Valsblaðið - 01.05.2003, Side 79

Valsblaðið - 01.05.2003, Side 79
Eitir Bjarka Sigurðsson Glœsileg terta ! Boris hló mikið þegar hann átti að skera sjálfan sig. Þann 12. júlí 2003 átti nterkur maður afmæli. Hann heitir Boris Bjarni Ak- bachev og varð sjötugur ásamt því að eiga 50 ára starfsafmæli. Veisla honum til heiðurs var haldin í hátíðarsal Vals að Hlíðarenda sama dag en Boris er nánast goðsagnarpersóna í handbolta- heiminum. Boris Bjami Akbachev kom fyrst sem þjálfari til íslands árið 1980 og tók við liði meistaraflokks Vals í handknattleik og réðst kannski ekki á garðinn þar sem hann var lægstur heldur tók við hinni rómuðu „mulningsvér sem kannski var aðeins farin að hiksta, enda margir leik- menn komnir af léttasta skeiði. Það má reyndar segja að þessi tími hjá „kallin- um“, eins og hann er oft nefndur, hafi ekki verið neinn dans á rósum, því eftir tæp 3 ár, ákvað hann að breyta til og halda aftur til Rússlands. En Boris hafði samt sem áður ekki setið aðgerðarlaus hér á landi, heldur ákvað hann strax á fyrsta ári að kalla unga pilta upp úr 3. flokki, Geir Sveinsson, Valdimar Gríms- son, Júlíus Jónasson og Jakob Sigurðs- son svo einhverjir séu nefndir og leyfa þeim að æfa með meistaraflokki sem og þeir gerðu. Þessi ákvörðun Borisar sem og leiðsögn hans hafði mikil áhrif á handboltaferil þeirra. Boris hefur víða skilið eftir sig spor Arið 1989 kom svo Boris aftur til íslands og hefur hann verið hér síðan að þjálfa og leiðbeina yngri flokkum karla og kvenna ásamt meistaraflokkum nokkurra liða, svo sem hjá Breiðablik, ÍBV, Val og nú síðast Haukum, ásarnt því að hafa far- ið út árið 1994 í eitt ár til ísrael til að taka við einu af bestu liðunum þar, Haboel. Ekki má heldur gleyma því að Boris var ráðinn aðstoðarmaður Þor- bjöms Jenssonar hjá landsliði Islands árið 1995 og tók þátt í því að liðið náði 5. sæti á HM í Kumamoto 1997. Það var því ekki skrýtið að Boris skyldi fá marg- ar þakkarræður frá handknattleiksdeild- um félaganna og einstaklingum á afmæl- isdegi sínum. Sæmdur gullmerki Vals og silfur- merki HSI í fjölmennri afmælisveislu Það sem stóð upp úr var það að Boris var sæmdur gullmerki Vals og einnig silfur- merki HSÍ fyrir framlag sitt til handbolt- ans hér á landi, sem hann var mjög hrærður yfir. f veislunni var margt um manninn, frá félögum á Islandi og Rúss- landi sem og vinir og vandamenn sem Boris og fjölskylda hefur kynnst hér á landi. íþróttamaður ársins 2002, Ólafur Stefánsson, lét sjá sig ásamt öðrum landsliðsmönnum, bæði karla og kvenna. Einnig var mikið um unga handbolta- menn og konur sem Boris hefur komið nálægt á síðustu árum og margir úr þeim hópi eru þegar farnir að spila með lands- liðinu og aðrir farnir að banka á dyrnar. Rússarnir sáu svo um að fjörið héldi eitt- hvað áfram fram eftir kvöldi eins og þeim einum er lagið. Boris Bjarni Akbachev á afmœlisdaginn. Haraldur Daði Ragnarsson, formaður hanknattleiksdeildar Vals og Hörður Gunnarsson, varaformaður Vals veita hér Boris Bjarna gullmerki Vals. Valsblaðið 2003 79

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.