Valsblaðið - 01.05.2003, Page 53

Valsblaðið - 01.05.2003, Page 53
Starfið er margt Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar árii 2002 w"í ' Jmæ%mæ6í w é i •) /7 / Meistaraflokkur karla í köifubolta 2003 - 2004 eftir góðan sigur á Stjörmumi á heimavelli. Efri röð frá vinstri: Guðmundur Guðjónsson formaður köifuknattleiksdeildar, Rúnar Sveinsson, Birgir Guðfinnsson þjálfari, Leifur S Arnason, Gjorgji Dzolev og Emst Fannar Gíslason. Fremri röðfrá vinstri: Ágúst Jensson, Friðrik Lárusson, Gylfi M Geirsson, Atli Antonsson og Ragnar N Steinsson. Þrátt fyrir hetjulega baráttu síðastliðið vor tókst meistaraflokksliði okkar ekki að halda sæti sínu í efstu deild. Því bíður okkur það hlutskipti að spila í 1. deild þetta árið. Við Valsmenn erum þó ekki þekktir fyrir annað en að berjast gegn þeim mótbyr sem að okkur sækir og verður árið í ár þar engin breyting. Meistaraflokkup Framtíð körfuknattleiksins í Val er björt. Við eigum geysilega efnilega stráka sem spila með yngri flokkum okkar og margir hverjir eru nú þegar farnir að banka á dyr meistaraflokksliðs okkar og nokkrir leika nú þegar stórt hlutverk í því liði. Ráðinn var nýr þjálfari, Birgir Guð- finnsson, fyrir tímabilið 2003 - 2004 þar sem Agúst Björgvinsson sem þjálfaði meistaraflokk á síðasta tímabili ákvað að reyna fyrir sig við þjálfun í Litháen. Um leið og við bjóðum Birgi velkomin til fé- lagsins óskum við Agústi að sjálfsögðu alls hins besta á nýjum slóðum. Ágúst hefur starfað geysilega vel fyrir Val síð- ustu ár og á stærstan þátt í að gera yngri flokka starf okkar jafn öflugt og raun ber vitni, starfi sem er að skila okkur öflug- um körfuknattleiksmönnum sem verða fánaberar meistaraflokksins á næstu árum. Auk þess að þjálfa meistaraflokksliðið hefur Birgir Guðfmnsson einnig leikið með því. Aðrir nýir leikmenn eru Gjorgij Dzolev sem kom frá Hetti á Egilsstöðum og Leifur Steinn Árnason sem kom frá IS. Allir þessir leikmenn hafa styrkt lið okkar mikið og bjóðum við þá velkomna íVal og væntum rnikils af þeim. Valsliðið hefur farið vel af stað á ís- landsmótinu nú í haust en þegar þetta er skrifað hefur liðið leikið níu leiki og sigrað í átta af þeim. Liðið situr nú í 1. sæti deildarinnar. Það er því ljóst að Valsblaðið 2003 53

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.