Valsblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 70
Freyr Brynjarsson býr ásamt unnustu
sinni Hrefnu Sigurðardóttur í litlu stein-
húsi að Hlíðarenda sem byggt var 1916
og lengi notað undir skrifstofur félags-
ins. Þau eru einu íbúar með lögheimili
að Hlíðarenda þótt margir Valsarar
dvelji þar öllum stundum.
og unir hag sínum þar vel ásamt unnustu
sinni, Hrefnu Sigurðardóttur frá Grinda-
vík. Hann segir að það henti ágætlega að
búa að Hlíðarenda, stutt að fara í Hlíða-
skóla þar sem hann er umsjónarkennari í
7. bekk og stutt á æfingar bæði sem leik-
maður og þjálfari. Freyr er fullur til-
hlökkunar að sjá breytingar á allri að-
stöðu á Hlíðarenda í samræmi við þær
lillögur sem hafa verið kynntar og hlakk-
ar til þess að spila í nýrri höll sem fyrst.
- Hvernig æxlaðist það að þú byrjað-
ir í handbolta í Val?
„Við vorum nokkrir sterkir strákar í hand-
bolta, bæði frá HK og Breiðablik, sem
komurn gagngert í Val vegna þess að Bor-
is Bjami Akbachev þjálfaði þá 3. flokk
Vals, en hann hafði áður verið þjálfari hjá
Breiðablik. Hann hafði áður verið þjálfari
hjá Val, þjálfað t.d. Geir Sveinsson, Júlíus
Jónasson og fleiri hetjur. Við fórum í Val
til að fá alvöru þjálfun. Þessi hópur í 3.
flokki var mjög skemmtilegur og okkur
gekk ágætlega. Hins vegar hefur þessi ár-
gangur ekki skilað sér vel upp í meistara-
flokk og ég er nú einn eftir hjá Val úr
hópnum. Árið 1994 urðum við bikar-
meistarar í 3. flokki og var það stærsti tit-
illinn sé ég fékk í yngri flokkunum, en
við vorum alltaf við toppinn í 3. og 2.
flokki en náðum ekki að landa Islands-
meistaratitli."
Urslitaleikur bikarkeppninnar 1998
- lenystu prjár sekundur lífsins
Freyr minnist þess þegar Valur náði að
vinna Fram í úrslitaleik bikarkeppninnar
25 - 24 eftir framlengingu og segist
hann aldrei koma til með að gleyma
þeim leik. „Ég lék ekki mikið með í upp-
hafi en kom inn á undir lok leiksins. Við
voruin fjórum mörkum undir þegar lítið
var eftir en náðum að komast inn í leik-
inn og minnkuðunt muninn í eitt mark.
Svo fengum við fríkast á miðjum vellin-
um þegar þrjár sekúndur voru eftir af
venjulegum leiktíma. Kári Guðmunds-
son tók fríkastið og ég stóð fyrir innan
punktalínu, sem er í raun ekki leyfilegt
en dómararnir gerðu ekki athugasemd
við þetta, Framarnir tóku einfaldlega
ekki eftir mér, ég fékk boltann beint úr
fríkastinu og skoraði jöfnunarmarkið og
um leið var leiktíminn búinn. Ég held að
þetta hafi verið lengstu þrjár sekúndur í
lífi mínu a.m.k. finnst mér þetta hafi ver-
ið eilífðartími í minningunni. I framleng-
ingunni kom aldrei neitt annað til greina
en að vinna leikinn og leiknum lauk með
því að Júlíus Gunnarsson skoraði sigur-
markið í blálokin í framlengingunni.
Stemningin var ólýsanleg og tilfínningin
að vinna bikarinn var mjög góð. Framar-
ar kærðu leikinn þar sem þeir töldu að
jöfnunarmarkið sem ég skoraði hafi ver-
ið ólöglegt þannig að það varð ekki end-
anlega ljóst fyrr en löngu seinna að okk-
ur var dæmdur réttilega sigurinn," segir
Freyr og man greinilega þennan atburð
eins og gerst hafí í gær.
Gengi meistaraflokks karla
Gengi meistaraflokks Vals frá 1998 hefur
ekki verið verið nægjanlega gott að mati
Freys, liðið hefur reyndar misst á undan-
fömum árum fjölmarga leikmenn, t.d.
Fúsa og Snorra Stein en samt virðast
alltaf koma maður í manns stað. Liðið
hafi að vísu ekki unnið neina stóra titla
undanfarin ár nema Reykjavíkurmeist-
aratitilinn 2001 með Geir Sveinssyni og
nú 2003 með Oskari Bjarna Oskarssyni.
„Hópurinn í vetur er sterkur, fullt af
ungum og efnilegum strákum. Oskar
Bjarni er að gera góða hluti með liðið og
vinnur ntjög faglega og þekkir auk þess
flesta strákana í liðinu þar sem hann
þjálfaði þá fyrir nokkrum. árum og það
þykir mér kostur. Hann þekkir mann-
skapinn vel og það er góð stemning í
hópnum. Einnig er Geir Sveinsson nokk-
urs konar ráðgjafi, hann kemur einu sinni
í viku á æfingar og er nteð séræfmgar og
gefur okkur góð ráð, það er ómetanlegt.
Ég er sannfærður unt að við eigum eftir
að gera góða hluti í vetur. Við ætlum
okkur titil í vetur það er ekki spuming og
okkur hefur gengið vel í haust og erum
þokkalega öruggir að komast í úrslita-
keppni 8 bestu liða landsins og erum
komnir í undanúrslit í bikamum. Við ætl-
Valur tók þátt í œfmgamóti í Frakklandi 2001 og spilaði m.a. við Montpellier. Ferðin
heppnaðist mjög vel. 1 þessari ferð földu tveir strákar ferðatöskurnar fyrir tvo í hópn-
um. Þeir sem urðu fyrir þessum hrekk komust að því hverjir höfðu falið töskurnar og
þeir hefiidu sín rœkilega með því að kaupa fisk á fiskmarkaði og koma honum fyrir i
Ijósi á hótelherberginu þeirra. Smám saman magnaðist upp stœk lykt affiskinum enda
hitnaði hann af Ijósinu en þeir fundu ekki fiskinn. Þegar lyktin í herberginu var orðin
það stœk að menn urðu að lialda fyrir nefið þegar gengið varfram hjá herberginu var
þeim komið til bjargar en það er ótrúlegt að þeir skyldu geta verið í herberginu, þetta
var magnaður hrekkur og rœkileg hefnd.
70
Valsblaðið 2003