Valsblaðið - 01.05.2003, Page 75

Valsblaðið - 01.05.2003, Page 75
Minning Árið 1982 vorum við, leikmenn 5. flokks Vals í knattspymu, svo heppnir að fá að hefja kynni af Halldóri þjálfara okkar og vini. Halldór var á sínum yngri árum á með- al bestu knattspymumanna landsins, enda lék hann m.a. með íslenska lands- liðinu frá 1949 - 1957. Reynslu sinni, þekkingu og færni miðlaði hann rausnar- lega og af einlægni til okkar strákanna. Halldór var fær þjálfari og duglegur. Hann eyddi t.d. dýrmætum tíma sínum í að útvega myndbönd með leikjum frá HM, en árið 1982 krafðist það auðvitað mun meiri fyrirhafnar heldur en í dag, til að við gætum horft á leikina saman og lært af þeim bestu. Stundum bauð hann hópnunt heim til sín í veitingar og fót- boltaspjall og einnig átti hann það til að hringja heim til leikmanna og ræða við þá og foreldra þeirra. Halldór gekk hart Halldór Halldórsson fæddur 13. apríi 1931 - dáinn 14. nóvember 2003 fram í að verja hagsmuni piltanna sem voru undir hans leiðsögn. Hann sá til þess að við hefðum aðstöðu til að horfa á fyrmefnd fótboltamyndbönd, kríaði út meiri tíma fyrir okkur til æfínga á grasi heldur en tíðkaðist á þessum árunt, þegar yngri flokkar þurftu iðulega að æfa og keppa á malarvöllum enda æfðum við sennilega meira heldur en nokkurt annað lið í þessum aldursflokki. Halldór varð stundum umdeildur á Hlíðarenda vegna vasklegrar framgöngu við að gæta hóps- ins, en hann naut alltaf virðingar. Árang- ur af starfmu lét ekki á sér standa, því undir stjórn Halldórs sigraði 5. flokkur Vals á íslandsmótinu 1982 og aftur 1983. En umfram dugnaðinn og ofar hinum tæknilega þætti þjálfunarinnar, var hann sérlega ötull við að byggja upp sjálfs- traust okkar og karakter, hrósaði leik- ntönnum óspart og sú gagnrýni sem frá honum kom var jákvæð og uppbyggileg. Hann lagði einnig ætíð áherslu á að þótt við værurn vissir um eigin getu til að sigra alla okkar mótherja, ættum við alltaf að sýna þeim fyllstu virðingu. Halldór vann þannig í góðu samræmi við fræg einkunnarorð Séra Friðriks Frið- rikssonar Lálið kappið aldrei bera feg- urðina ofurliði. Þjálfun ungs íþróttafólks felur í sér mikla ábyrgð. Halldór hafði jákvæð áhrif á líf okkar. Við litum upp til hans þá og við lítum upp til hans nú. I minningu okkar er Halldór Halldórsson tákn alls hins besta sem einkennt getur íþróttaiðk- un og - þjálfun. Aðstandendur Halldórs eiga sanuið okkar Lœrisveinar Halldórs í Val Guðrún Helga Arnardóttir fædd 15. júlí 1905 - dáin 0. maí 2003 Elskuleg vinkona er látin Það er deginum Ijósara að Guðrúnu Helgu var ætlað eitthvað mikið og stórt verkefni fyrir handan, sem kemur okkur ekki á óvart, mestmegnis vegna hæfileika hennar til að miðla til okkar hinna enda- lausum fróðleiksmolum um lífið og til- veruna. Okkur fannst hún vera okkur fremri, svo þroskuð sál í glæsilegum lík- ama. Ef eitthvað bjátaði á var hún fyrst á staðinn, „best í áföllum" enda hafði tölu- vert gengið á í hennar lífi. Guðrún var óhrædd að grípa inn í aðstæður, beðin eða óbeðin. Hún var yndislegust og „best- ust“ og þannig mun minningin lifa áfrarn í hugum okkar. Nú þurfum við heldur betur að taka okkur á og munum gera það því það var Guðrún sem kallaði okkur saman, skipulagði og framkvæmdi, hélt okkur saman eins og stórri fjölskyldu. Það var akkúrat þannig sem hún vildi hafa það, ein stór hamingjusöm fjölskylda. Það er ljóst að við verðum að sætta okkur við að elskuleg vinkona okkar er farin úr þessum heimi en vissulega væri gaman ef við fengjum eina undanþágu hjá Guði og gætum hringt í hana og sagt henni enn og aftur að okkur þykir vænt um hana fyrir „allan peninginn." Við þökkum fyrir öll endalausu boðin, fyrir góðu ráðin, þökkum fyrir stuðning- inn, þökkum fyrir allt og allt. Elsku Geiri, Amar Sveinn og Ragnheið- ur Katrín Rós, Guð styrki ykkur í þessum harmi, missir ykkar er mikill, meiri en orð fá lýst. Við erum hér fyrir ykkur, alltaf. Helga, JúUus, Krístín og Valdimar Valsblaðið 2003 75

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.