Valsblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 34
barst mér ekki eins fljótt öðrum Völsur-
um þar sem ég kem utan af landi, en það
voru ekki mörg lið sem voru jafn áber-
andi og Valur þegar ég var yngri og því
ekki annað hægt en að smitast og nú er
maður rauður í gegn.“
Hvernig líst þér á starfið hjá Val?
„Starfið sem slíkt er mjög víðtækt og
spennandi og framundan eru spennandi
tímar í uppbyggingu Vals. Það eru allir því
sammála að hefja þarf félagið upp á ný og
fjölga iðkendum í öllum deildum. Það eru
margir tilbúnir að hjálpa til við það verk-
efni og gott er að vera í þannig umhverfi.
Ég er mjög ánægður með að starfa fyrir
Val. Hlakka ég rnjög til að takast á við þá
vinnu sem fylgir uppbyggingunni og
bjóða iðkendum góða þjónustu samfara
þeim breytingum sem verða á félaginu
með tilkomu nýrrar aðstöðu."
íþpóttanámskpá Vals í smíðum
Þórður hefur í haust tekið þátt í vinnu að
gerð íþróttanámskrár Vals og hefur líkað
það starf vel. Hann segir námskrána sem
slíka vera mjög þarfa fyrir hvert íþrótta-
félag. Hún mótar framtíðarstefnu í upp-
byggingu íþrótta og tómstunda hjá Val.
Með íþróttanámskránni er sett frarn bæði
framkvæmda- og þjálfunarskipulag fé-
lagsins. Þar er að finna almennar upplýs-
ingar um félagið, hvernig lagt er upp
með þjálfun bama og unglinga innan fé-
lagsins og almenna uppbyggingu og
stjórnun íþrótta. Fjallað er um þroska
barna og unglinga og ýmis þjálffræðileg
og uppeldisleg atriði sem fyrir þá sem
starfa með börnum og unglingum er
nauðsynlegt að vita. Námskráin getur
auðveldað þeim sem vinna að starfi fé-
lagsins, bæði hvað varðar skipulagningu
og þjálfun.
„Einnig stefnum við á að útbúa
námskrá fyrir hverja deild fyrir sig þar
sem þjálfarar geta sótt aðferðir og efni
sem samkvæmt stefnu félagsins ætti að
taka fyrir hverju sinni hjá yngri flokkum
Vals. Þar kæmi fram hvaða þætti ætti að
vinna með hjá hverjum flokki fyrir sig.
Mun það auðvelda starf þjálfara þar sem
þeir geta séð hvað búið er að kenna
hverjum flokki og geta því betur skipu-
lagt vinnu sína sem mun leiða til betri
undirbúnings, betri framkvæmdar og
vonandi betra félags almennt.“
Heimsóknip í gpunnskóla í hvepfinu
Þórður telur erfítt að segja hvort heim-
sóknimar sem slíkar hafi skilað fleiri
iðkendum til félagsins, en þær hafi vakið
athygli og félagið hafi minnt á sig bæði
hjá krökkunum og skólunum í hverfinu.
Heimsóknirnar séu þó bara einn þáttur í
útbreiðslustarfsemi Vals, sem vonandi
mun skila sér í fjölgun iðkenda.
„Við heimsóttum krakka í 1. - 7. bekk
í Austurbæjar-, Hlíða-, Háteigs- og ís-
aksskóla í byrjun október og var tekið
vel á moti okkur á öllum stöðum. Með
mér komu nokkrir valinkunnir Valsarar.
Herramenn eins og Guðni Bergs, Geir
Sveins, Pétur Guðmunds, Markús Máni
og Oskar Bjarni, spjölluðu við krakkana
og hvöttu til almennrar íþróttaiðkunar
um leið og þeir afhentu kynningarbæk-
ling Vals og buðu krakkana velkomna á
Hlíðarenda. Einnig gáfum við hverjum
bekk einn bolta fyrir krakkana til að nota
á skólalóðinni.“
Hvaða hugmyndip hefup bú um að efla
hapna- og unglingastapfið hjá Val?
Þórður telur ýmislegt þurfa að gera, bæði
til þess til þess að laða að nýja iðkendur
og til þess að halda þeim krökkum sem
stunda íþróttir við efnið. Hann segir fé-
lagið leggja áherslu á að vera með mjög
hæfan hóp þjálfara í öllum deildum sem
skilar sér vel þegar fram líður hvað varð-
ar iðkendur og orðstír félagsins í bama-
og unglingaþjálfun. Hann segir mjög
mikilvægt að þjálfarar séu agaðir hvað
varðar vinnu sína sem og annað, séu
undirbúnir og taki starf sitt alvarlega.
„Mér finnst líka athyglisverð hugmynd
að svokölluðum byrjendaflokki sem skot-
ið hefur upp kollinum eftir samtal við
nokkra þjálfara. Þar gætu krakkar komið
á æfingar þar sem farið yrði í ýmsa leiki
og æfingar sem tengjast íþróttagreinunum
sem stundaðar eru hjá Val. Þá fengju
krakkamir að kynnast þeim greinum sem
era í boði hjá Val og gætu valin sér grein
eða greinar eftir því. Það væri bæði hægt
að hafa það aðskilið milli deilda eða sam-
eiginlegt þar sem krakkamir fengju
kennslu í greinunum. Fyrir þessa krakka
væri rukkað lítið sem ekki neitt æfinga-
gjald þar sem þetta væri einungis einu
sinni í viku og stuttan tíma í senn. Einnig
stendur til að reyna að endurvekja íþrótta-'
skóla Vals fyrir börn 3-5 ára. Þar er um
að ræða hinn venjulega íþróttaskóla þar
sem farið yrði í allskyns leiki og þrauta-
brautir þar sem foreldrar fylgja bömunum
og taka jafnt þátt eða fylgjast með.“
Kynningapstapf mikilvægt
Þórður segir að hver deild gæti tekið að
sér að halda sérstakan kynningardag á
sinni íþrótt þar sem krökkum úr skólum
hveftsins og annars staðar að yrði boðið
að mæta og sjá hvernig er á Hlíðarenda.
Einnig væri hægt að gera þetta sameigin-
lega hjá deildunum og halda einskonar
Valshátíð. „Þetta eru þó einungis hug-
myndir sem vert er að athuga og er ekk-
ert ákveðið í þeim efnum. Ef einhverjir
hafa aðrar, nýjar og góðar hugmyndir þá
vil ég endilega heyra í þeim og athuga
hvort þær hugmyndir myndu hjálpa Val
að verða að ennþá betra félagi.“
Hvaða skilaboð viltu að lokum
senda til allpa iðkenda í
yngpi flokkum Vals?
„Ég vil einfaldlega hvetja þau til að halda
áfram og leggja hart að sér því það mun
að lokurn skila sér, hvort sem er á íþrótta-
vellinum eða annars staðar. Almenn
íþróttaiðkun gefur svo mikið af sér þegar
til framtíðar er litið og hún er góður und-
irbúningur fyrir það sem koma skal.“
Nokkrir efnilegir valsmenn á góðri stundu.
34
Valsblaðið 2003