Valsblaðið - 01.05.2003, Page 16
myndi til dæmis vilja leggja niður
íþróttakennaraskólann á Laugarvatni og
færa hann til Reykjavíkur. Ahugasamur
íþróttamaður, sem vill læra íþróttir og
allt sem þeim viðkemur samhliða því að
verða afreksmaður - á varla séns á Laug-
arvatni sökum fjarlægðar við höfuðborg-
ina ef hann býr þar. Menn slitna úr
tengslum við sitt félag með því að dvelja
á Laugarvatni. Ef viðkomandi hefur hins
vegar ekki áhuga á því að verða afreks-
maður er þetta svo sem í lagi. Menn eiga
hins vegar ekki að þurfa að fara í ein-
angrun og í of „frjálslegt" samfélag til
þess að stunda nám í íþróttakennara-
skóla. Það mætti gera virkilega áhugavert
og árangursríkt íþróttakennaraskólastarf á
höfuðborgarsvæðinu. Ef við ætlum að
reyna að búa til afreksmann með sterka
siðferðisvitund verður hann að vera til-
búinn að takast á við það mótlæti sem
verður alltaf til staðar. í slíku mótlæti
þarf að halda einbeitingu og hafa rosa-
lega trú á sjálfum sér.“
— Mœttum við ekki taka þessa afreks-
hugswi upp á yngrí stigwn, hreinlega
reyna að búa til afreksmenn þegar við sjá-
um að þeir hafa alla burði tilþess?
„Þetta er að vissu leyti til staðar því
við erum með yngri landslið í flestum
greinum. Svo er það oftast þannig að
þeir sem eru áhugasamastir leggja nteira
á sig en hinir, stefna hreinlega hærra. En
vissulega mætti vinna markvissara að
þessu. Ég hafði reyndar gott af því að
vera ekki valinn í fyrsta yngra landsliðið
sem ég var gjaldgengur í, að komast ekki
í 16 manna hópinn. Mér fannst það rosa-
lega leiðinlegt og í fyrsta skipti á ævinni
upplifði ég ákveðna mismunun eða höfn-
un, því frant til þessa höfðu allir verið
jafnir. Þetta var sjokk, vakti mig til unt-
hugsunar og herti mig upp í því að
standa mig enn betur. Mér finnst sjálf-
sagt að þetta sé gert hjá félögunum en að
sama skapi verða aðrir að eiga möguleika
á að komast inn í ákveðinn úrvalshóp og
þeir sem þar eru fyrir eiga alls ekki fast
sæti þar. Markmiðssetning er mjög mikil-
væg og hana ætti að taka upp í grunnskól-
um sem og hjá íþróttafélögunum.
Ég hitti áhugaverðan mann í sumar-
skóla á Englandi tengdu námi mínu á
mínu fyrsta ári í Magdeburg. Hann
spurði mig hvert mitt takmark væri eftir
fimm ár, hvar ég sæi mig þá. Ég hafði
aldrei velt því fyrir mig en hann hvatti
mig til að skrifa það niður með hvaða
liði ég vildi spila og hann sagði mér að
hugsa mjög stórt. Ég sagði að besta lið í
heimi væri Barcelona og þá rétti hann
mér miða og penna og sagði mér að
skrifa að ég vildi spila með því liði eftir
fimm ár. Svona hugsun og svona mark-
miðssetning er kennd á NLP mann-
ræktarnámskeiðum sem snýst í stuttu
máli um að ef þú vilt að eitthvað gerist í
þínu lífí þarf það fyrst að verða til í höfð-
inu á þér. Ég hvet alla til að kynna sér
NLP. Það gerðist síðan aftur og aftur að
ég lenti í aðstæðum sem minntu mig á
þennan mann, á markmiðssetninguna og
miðann góða sem ég skrifaði á. Mark-
miðið var því alltaf ofarlega í huga mér. I
dag er ég að spila með liði sem er jafn-
oki Barcelona, lið sem vill vinna
Barcelona og því tel ég að markmiðinu
sé náð. Ég er því kominn á það stig sem
ég stefndi."
— Hversu mikilvœgar eru aukaœfingar?
„Maður þarf alltaf að gera eitthvað
aukalega, jafnvel þótt verið sé að fíflast í
manni með það. Ég bý að því í dag að
hafa stundað margar boltagreinar fram
að 15 - 16 ára aldri og ég hvet krakka til
að æfa sem flestar greinar. Ég tel að það
ætti að tengja frjálsíþróttir mun betur
fótbolta- og handboltaiðkun. Boltakrakk-
ar hefðu rosalega gott af því að stunda
frjálsar. Og ef við ætluðum að stefna að
því að flytja út góða fótboltamenn eins
og úrvals-fisk, þyrftum við að breyta
áherslunum í þjálfun og hugsunarhættin-
um, taka inn miklu meiri frjálsíþróttaæf-
ingar, meiri fjölbreytni.“
— Ef þú hefðir tekið körfuboltann,
sem þú stundaðir líka, fram yfir hand-
boltann hefðir þú hugsanlega getað stað-
ið í sporum bróður þíns í NBA-deild-
inni?
„Jón Arnór er gott dæmi um íþrótta-
mann sem setti sér markmið því á
ákveðnum tímapunkti spurði hann
sjálfan sig hvað væri það besta sem hægt
væri að gera í körfu. Svarið var að sjálf-
sögðu það að spila í NBA-deildinni. Jón
Arnór er ungur, tímasetningin fyrir hann
að fara í atvinnumennsku er frábær óg
eflaust nýtur hann góðs af því að ég haft
verið að bulla aðeins í honum með mín
fræði. Jón Amór er mun sterkari líkam-
lega en ég var á hans aldri. Ef ég hefði
haldið áfram í körfunni gæti ég hugsan-
lega verið að spila í dag í þokkalegri
deild í Evrópu. Það hefur verið góður
líkamlegur stígandi í mínum ferli en Jón
Arnór er nánast fullmótaður líkamlega
núna í upphafi ferils síns.“
— Hversu langt mun bróðir þinn ná (
NBA boltanum?
„Besta dæmið um hvað hægt er að gera
í NBA-deildinni er þýski leikmaðurinn
Dirk Noviski sem enginn bjóst við neinu
af. Hann var með svipaðan samning og
Jón Arnór fyrir þremur árum og hefur
staðið sig frábærlega. Jón Amór er gagn-
rýninn á sjálfan sig, tekur vel við upplýs-
ingum og hefur alla burði til að standa sig
mjög vel.“
— Hefur þú eitthvað sérstakt að leið-
arljósi þegar þú elur upp börnin þín?
„Ég er ekki orðinn nógu þroskaður til
Ólafur Stefánsson með Kristínu Þorsteinsdóttur eiginkonu sinni og börnunum, Helgu
Soffíu sem er að verða 5 ára og Einari Þorsteini, 2 ára.
16
Valsblaðið 2003