Valsblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 81
Ungir Valsarar
Johann Birkir Guðmundsson er leikmaður 11. flokks í körfubolta
Jóhann er 16 ára gamall og hefur æft
körfubolta með Val síðan í 7. bekk. Hann
byrjaði að æfa með Val þar sem styst er
að fara á æfingar í körfubolta en hann
segist reyndar búa í Framhverfinu.
- Hvaða hvatningu og stuðning hef-
ur þú fengið frá foreldrum þínum í
sambandi við körfuboltann?
„Besti stuðningurinn sem foreldrar
manns geta veitt manni er sá að borga
æfmgagjöldin og vera jákvæð yfir því að
maður er í íþróttum og þennan stuðning
hef ég akkúrat fengið frá foreldrum mín-
um.“
- Hvernig gengur ykkur í vetur?
„I vetur hefur okkur gengið bara frekar
vel, við erum búnir að keppa í tveimur
túrneringum. Við töpuðum úrslitaleiknum
í þeirri fyrstu á móti ÍA með buzzer sem
var algjör skandall, en ég ætla ekki nánar
út í það atvik. Seinni túmeringin gekk
bara mjög vel, við unnum alla leikina
frekar stórt og komumst því upp í A-riðil
þar sem við eigum heima en það kemur
bara í ljós hvemig það fer í febrúar, en ég
er mjög bjartsýnn. Okkur hefur gengið
svona upp og ofan en ég tel að núna sé
liðið að taka sem mestum framfömm og
því verður gaman að sjá hvernig okkur
gengur. Hópurinn sem ég æfi með er ekk-
ert smá góður, við emm flestir saman í
MH og við að vera svona mikið saman þá
batnar liðsandinn mjög mikið.“
- Skemmtileg atvik.
„Það em svo mörg skemmtileg atvik
búin að gerast og sum þeirra í búnings-
klefanum, en það sem gerist þar fer ekki
út úr honum.“
- Hvað þarf til að ná langt í körfu-
bolta?
„Það er alltaf sama formúlan fyrir því
hvemig á að ná langt, bara æfa vel og
taka á því! Vera þolinmóður og forgangs-
raða hlutunum rétt, karfan nr. 1 ásamt
skólanum. Það er svo margt sem ég þarf
að bæta en það er eitt sem ég get ekkert
gert í, það er hversu lítill ég er.“ :)
- Hvers vegna körfubolti?
„Eg byijaði að æfa körfubolta því vinur
minn fékk mig til að koma á eina æfingu
og þá var hann Gústi að þjálfa og eftir
eina æfingu hjá honum þá var bara
ekki aftur snúið. Ég reyndi einu
sinni fyrir mér í fótbolta með
Fram þegar ég var lítill og ég
kommst í A-liðið, en það var
ekki vegna hæfileika, heldur
vegna hversu hratt ég hljóp,
annars gat ég ekki neitt! “
- Hverjir eru þínir
framtíðardraumar
körfubolta?
„Framtíðadraum-
ar mínir sem tengj-
ast körfunni eru
þeir að fá að spila
í meistaraflokki
Vals, en í lífinu
er bara að klára
skóla og helst
að komast í
nám til útlanda
og bara spila
körfu þangað
til ég hætti.“
- Hver stofnaði Val og hvenær?
„Já, þú meinar, stofnandi Vals...
Það var prestur og hann stofnaði Val
áður en ég fæddist, held árið 1911 í maí
mánuði, ég ætla að giska á 9. maí.“
Valsblaðið 2003
i
i