Valsblaðið - 01.05.2003, Qupperneq 35
Ettip Ragnheiði Víkingsdóttur
Valsdrottningan
Valsdrottningar Ljónynjumeistarar á Akureyri 2002. Efri röðfrá vinstri: Kristbjörg Ingadóttir, Bryndís Valsdóttir, Hera Ármannsdótt-
ir, Arney Magnúsdóttir, Kristín Arnþórsdóttir og Kristín Briem. Neðri röðfrá vinstri: Ragnheiður Víkingsdóttir, Erla Sigurbjartsdótt-
ir, Ingibjörg Jónsdóttir og Jón Ólafur sonur Ingibjargar.
Það dugar ekki minni titill á vaskan hóp
telpna sem eru rétt að skrfða af léttasta
skeiðinu. Búnar að vinna alla titla sem í
boði voru, lagðist knattspyrnuiðkun af
um tíma og við tók framleiðsla á nýrri
kynslóð knattspymukvenna og örfárra
drengja. En það þýddi ekki að sitja
heima og lesa... og hópurinn fór að hitt-
ast aftur reglulega að vísu undir öðrum
formerkjum svona til að byrja með. Það
leiddi aftur til þess að ákveðið var að
þurrka rykið af gömlu knattspymuskón-
um og taka aftur þátt í keppni.
Eitt mót hafði bæst við frá því á árum
áður, sem var ljónynjumótið á Akureyri.
Þennan titil höfðum við aldrei reynt við
og skunduðum því norður með fríðu
föruneyti í júlí 2002. Það fór bara á einn
veg, Ljónynjumeistarar urðum við að
sjálfsögðu. Við töldum okkur fullfærar
um að halda titlinum án mikilla æfinga á
þessu ári, en nú voru leikimir settir á
fullsnemma fyrir okkar smekk, svo að
við létum titilinn af hendi yfir til Skaga-
kvenna. Þetta var að sjálfsögðu óásætt-
anlegt, svo að nú hittumst við vikulega
og spilum innanhúss okkur til mikils
gagns og gamans, og er nú svo komið að
heimilislífíð miðast aftur við það að
komast á æfingu.
hið sigursæla lið Vals á Pollamóli Þórs 2003
Valsliðið var komið í úrslitaleik Lávarðadeildar þegar mótsstjórn Þórs vísaði því
úr mótinu á grundvelli þess að liðið hafði sleppt leik í riðlakeppninni. Á myndinni
eru í efri röð frá vinstri: Hörður Júlíusson, Sœvar Jónsson, Brynjar Níelsson, Jó-
liann Kristjánsson, Sigtryggur Ólafsson, Úlfar Hróarsson, Sœvar Tryggvason.
Fyrirframan eru Jón Gunnar Bergs og Ólafur K. Ólafs.
Lávarðarnir -
Valsblaðið 2003
35