Valsblaðið - 01.05.2003, Page 50
Snemma beygisl Valskrókurinn. Svanur með Svandísi Sif, fyrstu jólin í Mosfellsbænum
fyrir 11 árum. Ekki kom annað til greina en að klœðast Valsbúningnum á jólunum.
Með kunnum köppum að Hlíðarenda
I upphafi berst talið að afrekum Svans á
íþróttavellinum. Hann vill sem minnst
gera úr því en segist hafa byrjað í fót-
bolta hjá Víkingi 6 ára gamall enda bjó
hann í smáíbúðahverfmu en 12 ára gam-
all byrjaði hann á Hlíðarenda að æfa fót-
bolta með Val, enda öll fjölskyldan gall-
harðir Valsmenn. „Eg lék með með Val
frá 1960 - 1968 með ýmsum hörðum
Valsmönnum, t.d. Halldóri Einarssyni
(Henson), Hermanni Gunnarssyni, Gunn-
steini Skúlasyni og Olafi Benediktssyni.
Ég hreyfst mjög af starfmu hjá Val og
tengslunum við KFUM og séra Friðrik,
og einnig held ég að faðir minn hafi haft
áhrif. Mér fmnst Friðrik vera lifandi goð-
sögn enn þann dag í dag á Hlíðarenda og
heilræði hans, t.d. Látið kappið aldrei
bera fegurðina ofurliði, eiga fyllilega er-
indi til nútímans," segir hann ákveðið.
Skemmtilegt atvik úr boltanum
„Á þessum árum náðum við mjög góð-
um árangri og vorum yfírleitt í 1 .-3. sæti
á íslandsmóti, bæði í A og B liðum. Ég
man t.d. þegar við spiluðum í 1. flokki á
móti KR á Melavellinum. Valur fékk
horn og mikil bleyta var á vellinum og
KR ingamr náðu boltanum og stormuðu
upp völlinn, ég klippti einn niður á
miðjum vellinum með boltanum og öllu
saman. I dag ntyndi þetta vera rautt
spjald. Hannes Þ. dómari kom að mér og
sagði, Svanur, þetta gerir maður ekki, og
ég segi: Að sjálfsögðu ekki, ég hjálpa
KR ingnum á fætur. Þá kemur Henson
að og segir: Ég hefði nú fengið að fjúka
fyrir þetta brot. Ég spilaði alltaf í vörn
50
og var frekar linur almennt en ekki mjög
harður, þannig að þetta atvik er mér
mjög minnisstætt,“ segir Svanur og nýt-
ur þess greinilega að rifja upp gamlar
minningar.
Samfelldur dómaraferill
Svansítæp 40 ár
Svanur sat í stjóm knattspyrnudeildar
Vals 1968 og var þar til 1973. Um það
leyti hóf hann verslunarrekstur í Mos-
fellssveit og dró sig smám saman út úr
félagsmálum hjá Val, en hefur alla tíð
verið mjög virkur dómari hjá félaginu.
„Ég byrjaði að dæma 1966 og hef verið
virkur alla tíð síðan og man eftir því að
eitt árið náði ég að dæma 112 leiki. Það
hefur enginn dæmt lengur hjá Val en ég
hef alltaf haft gaman af dómgæslu.“
Gestur vill koma því á framfæri að þeir
feðgamir hafi séð saman um a.m.k. tvo
leiki hjá Val, þ.e. dómari og tveir línu-
verðir. Svani finnst fótboltinn ekki hafa
breyst mikið allan þennan tíma, en nú sé
miklu meira um leikaraskap í leikmönn-
um, enda sjá menn það í sjónvarpi, og
einnig finnst honum peysutog miklu al-
gengara í dag en áður. Honum fmnst
dómarastarfið vera góð leið til að halda
sér í þjálfun, „dómgæslan er góð líkams-
rækt,“ segir Svanur.
Dróst inn í félagsmál
hjá Aftureldingu ng UMSK
Dætur Svans æfðu hjá Aftureldingu og
einnig hafa Elvar og Gestur leikið með
Aftureldingu, það einfaldlega lá beint
við að sækja æfingar hjá því félagi vegna
nálægðar við svæðið. Svanur segist hafa
snemma farið að taka þátt í félagsmálum
hjá Aftureldingu og sat m.a. í mörg ár í
stjóm knattspymudeildar og sat einnig
lengi í stjóm UMSK, þar af 9 ár sem for-
maður héraðssambandsins.
Svanur er nú starfsmaður
að Hlíðarenda
Segja má að Svanur sé kominn heim að
Hlíðarenda aftur, en nú sem starfsmaður.
Margir hafa tekið eftir honum í Vals-
heimilinu undanfarið og talið berst að
því hvernig hafi staðið á því að hann hafi
ráðist þangað til starfa. „Mér bauðst starf
að Hlíðarenda og hef nú unnið þar í 11
mánuði. Ég nýt þess að vinna með börn-
um og unglingum og ég tel mig hafa gott
skap til að vinna með þeim, og þau ein-
faldlega næra mig. Svo hittir maður
marga gamla félaga, foreldra sem koma
með börnin sín á æfingar 'og ég nýt þess
mjög að starfa þar.“
Gestur Svansson fæddur 1975
og Elvar 1976
Gestur og Elvar sögðust hafa mjög ungir
farið að mæta á leiki með Val og þá var
félagið í fremstu röð með frábæra leik-
menn, t.d. Guðna Bergsson, Sævar Jóns-
son og Þorgrím Þráinsson. Gestur segist
eiginlega ekkert hafa leikið með Val
enda bjó fjölskyldan í Mosfellssveit, en
hann spilaði aðeins í 6. flokki Vals í fót-
bolta og man vel eftir Ólafi Stefánssyni
og Degi Sigurðssyni sem þá léku líka
fótbolta. Elvar lék fótbolta og handbolta
með yngri flokkum Aftureldingar en
æfði aldrei með Val. Gestur lék einnig í
öllum yngri flokkunum fótbolta með
Aftureldingu.
Maðurinn með trommurnar
Gestur hefur nánast frá því hann man
eftir sér mætt á völlinn og fylgst með Val
í fótbolta og einnig mætt á handbolta-
leiki, en þó ekki eins reglulega. Síðast-
liðið sumar fannst honum ekki nægileg
stemning meðal stuðningsmanna þannig
að hann greip til sinna ráða. „Þegar við
sáum hvert stefndi í deildinni þá langaði
mig að rífa upp stemninguna á leikjum
Vals og fékk félaga mína héðan úr Mosó
með trommur til að mæta á leikina, en
þeir eru einnig miklir stuðningsmenn
Vals. Ég held að við höfum byrjað í 12.
umferð og við töpuðum ekki heimaleik
eftir það. Mér fannst stemningin batna
meðal áhorfenda, ekki síst í heimaleikj-
Valsblaðið 2003