Valsblaðið - 01.05.2003, Page 42

Valsblaðið - 01.05.2003, Page 42
Hinn sigursæli 5. flokkur kvenna í knattspyrnu á pœjumótinu á Siglufirði sumarið 2003. Efri röð frá vinstri: Eva Björk Ægisdóttir þjálfari, Guðrún Elín Jóhannsdóttir, Freyja María Cabrera, Helga Birna Jónsdóttir, Sigurlaug Jóhannsdóttir, Heiða Dröfn Antons- dóttir, Alexía Imsland, Vigdís Guttormsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Marinella Arnórsdóttir, Biyndís Bjarnadóttir og Signý Heiða Guðnadóttir aðstoðarþjálfari. Neðri röð frá vinstri: Karen Ösp Pálsdóttir, Gerður Guðnadóttir, Hansína Rut Gunnarsdóttir, Svana Hermannsdóttir, Elva Björk Haraldsdóttir, Sœunn Sif Heiðarsdóttii; Erna Sif Þorkelsdóttir, Halldís Hrund Guðmundsdóttir, Vigdís Þóra Másdóttir, Bjamheiður Sigurbergsdóttir og Valgerður Bjamadóttir. Liggjandi frá vinstri: Elín Þóra Elíasdóttir, Diljá Huld Péturs- dóttir, Steinunn Halla Geirsdóttir. A myndina vantar Kartínu Gylfadóttur og Kolbrúnu Söru Másdóttur. arstarf félagsins í þeim skólum sem eru á starfssvæði félagsins. Mikilvægur liður í því að byggja upp öflugt starf yngri flokka er að hafa hæfa og trausta þjálfara sem starfa hjá félaginu til a.m.k. nokkurra ára. Almenn ánægja hefur verið með þá þjálfara sem starfað hafa hjá deildinni á árinu en einhverra breytinga er að vænta fyrir næsta sumar þó að kjaminn verði sá sami. Er þeim þjálfurum sem láta af störf- um þökkuð vel unnin störf hjá félaginu. Starfsári unglingaráðsins lauk svo með glæsilegri uppskeruhátíð í hátíðarsal fé- lagsins þann 5. október 2003. Gengi yngri flokka Vals í knattspyrnu * Annar flokkur karla stóð sig þokkalega á árinu og endaði t.d. í 4. sæti B deildar á Islandsmótinu. Hópurinn er frekar fá- mennur. * Þriðji flokkur karla var afar fámennur og átti í erfiðleikum á tímabilinu og hélt ekki sæti sínu í A deild á Islandsmótinu. * Fjórði flokkur karla er frekar fámenn- ur. A liðið náði góðum árangri á ýmsum mótum ársins. Flokkurinn komst t.d. í lokaúrslit á Islandsmótinu innanhúss 2003. Það háir flokknum hversu fáir iðk- endur eru. * Fimmti flokkur karla náði sér ekki á strik á tímabilinu en í hópnum eru marg- ir efnilegir leikmenn, gott A lið og iðk- endum er að fjölga. Flokkurinn náði þokkalegum árangri á Pollamótinu á Ak- ureyri í sumar. * Sjötti flokkur karla er mjög efnilegur og iðkendur eru nokkuð margir og flokkur- inn náði ágætum úrslitum í ýmsum mót- um tímabilsins og vann t.d. HK mótið. * Sjöundi flokkur er með góðan hóp og sýndu strákamir ágæt tilþrif í ýmsum leikjum tímabilsins og árangur var í góðu meðallagi. Flokknum gekk þó ekki nægjanlega vel á Lottómótinu á Akranesi í sumar. * Annar flokkur kvenna stóð sig með ágætum á tímabilinu. Flokkurinn komst t.d. í undanúrslit í íslandsmótinu innan- húss, varð Reykjavíkurmeistari utanhúss í vor og endaði í 3. sæti í A deild íslands- mótsins og í haustmóti KRR. Auk þess náði flokkurinn mjög góðum árangri í Gothia Cup í Svíþjóð, endaði í 5.-8. sæti af rúmlega 70 liðum. * Þriðji flokkur kvenna er rnjög efnilegur og ágætlega fjölmennur og var nteð eitt besta lið landsins í 3. flokki á tímabilinu og var t.d. hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina á íslandsmótinu. Flokk- urinn var t.d. á öðru sæti á Rey Cup síð- astliðið sumar. * Fjórði flokkur kvenna er mjög efnileg- ur og var einnig hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppni Islandsmótsins en öll bestu lið landsins voru saman í sama riðli. Flokkurinn vann t.d. gullverðlaun á Rey Cup síðastliðið sumar. * Fimmti flokkur kvenna er geysiefnileg- ur og fjölmennur og hefur aldrei verið jafn fjölmennur 5. tlokkur kvenna hjá Val. Stelpurnar náðu frábærum árangri síðastliðið sumar, bæði A, B og C lið, B. liðið vann t.d. pæjumótið á Siglufirði og C liðið vann Nóatúnsmótið og A liðið lenti í öðru sæti á þeim mótum. Einnig fékk 5. flokkur gullverðlaun á Húsa- smiðjumótinu. 42 Valsblaðið 2003

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.