Valsblaðið - 01.05.2003, Page 21

Valsblaðið - 01.05.2003, Page 21
Starfið er margt Gengi vngri llokka Vals í handknattleik * Annar flokkur karla sigraði í bikar- keppninni annað árið í röð og varði þar með bikarinn en endaði í 4. sæti í Islandsmóti. * Þriðji flokkur karla lenti í 5. - 8. sæti á Islandsmóti, komst í undanúrslit í bikarkeppni og lenti í öðru sæti í Reykjavíkurmótinu. * Fjórði flokkur karla, A lið lenti í 5. - 8. sæti á íslandsmótinu en B lið í 4. sæti og það komst einnig í undanúr- slit í bikarkeppni. * Fimmti flokkur karla var frekar fá- mennur en var þó á meðal efstu 8 liða. * Sjötti flokkur karla er rnjög efnilegur og varð B liðið Reykjavíkurmeistari en A liðið lenti í 3. sæti. * Sjöundi og áttundi flokkur karla keppir ekki en þar er iðkendum að fjölga og þarf að huga vel að honunr ásamt öllunr yngri flokkunum sem eru undirstaðan og framtíð félagsins. * Unglingaflokkur kvenna var skipað- ur mjög ungum stúlkum og að hluta til byggður upp af 4. flokks stelpum. Veturinn var erfiður en það býr mikið í þessurn stelpum og þeirra tími mun koma. * Fjórði flokkur kvenna, A lið komst í undanúrslit í bikarkeppni og hafnaði í 5. - 7. sæti á Islandsmóti. * Fimmti flokkur kvenna var nánast allur á yngra ári og sýndi rniklar framfarir á árinu. * Sjötti og sjöundi flokkur kvenna var frekar fámennur og þar þarf að byggja upp líkt og í öllum okkar yngri flokkum. Þjálfanamál yngri flokka Breytingar áttu sér stað á þjálfurum og komu til baka meðal annars Sigurður Sigurþórsson og Jón Halldórsson sem hafa þjálfað marga af okkar bestu afreks- mönnum. Þá tók Evrópumeistarinn Jónas 2. fl. karla í handknattleik 2002 - 2003. Efrí röð frá vinstri: Ingvar Ámason Evrópu- meistari, Bergsveinn Jóhannsson, Egill Orri Sigurðsson, Patrik Þorvaldsson, Pálmar Pétursson Evrópumeistari, Gunnar Einar Jónsson, Jóhann Þórir Þorleifsson, Sigurjón Kjœrnested. Neðri röð frá vinstri: Brendan Þon’aldsson, Fannar Friðgeirsson, Guð- mundur Jónsson, Magnús B Ólafsson, Sigurður Eggertsson og Kristján Karlsson. Már Fjeldsted við þjálfun unglinga- og fjórða flokks kvenna. Mikill metnaður er lagður í yngri flokka starfið, en það má alltaf gera betur og er það öllum er að starfinu koma ljóst. Búið er að koma á laggirnar aftur ung- lingaráði og er unnið að stofnun for- eldraráðs fyrir hvern flokk. Bolta- og búningamál félagsins hafa einnig verið tekin í gegn og fá allir iðkendur nýja keppnispeysu og bolta til eignar við greiðslu æfmgagjalda. Leikmannabreytingar í meistaraflokki karla I sumar hvarf fyrirliði okkar til margra ára Snorri Steinn Guðjónsson á braut og hélt í víking til Þýskalands í atvinnumennsku. Oskum við honum velfamaðar og færum honum bestu þakkir fyrir framlag hans hér á Hlíðarenda. Davíð Höskuldsson ákvað að söðla um og reyna sig hjá bikar- meisturum HK, Davíð Sigursteinsson var lánaður til Þórs á Akureyri, Þröstur Helgason gekk til liðs við sína gömlu fé- laga í Víkingi og Asbjöm Stefánsson var einnig lánaður til Víkinga. Óskum við þessum félögum okkar velgengni á nýjum vettvangi. Þrátt fyrir þetta hefur okkur bæst liðsauki og gengu til að mynda Heimir Öm Amason, Baldvin Þorsteins- son og Atli Rúnar Steinþórsson til liðs við okkur Valsmenn og er það mikill fengur enda reynslumiklir og góðir drengir. Að afloknu keppnistímabilinu lét Geir Guðríður Guðjónsdóttir þjálfari meist- araflokks kvenna í handknattleik skoðar Valsblaðið 2002. Roland Valur Eradze leikmaður meist- araflokks karla og Berglind Iris Hans- dóttir leikmaður meistaraflokks kvenna á síðasta tímabili. Valsblaðíð 2003 21

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.