Valsblaðið - 01.05.2003, Page 60

Valsblaðið - 01.05.2003, Page 60
Landsliðsmenn Vals bregða á leik eftir landsleik við Rússa sein fór 1 — 1. Frá vinstri: Laufey Olafsdóttir. Iris Andrésdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Málfríður Sigurðardóttir og Laufey Jóhannsdóttir. Valsmenn með landsliðunu í Bandaríkjaferðinni í febrúar 2003. frá vinstri: Helena Olafsdóttir þjálfari Vals og landsliðsins, Rakel Logadóttir, Málfríður Sigurðardóttir sem lék þarna sinn fyrsta landsleik, Dóra Stefánsdóttir, Laufey Jóhannsdóttir, íris Andrésdóttir sem var líka að spila sinnfyrsta landsleik, og fyrirliðinn Rósa Júlía Stein- þórsdóttir áður en hún lagðist í bameignir. Allar tóku þœr þátt í leiknum. Með strákunum í Víkingi íris byrjaði að æfa knattspyrnu í 7. flokki Víkings en þá var ekki nein kvennaknatt- spyrna í boði fyrir ungar stúlkur hjá fé- laginu þannig að ekki var um neitt annað að ræða en að æfa og spila með strákun- um. Hún var eina stelpan í liðinu og lét það ekki á sig fá „Mér fannst frábært að fá tækifæri að spila með strákunum og ég bjó lengi að því, ég mætti á allar æf- ingar og fór með þeim á Tommamót í Vestmannaeyjum og það var frábær upp- lifun. Ég byrjaði að æfa 8 ára og árið eft- ir var ég valin besti leikmaðurinn í 7. flokki karla hjá Víkingi. Það var ekki fyrr en ég var 10 ára sem ég byrjaði í kvennaboltanum hjá Val.“ Mikill stuðningur fnreldra Iris segir að foreldrar hennar hafi stutt sig óhemju mikið frá upphafí og sýnt mikinn áhuga á íþróttaiðkun systkin- anna. „Foreldrar mínir hafa alla tíð sýnt ótrúlega mikinn áhuga á íþróttaiðkun okkar og þau hafa lifað og hrærst í þessu með okkur og verið virk í starfi flokk- anna og pabbi var um tíma í meistara- flokksráði Vals þannig að þau hafa ekki haft síður gaman af þessu en við. Þau fylgdu okkur á flest mót bæði hér á landi og erlendis, mæta alltaf á völlinn þegar þau geta, ekki síður í dag,“ og finnst írisi slíkur stuðningur foreldra greinilega mikilvægur. Hvernin var kvennaboltinn hjá Val pegar pií byrjaðir 1989? „Við vorum ekki mjög margar og yngst var 4. flokkur þannig að aldursbilið var breitt í hópnum. Mér fannst þetta skemmtilegt og ég eignaðist margar góð- ar vinkonur á þessum árum í Val. Við æfðum yfirleitt bara einu sinni til tvisvar í viku í litla salnum og maður keypti miða á æfingar en engin félagsgjöld voru innheimt. Okkur gekk ekkert sérstaklega vel á mótum til að byrja með en árið 1991 urðum við fyrstu Reykjavíkur- meistarar kvenna utanhúss í 4. flokki og spiluðum til úrslita á pæjumótinu í Vest- mannaeyjum. Sama ár urðum við ís- landsmeistarar í 4. fl. kvenna utanhúss og eru það fyrstu Islandsmeistarar Vals í yngri flokkum kvenna í knattspyrnu. Það var ógleymanlegt. Við kepptum til úrslita á Hlíðarenda við Breiðablik og KR. Við höfðum yfirleitt tapað fyrir Breiðablik en í þetta skiptið unnum við og einnig KR og að taka á móti titlinum við hliðina á styttunni af séra Friðrik, það var alveg ólýsanlegt," segir hún stolt. ÁGothia Cup 13 ána Árið eftir var farið á sterkt knattspyrnu- mót Gothia Cup í Svíþjóð og sú ferð var ákaflega eftirminnileg og segist hún t.d. muna eftir Eiði Smára nokkrum, bólu- gröfnum síðhærðum IR gutta og voru stelpumar að leika fótbolta með honum en þá strax var hann orðinn ótrúlega góð- ur í fótbolta. „Við náðum í 8 liða úrslit á þessu sterka móti og lengi vel var það besti árangur sem íslenskt lið hafði náð. Það var athyglisverður árangur þar sem 3. flokkur spilaði þá hér heima bara 7 manna bolta en úti voru 11 í liði. Þetta var mjög skrýtið, við kunnum ekki einu sinni rangstöðuregluna, mig minnir að ég hafi verið rangstæð nánast allt mótið,“ segir hún og kímir. Æfði með stelpum úr gullaldarliði Vals Árið 1996 varð íris bikarmeistari með 2. flokki og var það næsti stóri titill á ferl- inurn. Nú eru flest allar stelpurnar hættar og er Iris sú eina úr 1979 árgangnum sem enn er að, en í næstu árgöngum á 60 Valsblaðið 2003

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.