Valsblaðið - 01.05.2003, Side 12

Valsblaðið - 01.05.2003, Side 12
Viðurkenningar WMwir lætur af störfum Reynir Vignir tekur á móti viðurkenningu frá Val fyrir vel unnin störf. Hörður Gunn- arsson, varaformaður Vals og samstarfsmaður Reynis í aðalstjóm mörg undanfarin ár afhenti viðurkenninguna sem er málverk af Hlíðarenda og núverandi mannvirkjum og meira að segja glittir í vinnustað Reynis hjá PWC á myndinni. Á myndinni er einnig Grímur Sœmundsen formaður Vals semflutti ávarp. Á gamlársdag 2002 fékk Reynir Vignir viðurkenningu fyrir vel unnin störf að fé- lagsmálum hjá Val, en hann var samfellt formaður aðalstjórnar Vals í 8 ár og sam- tals 10 ár í forystusveit félagsins. Grímur Sæmundsen formaður Vals sagði nr.a. við það tækifæri. Ágætu Valsmenn, góðir gestir Eins og ykkur öllum er kunnugt lét Reynir Vignir af störfum sem formaður Vals á aðalfundi félagsins í október sl. Hafði hann þá verið formaður aðal- stjórnar Vals í 8 ár. Er það lengsti tími sem forystumaður í félaginu hefur gegnt þessu embætti frá stofnun þess. Reynir hafði einnig setið í aðalstjórn- inni í 2 næstu ár þar á undan. Hafði hann því verið í forystusveit félagsins í 10 ár samfleytt. Reynir stýrði Val lengstum í mótbyr mikillar skuldabyrði, er hafði lamandi áhrif á allt starf í félaginu. Þetta þýddi að standa þurfti á bremsunni og taka óvin- sælar ákvarðanir, sem hvorki nutu skiln- ings né stuðnings margra félagsmanna. Margir stungu höfði í sandinn og virtust ekki átta sig á hve fjárhagsstaða Vals var gríðarlega erfið. Reynir hafði forystu um að endurskipuleggja lánamál félagsins og halda sjó fjárhagslega. Þar nýtti Reynir reynslu sína og þekkingu sem lögggiltur endurskoðandi. Það er gæfa Vals að hafa notið starfskrafta Reynis á þessum erfiðleikatímum í sögu félags- ins. En menn reyndu einnig að leita varanlegra lausna á fjárhagsvanda Vals. Ljóst var að til þess þurfti nýjar hug- myndir. Reynir sýndi nrikið þor þegar hann hafði forystu um að kannaðir voru möguleikar þess að Valur sameinaðist Fjölni í Grafarvogi nreð stuðningi Reykjavíkurborgar og félagið flytti meg- inþunga starfsemi sinnar af Hlíðarenda. Ekki reyndist pólitískur vilji fyrir þessari lausn, en þessi vinna varð til þess, að traust skapaðist milli forráðamanna borgarinnar og félagsins, sem leiddi síð- an til samnings þessara aðila, er skrifað var undir á 91 árs afmæli Vals þann 11. maí 2002. f þessum samningi felst lausn á fjármálum Vals, bæði til greiðslu skulda og til nýrrar uppbyggingar á Hlíðarenda. Reynir skilar því félaginu með bjarta framtíð til nýrrar stjórnar. Reyni Vigni eru þökkuð farsæl forystu- störf fyrir Knattspyrnufélagið Val. En það er við hæfi að ljúka þessum orðum nreð því að þakka eiginkonu Reynis, Sjöfn Guðmundsdóttur og fjöl- skyldu þeirra fyrir þeirra þátt í að gera húsbóndanum kleift að eyða öllurn þeim nrikla tíma, sem farið hefur í að sinna störfum fyrir Val. Það gleymist alltof oft að minnast þess að menn eru að taka tíma frá fjölskyldum sínum til að geta sinnt félagsstörfum. Sjöfn, við Valsmenn þökkum kærlega fyrir lánið á Reyni, og við biðjum þig einnig að koma hér upp og taka við örlitlunr þakklætisvotti frá félaginu. Þetta er handunninn kertastjaki. Við vitunr að Sjöfn mun hugsa hlýlega til félagsins þegar hún tendrar ljós á stjakanum. 12 Valsblaðið 2003

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.