Valsblaðið - 01.05.2003, Side 63
Ferðasaga
Eftir Árna Bjarnason og Árna Heiðar Geirsson
Margir leikmenn 3. og 4. flokks karla í
knattspyrnu ásamt nokkrum stelpum úr
3. flokki fóru í Knattsymuskóla Bobby
Charlton til Englands sumarið 2003 og
var sú ferð ákaflega vel heppnuð.
Arla morguns, þann 31. júlí, mættu
leikmenn 3. og 4. flokks karla í knatt-
spyrnu galvaskir niður á miðstöð knatt-
spyrnuiðkunar á íslandi, sjálfan Hlíðar-
enda. Með í för voru einnig nokkrar
stelpur úr 3. flokki kvenna hjá Val. Hóp-
urinn var á leiðinni til Bretlands, nánar
tiltekið í Knattspyrnuskóla Bobby
Charlton. Ferðin byrjaði ekki gæfulega
þar sem búningar liðsins voru læstir í
Valsheimilinu. En áður en langt var um
liðið voru strákamir komnir upp í rútu.
með búningana, á leið til Keflavíkur.
Þegar í flugstöðina var komið fengu
strákarnir sér eitthvað í svanginn. Flogið
var til Glasgow, síðan var stigið upp í
rútu og ekið af stað til Fleetwood. Eftir
fjögurra tíma akstur og eitt stopp vorum
við loksins komnir á leiðarenda. Margir
urðu fegnir, sérstaklega í ljósi þess að
rútubflstjórinn hafði verið einstaklega
pirraður og ekki skilið húmor íslensku
víkinganna. Eftir að hafa komið sér fyrir
og fengið sér eitthvað í gogginn hófst
fyrsti leikurinn. Óhætt er að segja að
mótherjarnir hafi verið arfaslakir og unn-
ust auðveidir sigrar á báðum vígstöðum.
Eftir nætursvefn var haldið í morgun-
verð sem alla dagana samanstóð af bökuð-
urn baunum og einhverju djúpsteiktu. Eftir
að hafa sporðrennt eggjum, beikoni og
baunum var haldið út á völl þar sem stífar
æfingar tóku við tvisvar til þrisvar á dag.
Daginn eftir var haldið á sannkallaðan
stórleik, viðureign Preston North End
gegn Everton. Fyrir leikinn vom Vals-
nienn beðnir um að hafa hægt um sig til
að verða ekki fyrir barðinu á stuðnings-
mönnum liðanna. Leiknum lauk með
óvæntum sigri Prestonmanna á slöku liði
Davíð Bergmann Davíðsson þjálfari 3. flokks karla í knattspymu 2003 og Guðmundur
Brynjólfsson þjálfarí 4. flokks karía.
Allir þátttakendur í Knattspyrnuskóla Bobby Charíton hoifðu á œfingaleik á milli
Preston North End og Everton sem endaði 1 — Ofyrir Preslon öllum að óvörum. Fjöldi
áhoifenda fylgdist með leiknum og mikil stemning var meðal áhoifenda.
Valsblaðið 2003
63