Valsblaðið - 01.05.2003, Page 49

Valsblaðið - 01.05.2003, Page 49
Eftir Guðna Olgeirsson Valsfjölskvldan Ifaðmi Valsfjölskyldunnar heima í Mosfellsbœ. Frá vinstri: Elín Anna Lárusdóttir unnusta Elvars, Elvar Már Svansson, Svanur Marteinn Gestsson, Gestur Valur Svansson, Bima Pálsdóttir unnusta Gests og Andri Blœr Gestsson, 6 mánaða og yngsti Valsarinn á heimilinu. í Mosfellsbænum býr Svanur M. Gestsson starfsmaður Vals ásamt son- um sínum Gesti Val og Elvari Má og fjölskyldum þeirra og þar slá svo sannarlega taktföst og kröftug Vals- hjörtu og lífið snýst að miklu leyti um fótbolta. í Mosfellsbæ, nánar tiltekið að Bjarg- artanga 4, býr Svanur M. Gestsson í stóru húsi. Þar búa einnig tveir synir hans, Elvar Már Svansson og Gestur Val- ur Svansson og sambýliskonur þeirra Elín Anna Lárusdóttir, Bima Pálsdóttir og Andri Blær Gestsson, 6 mánaða. Þeir feðgamir hafa geysilega mikinn áhuga á fótbolta og ekki fer á milli mála að þeir eru rniklir Valsmenn með stórt Vals- hjarta. Þeir fylgjast einnig af áhuga með enska boltanum og þar eru Gestur og Svanur dyggir stuðningsmenn Tottenham en Elvar er aðdáandi Liverpool. Fótbolti er til umræðu á heimilinu öllum stundum og þeir eiga mjög erfitt með að hugsa sér lifið án fótbolta og em að eigin sögn íþróttafíklar. Svanur lék í yngri flokkun- um fótbolta í Val með mörgum kunnum köppum, hefur setið í stjóm knattspymu- deildar Vals, og á lengstan samfelldan dómaraferil hjá félaginu, tæp 40 ár. Hann hóf störf í Valsheimilinu á þessu ári og situr auk þess í fulltrúaráði Vals. Synir hans em einnig dyggir stuðnings- menn Vals. Elvar hefur t.d. yfirumsjón með dómaramálum hjá knattspyrnudeild Vals og Gestur hefur brennandi áhuga á því að stofna stuðningsmannaklúbb Vals og auka stemninguna að Hlíðarenda. Þeir láta engan fótboltaleik með Val fram hjá sér fara og fara einnig reglulega á handboltaleiki með Val. Það var gaman að sitja eina kvöld- stund með þeim feðgum og tala um Val, rifja upp skemmtileg atvik, ræða um uppbyggingu að Hlíðarenda, framtíðar- sýn, dómaramál, drauma um uppbygg- ingu stuðningsmannaklúbbs og fjöl- margt fleira. Það er greinilegt að þeir feðgar hafa óbilandi trú á að félagið verði í fremstu röð í knattspymu innan tíðar í meistaraflokki karla og telja mót- læti undanfarinna ára eigi einungis eftir að þjappa mönnum saman að settu marki. Það er greinilegt að þeir láta líka verkin tala og eru reiðubúnir að vinna fórnfúst sjálfboðastarf fyrir félagið. Menn af þessum toga eru ómetanlegir hjá hverju félagi. Valsblaðið 2003 49

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.