísabetu afskaplega vel á
meistaraflokkshópinn sem sé mjög hæfi-
leikaríkur og skemmtilegur. „Liðinu hefur
hins vegar ekki gengið eins vel og vænst
hefur verið af því og ég lít á það sem mitt
hlutverk að bæta það sem þarf til að kom-
ast enn lengra. Liðið hefur alla burði til að
ná árangri en það kostar vinnu og tíma og
við munurn nota tímann vel til að sýna
betri árangur," segir Elísabet.
la
Lanoar aðs^_______________
meo góðu liði l UtíO
Guðmundur Steinn Hafsteinsson er leikmaður 4. fl. í knattspyrnu
Guðmundur er 14 ára og hefur æft með
Val síðan hann var 5 ára. Það er engin
sértök ástæða fyrir því að hann gekk í
Val önnur en sú að félagið er í hverfinu.
Strákarnir úr bekknum voru líka að æfa
en eru reyndar flestir hættir. Honum
finnst mjög gaman að æfa í Val hefur
alltaf verið með góða þjálfara að eigin
sögn og hefur aldrei langað að æfa ann-
ars staðar.
- Hvaða hvatningu og stuðning hef-
ur þú fengið frá foreldrum þínuni í
sambandi við fótboltann?
„Eg hef fengið góðan stuðning frá for-
eldrum mínum, þau sýna þvt sem ég er
að gera í fótboltanum áhuga og hvetja
ntig áfram. Stuðningur foreldra skiptir
miklu máli og þegar hann er góður lang-
ar mann meira að standa sig vel.“
- Hvernig gekk hjá ykkur á síðasta
tímabili?
„A síðasta tímabili gekk okkur nokk-
uð vel en komumst samt ekki í úrslita-
keppnina á Islandsmótinu sem var okkar
markmið við enduðum um miðja deild
sem gaf alls ekki rétta mynd af því hvað
við getum og hefðum átt að gera betur.
Annars kepptum við á Reykjavíkurmóti
þar sem gekk illa, haustmóti og tveimur
innanhússmótum. Hópurinn í 3. flokki
núna er mjög góður og við eigum að
geta staðið okkur vel.“
- Attu þér fyrirmyndir í boltanum?
„Ég fylgist mikið með Michael Ball-
ack, hann er frábær leikmaður og
skemmtilegt að sjá hvemig hann spilar.“
Hvað þarf til að ná langt í fótbolta
eða íþróttum almcnnt.
„Það þarf að hlusta á þjálfarann og
fara eftir því sem hann segir. Þá þarf að
hafa trú á sjálfum sér, borða og sofa vel
og svo er aðalatriðið að æfa vel. Það sem
ég þarf helst að bæta er að láta boltann
ganga fyrr og nota færri snertingar á
boltann."
- Áttir þú von á því að fá Lollabik-
arinn?
„Nei, ég átti alls ekki von á því.“
Ungir Valsaran
- Hvers vegna fótbolti?
„Frænka mín, Guðrún Sæmundsdóttir,
var í meistaraflokki Vals og ég byrjaði
að fara með henni niðrí Val og fékk
áhuga á fótbolta. Að spila fótbolta er það
skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef ekki
æft neitt annað en fótbolta.“
- Hverjir eru þínir framtíðardraum-
ar í fótbolta?
„Mig langar mest að geta spilað fót-
bolta með góðu liði í útlöndum, en
mestu skiptir að vera ánægður með það
sem maður er að gera og finnast það
gaman.“
- Hver stofnaði Val og hvenær?
„Það var séra Friðrik 11. maí árið
1911.“
Valsblaðið 2003
31