Valsblaðið - 01.05.2003, Qupperneq 28
dómari kom þá leist okkur ekki á blik-
una, leiknum var frestað um óákveðinn
tíma og þama áttum við bara að standa
rennvotar og bíða eftir leiknum. Það var í
sjálfu sér frekar gaman og við fengum
margan manninn til að hlægja að okkur
en við vorum í sannkölluðu brandara-
maskínuskapi. Keppnisskapið var í há-
marki og við Frónbúar vildum helst klára
þennan leik. Þetta var án efa mesti stuð-
leikur mótsins. Við unnum þennan eftir-
minnilega leik örugglega 3-0 og vorurn
þar með komnar í 8 liða A úrslit. Við fór-
um beint upp í skóla og ekki var mikil
orka eftir þannig að flestar fóru beint í
háttinn. Morguninn eftir var haldið beint
í 8-liða úrslit. Þar mættum við mjög
sterku sænsku liði, Hammenhögs IF. Þar
lauk þátttöku okkar þetta árið á Gothia
Cup í hnífjöfnum leik en þær höfðu
heppnina með sér og unnu okkur 1-0.
Við vorum sáttar við árangúrinn að lenda
í 5.-8. sæti af rúmlega 70 liðum sem tóku
þátt í 2. flokki kvenna. Mikið álag var á
okkur þar sem hópurinn var ekki fjöl-
mennur og sumar gátu lítið leikið vegna
meiðsla.
Fjörugt líf utan vallar
Kvöldin fóru oftast í alls kyns afþreyingu,
m.a. í tívolíið Liseberg, í bæinn að skoða
mannlífið, o.m.fl. Næstsíðasta daginn fór-
um við í Skara Sommerland og þurftum
að flytja okkur um skóla og vera með ís-
lensku liðunum. I Skara nutum við veð-
ursins til hins ýtrasta og fengum adrena-
línkikk í rennibrautunum. Sváfum svo á
leiðinni í nýja skólann. Versluðum sein-
asta daginn og gjörsamlega eyddum síð-
ustu aurunum í allt og ekkert.
Á þessum tíu dögum sem við dvöldum
í Gautaborg varð einn veitingastaður
okkur mjög kær, Pizza Hut í Fimmunni.
Þar eignuðumst við góðan vin, aðalþjón-
inn, sem við kusum að kalla Honey
Bunny.
Á einhvern dularfullan hátt náðu versl-
anir í Gautaborg að tæma veskin okkar
eftir að við áttum leið hjá, enda var mik-
ið hringt heim og beðið um viðbótar-
styrki frá foreldrum. Við enduðum all-
flestar með appelsínugulan miða á tösk-
unum okkar sem á stóð „heavy.“ Það
kom okkur ekkert svakalega á óvart.
Þetta var l'rábær ferð í alla staði og
hún hefði aldrei tekist jafn vel ef það
væri ekki fyrir fararstjórana Ástu og
Huldu og þjálfarann okkar hann Jónas.
Slappað af í sólbaði í Skara Sommerland eftir vel heppnað mót. Frá vinstri: Christa,
Guðrún, Rúna, Sigrún Edda, Jenný, Jóhanna, Lilja, Lea, Signý og Rakel.
„Drullugar eftir leik í úrhellisrigningu." Frá vinstri: Jenný, Rakel, Signý, Lea, Lilja,
Rúna og Guðrún.
sænska liðinu Bjárelaget og gerðum við
okkur lítið fyrir og unnum 7-0 þrátt fyrir
gríðarlegan hita sem við vorum ekki vanar
og eftir leikinn var farið beinustu leið í
búð til að kaupa fötur og svampa svo við
gætum skvett á okkur.
Talandi um hita, þá var mjög erfítt að
vera úti og þurftum við helst að ganga
um Gautaborg hálf naktar og alltaf með
vatnsflösku. Eftir leikina fórum við í
sturtu sem var við hliðina á svefnstaðn-
um okkar sem var mjög gott vegna þess
að þangað fórum við oft á dag vegna hita
og svita. Á þriðjudeginum var keppt við
annað sænskt lið, Skoghalls FF og við
unnum þær 3-0. Á miðvikudeginum vor-
um við vongóðar um að vinna riðilinn
okkar og spila í 32-liða A úrslitum. Það
rættist þegar við unnum örugglega 5-1
danska liðið B 1913.
Meðal 8 bestu liða
Fimmtudagurinn rann upp og við lögðum
af stað í 32ja -liða úrslitin, við kepptum á
móti Amas IF frá Svíþjóð og unnum
þann leik 1-0 í hnífjöfnum leik! Heppn-
ar... Komnar í 16-liða úrslit. Fengum
okkur að borða og fórum beint í næsta
leik hinurn megin í Gautaborg. Þar áttum
við að spila við Vimmerby IF einnig frá
Svíþjóð. Það voru þrurnur og eldingar,
rigning eins og hellt væri úr fötu og þegar
við vorum búnar að hita upp og enginn
28
Valsblaðið 2003