Valsblaðið - 01.05.2003, Page 11

Valsblaðið - 01.05.2003, Page 11
Að venju var íþróttamaður Vals valinn á gamlársdag. Sigurbjöm Hreiðarsson, fyrirliði m.fl. í knattspymu fékk heiðurs- titilinn íþróttamaður Vals árið 2002. Þorrablótið var illa sótt að venju. Hefur stjórn félagsins ákveðið að gera eina tilraun enn til að halda þorrablót, sem yrði þá veglegt og hefur Óttar Felix Hauksson, athafnamaður, verið skipað- ur formaður þorrablótsnefndar. Ef Óttar getur ekki búið til gott stuð þá getur það enginn. Sumarbúðir í borg gengu mjög vel að þessu sinni. Valsmenn voru fyrstir íþróttafélaga í Reykjavík til að bjóða borgarbúum þessa þjónustu og hafa ávallt haldið sínum sess. Var góð rekstr- arafkoma af sumarbúðunum í ár auk þess sem þær eru sterkur Iiður í útbreiðslu- starfi félagsins. Það hafa margir góðir Valsmenn tekið sín fyrstu skref á Hlíðar- enda í sumarbúðunum. Herrakvöld Vals Herrakvöld Vals var á sínum stað fyrsta föstudag í nóvember. Guðni Bergsson var veislustjóri og Þórólfur Ámason, borgarstjóri var heiðursgestur og ræðu- maður kvöldsins. Þátttaka var vel á þriðja hundrað manns. Mjög vel tókst til rekstrarlega og var afrakstur af kvöldinu meiri en nokkru sinni fyrr. Ómar Sigurðsson hefur haft umsjón með herrakvöldinu mörg undanfarin ár en hefur nú dregið sig í hlé tímabundið (!) og voru honum þökkuð frábær störf við upphaf dagskrár kvöldsins. Valsblaðið Valsblaðið ér væntanlegt um jólin sam- kvæmt hefð en nú undir stjóm nýs rit- stjóra Guðna Olgeirssonar. Þorgrímur Þráinsson hefur verið ritstjóri blaðsins mörg undanfarin ár, en gat ekki sinnt því að þessu sinni vegna anna, en Þorgrímur er þó áfram formaður ritnefndar. Þor- grímur hefur unnið ómetanlegt starf við að halda utan um þá mögnuðu heimilda- skrá sem Valsblaðið er um líf og starf í Val að Hlíðarenda. Allir Valsmenn þakka Þorgrími þessi frábæru störf. Guðni er ekki öfundsverður af því að fara í (takka)skóna hans Þorgríms í ritstjóra- starfmu, en Guðna fylgja að sjálfsögðu góðar óskir. Valsblaðið er eitt af fjöreggj- um Vals, sem leggja verður kapp á að varðveita sem best. Gerður Guðnadóttir við hlið upplýsingaskiltisins að Hlíðarenda en þar má finna ýms- anfróðleik umfélagið. Lokaorð I upphafi árs var skipuð nefnd til að koma fram með tillögur um stefnumótun Vals til næstu ára: Knattspymufélagið Valur á aldarafmæli félagsins árið 2011. Vom valdir nokkrir valinkunnir athafnamenn í nefndina. Því miður hefur starfi nefndar- innar seinkað vegna anna nefndarmanna. Að mati stjómar félagsins er þetta gríð- arlega mikilvægt starf, sem vanda þarf til og er við hæfí að verði tekið föstum tök- um nú, þegar félagið horfir til nýrrar framtíðar skuldlaust með uppbyggingu glæsilegrar starfsaðstöðu framundan. Verður þráðurinn nú tekinn upp í ljósi þess að framkvæmdasamningur við Reykjavíkurborg er að komast í höfn. Það er mjög mikilvægt að skilgreina hlutverk Vals í samfélaginu, setja félaginu mark- mið í öllu starfi sínu og ákveða stefnu til að ná þessum markmiðum. Eins og fram kemur í þessari skýrslu er ótrúlega mikill fjöldi hæfra einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að vera Vals- menn. Þessir einstaklingar em margir hveijir að leggja á sig mikið og óeigin- gjamt starf fyrir félagið og það skal þakk- að. En við Valsmenn vitum að við verðum að leggja enn meira á okkur til að verða aftur besdr - árangurslega og félagslega. Knattspymufélagið Valur á mikla hefð sem eitt mesta afreksfélag íslands í knatt- greinum. Þessa hefð verður að rækta. Allir Valsmenn em hvattir til að leggja félaginu áfram allt það lið sem þeir mega. Bestu óskir um gleðileg jól með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Grímur Sœmundsen formaður Valsmaðurinn Guðni Bergsson var gerð- ur að sérstökum sendiherra Vals í hófi sem aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals hélt honum til heiðurs síðla sumars, eftir glœsilegan atvinnuferil með Bolton og Tottenham. Grímur Sœmundsen formað- ur Vals (t.h.) afhenti Guðna viðurkenn- ingarskjalið auk þess sem árituð Bolton treyja var afhent félaginu við sama tœki- fœri. Elín Konráðsdóttir, eiginkona Guðna, og Bergur sonur þeirra eru enn- fremur á myndinni. Valsblaðið 2003 11

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.