Valsblaðið - 01.05.2003, Síða 37
Eftir Guðna Olgeirsson
Ólafur Már með Old boys Vals á pollamóti Þórs á Akureyri 1992.
glaðværra drengja sem léku sér í
skemmtilegum útileikjum eins og fallin
spýta, bófahasar og fótbolta. Eftirminni-
legt er þegar snjó festi haustið 1963. „Ég
man eins og gerst hafi í gær þegar við
krakkamir vorum að Ieika okkur á sleð-
um 22. nóvember 1963, en það festi afar
sjaldan snjó í Eyjum, þegar einn krakk-
inn kom út og hrópaði „Kennedy forseti
var skotinn.“ Krakkahópurinn tvístraðist
og hættu allir samstundis leik og hlupu
heim til að heyra nánar frá þessum voða-
atburði. 14. nóvember þetta sama ár
byrjaði Surtseyjargosið og ég man að við
krakkamir fengum frí í skólanum til að
fara suður á eyju að fylgjast með gosinu
og mörg kvöld fórum við feðgamir í
kvöldgöngu vestur að Hásteini til að
fylgjast með þessu tignarlega gosi.“
Ólafur léhmeð ÞóríEyjum
Ólafur ólst upp á Kirkjuvegi 57 í hverfi
Þórara og æfði af kappi fótbolta og lék
með Þór og á margar góðar minningar
frá þeim árum. „Ég kynntist t.d. vel ná-
grannafjölskyldu sem þá var nýflutt að
Hvítingavegi 8 og strákunum á því heim-
ili, Andrési leikara, Ólafi Þór og Ásgeiri
Sigurvinssonum, en yngri bræðurnir,
Ólafur og Ásgeir léku með Tý.“ Ólafur
segir að strákarnir í hverfmu haft líka
stofnað fótboltafélagið Vísi sem hafi
leikið á spítalatúninu öllum stundum auk
þess að strákamir æfðu og léku með fé-
lögunum Þór og Tý. „Við lékum á kvöld-
in, um helgar, eftir skóla og í matartím-
um, slíkur var áhuginn. Alltaf var hörð
rimma milli Þórs og Týs og þótt Ásgeir
væri tveimur árum yngri en ég þá spilaði
hann upp fyrir sig og var ákaflega erfíður
mótherji. Þór var með frambærilegt lið á
þessum árum og margir efnilegir drengir
léku þar. Minnist ég þar sérstaklega
æskufélaga míns Ólafs Friðrikssonar
sem var leikinn og markheppinn fram-
herji, hann lék síðar með Breiðablik og
Guðjóns Harðarsonar og Jóns Gíslasonar
sem síðar urðu leikmenn með meistara-
flokki Vals. Þjálfari okkar í 5. flokki var
Sævar Tryggvason, einn besti leikmaður
ÍB V og síðar leikmaður og félagi í Val.“
Snemma byrjaði Valshjarta
að slá í Eyjapeyjanum
Ólafi fmnst skemmtilegt að rifja upp
hvemig hann kynntist Val fyrst sem bam í
Vestmannaeyjum. „Á berskuárunum bjó
ég stóm húsi með risi og foreldrar mínir
leigðu út eitt risherbergið. I því bjó maður
sem hér Ásmundur Steinsson rennismið-
ur, áður frægur íþróttagarpur, m.a. Is-
landsmeistari í stangarstökki en ekki síður
knattspymu, sem markmaður hjá Þór um
árabil. Ásmundur var sonur Kristínar
Friðriksdóttur systur séra Friðriks Friðr-
ikssonar og hann sagði mér margar sögur
af séra Friðrik og ég tók einnig virkan
þátt í drengjafundum hjá KFUM í Vest-
mannaeyjum og vom þessir fundir mjög
eftirminnilegir. Ásmundur þessi var t.d.
fenginn til að leika í marki Vals í annarri
utanlandsferð félagsins sem farin var til
Noregs og Danmerkur sumarið 1935 en
fyrsta ferð félagsins á erlenda gmnd var
árið 1933 til Danmerkur. Valur var mjög
ofarlega í huga Ásmundar og þannig má
segja að ég hafi fengið mitt Valshjarta. Ég
hreyfst einnig af því þegar Valur kom til
Vestmannaeyja að leika, búningurinn,
þessi merka saga og glæst afrek, og ég
hélt alltaf með Val á Islandsmóti nema
þegar þeir vom að keppa við Vestmanna-
eyinga. Á seinni ámm þegar þessi lið hafa
leikið saman þá hef ég haft taugar til
beggja liða og sagt sem svo, megi betra
liðið vinna. Ég hef unað því ágætlega
þegar Valsmenn hafa tapað fyrir ÍBV ef
sigurinn hefur verið sanngjam.“
Tónlistin er Úlafi einniy hugleikin
Ólafur fékk snemma áhuga á tónlist og
hann byrjaði 1967 í unglingahljómsveit-
inni Hounds og árið eftir gekk hann til
liðs við Takta og lék með þeirri hljóm-
sveit næstu árin. Honum er það ákaflega
eftirminnilegt þegar Taktar náðu þeim
árangri að vera valin táningahljómsveit
ársins 1969 af gestum á geysilega fjöl-
mennri útihátíð í Húsafelli þar sem hátt í
Meistaraflokkur Hugins á Seyðisfirði í
knattspyrnu 1982. Ólafur Már er í efri
röð lengst til luegri. Þjálfari Hugins
þetta sumar var Ólafur Sigurvinsson
œskttfélagi úr Eyjum. Með Httgin léku
þetta sumar brœðurnir Guðjón og Hilm-
ar Harðarsynir sem einnig léku með
meistaraflokki Vals.
20 þúsund manns voru. Þetta var tví-
mælalaust stærsta stund Takta. Hljóm-
sveitin leystist fljótlega upp þegar með-
limir hennar fóm til framhaldsnáms.
Eftir að Ólafur fluttist til Seyðisfjarðar
stofnuðu nokkrir félagar danshljómsveit-
ina Einsdæmi sem varð mjög vinsæl. „Á
sumrin spilaði hljómsveitin á dansleikj-
um fyrir austan en á vetuma var hluti
hjómsveitarmeðlima í Reykjavík og
stofnuðu Þokkabót. Á þessu ári eru 30 ár
síðan hljómsveitin Einsdæmi kom fyrst
saman og af því tilefni fór hópurinn aftur
að hittast og æfa og spilaði m.a. á þorra-
blóti á Seyðisfirði og í vetur höldum við
áfram að æfa og spila á þorrablótum fyr-
ir austan. Við emm rétt að byrja aftur“
segir Ólafur og brosir.
Seyðisfjarðarárin oy
knattspyrnuferill með Huyin
Ólafur fluttist til Seyðisfjarðar árið 1971
þar sem eldri bróðir hans bjó og fór að
Valsblaðið 2003
37