Valsblaðið - 01.05.2003, Side 65

Valsblaðið - 01.05.2003, Side 65
Framtíðarfólk Stefán Helgi Jönsson meistaraflokki karla í knattspyrnu Stefán leikmaður 7. fl. Vals 1988. Fæðingardagur og ár: 31. mars 1980. Nám: Er að ljúka hagfræði í HÍ. Kærasta: Guðbjörg S. Bergsdóttir. Hvað ætlar þú að verða: Ég ætlaði mér alltaf að verða stór en það gekk ekki svo nú er stefnan sett á að verða hagfræðingur. Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að verða: Minni. Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: 1. sæti í 1. deild. Af hverju fótbolti: Skemmti- legasta íþróttin. Eftirminnilegast úr bolt- anum: Þegar Bjössi fór á klósettið í miðjum leik. Ein setning eftir tímabil- ið: Lærum af mistökunum. Skemmtilegustu mistök: Þegar ég gekk á ljósastaur á Laugaveginum. Mesta prakkarastrik: Þegar ég hefndi mín á Kristni félaga mínum. Svakaleg hefnd! Fyndnasta atvik: Þegar Gummi Brynjólfs hand- leggsbrotnaði í fót- boltaleik og uppgötvaði það ekki strax, tók því næst innkast og öskraði eins og honum einum er lagið. Stærsta stundin: Þegar ég fæddist. Hvað hlæir þig í sturtu: Bergur Bergsson. Athygtisverðasti Ieikmaður í meistara- flokki: Kristinn Svanur Jónsson. Hver á Ijótasta bílinn: Baldvin, vinnu- bíllinn hans er rosaleg drusla. Hvað lýsir þínum húmor best: Aulahúmor. Fieygustu orð: Láttu aldrei kappið bera fegurðina ofurliði. Mottó: Gerðu alltaf þitt besta. Fyrirmynd í boltanum: Guðni Bergs- son og Zinedine Zidane. Leyndasti draumur: Að verða atvinnu- maður í fótbolta. Við hvaða aðstæður tíður þér best: Þegar Cyberg meðlimir hittast og eiga góða stund saman. Hvaða setningu notarðu oftast: Hvað er í gangi! Skemmtulegustu gallarnir: Víxla stundum orðum. Hvað er það fallegasta sem hefur verið sagt við þig: Þú er besti frændi minn. Fullkomið laugardagskvöld: Ég og Gugga að borða góðan mat og slappa af. Hvaða flík þykir þér vænst um: Levi’s gallabuxumar mínar. Besti söngvari: Thom Yorke. Besta htjómsveit: Radiohead. Besta bíómynd: Godfather I. Besta bók: High fidelity. Besta lag: Scientist með Coldplay. Uppáhaldsvefsíðan: www.valur.is. Eftir hverju sérðu mest: Engu. Ef þú yrðir að vera einhver annar: Þá myndi ég ekki vilja vera Kr-ingur! 4 orð um Njál þjálfara: Hleypur eins og héri. Ef þú værir aivaldur í Val hvað mynd- ir þú gera: Leggja mikla áherslu á yngri flokka starf, því það er jú grundvöllur- inn fyrir því að Valur verði aft- ur stórveldi í íslenskri knattspymu.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.