Valsblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 38

Valsblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 38
Hljómsveitin Einsdœmi 30 árum eftir að hún hóf leik á Seyðisfirði og er enn að. Frá vinstri talið: Gísli Blöndal. Ólafur Már, Magnús Einarsson, Ingólfur Steins- son, Halldór Gunnarsson og Gylfi Gunn- arsson. Valsbandið á dansleik að Hlíðarenda 1992. Frá vinstri talið: Ólafur Már, Ótt- ar Felix Hauksson, Guðmundur Frí- mannsson og Dýri Guðmundsson. A myndana vantar Einar Óskarsson sem lék á trommur. vinna í netagerð. Fljótlega fór hann að leika fótbolta með strákunum á Seyðis- firði með Hugin. „Mér fannst umgjörðin um knattspyrnuna ekki nægilega góð hjá félaginu og þrátt fyrir áhuga hjá strákun- um var metnaðurinn ekki nægur að mínu mati,“ segir Olafur ákveðið. „Ég lék nán- ast óslitið með meistaraflokki Hugins í knattspymu frá sumrinu 1972 til 1984 og ég lék milli 150 - 160 opinbera leiki með í deild og bikar. Ég spilaði yfirleitt á vinstri vængnum og síðar vinstra megin á miðjunni en ég er afskaplega mikill vinstrifótarmaður, er nánast einfættur og nota hægri fótinn nánast eingöngu til að styðjast við. Ég þótti nokkuð sparkviss með vinstri og hlutverk mitt var að mata framherjana á sendingum auk þess að setja eitt og eitt. Ég man t.d. eftir að hafa skorað tvö keimlík mörk beint úr horn- spyrnu með því að skrúfa boltann á stöngina fjær. Þetta eru með mínum eft- irminnilegu mörkum, sérstaklega þar sem við unnum í báðum tilfellum leik- inn,“ segir Olafur dreyminn á svip. „Huginn lék yfirleitt í 3. deild og stundum fengum við ágæta styrkingu þegar strákar komu að sunnan og léku með okkur. Ég kynntist á þessum árum mörgum mjög skemmtilegum strákum og þau bönd sem bundust á þessum árum halda og ég hef ágætt samband við ýmsa af þessum strákum. Félagsskapurinn í kringum íþróttaiðkun er að mínu viti ómetanlegur og hann fylgir mönnum yf- irleitt inn í framtíðina. Ég var formaður knattspyrnudeildar Hugins nánast allan tímann og stóð m.a. að útgáfu á blaði fé- lagsins og fannst það tilheyra alvöru fé- lagi eins og ég þekkti frá Eyjum og Val. Mér fmnst mjög mikilvægt að gefa út ársrit félaga en það er ómetanleg heimild um starfsemina" segir Olafur. Aídrifaríkun handboltaleikur Olafur var líka liðtækur í handbolta og átti sú íþrótt eftir að breyta miklu í lífi hans. „Ég lék fótbolta á sumrum en handbolta á veturna og við unnum ófáa Austurlandsmeistaratitla í handbolta og tókum einnig þátt í Islandsmótum. Það má segja að handboltinn hafi breytt miklu í mínu lífi, en á handboltamóti fyr- ir austan árið 1974 brákaðist ég á fingri og ég þurfti að fara í fatla og gat því ekk- ert unnið í netagerðinni. Það varð m.a. til þess að ég snéri mér nánast fyrir tilviljun að verslunarrekstri og ég keypti verslun- ina Brattahlíð og starfaði þar sem kaup- maður óslitið til 1984 þegar ég flutti til Reykjavíkur. I Reykjavík hef ég bæði unnið hjá Bræðrunum Ormsson og hjá Hörpu, nú Hörpu Sjöfn og starfa nú sem deildarstjóri heimilistækjadeildar hjá Ormsson þannig að 1. mars á næsta ári hef ég verið 30 ár samfellt í verslun og viðskiptum." í stjórn knattspynnudeildar Vals 1986 Árið 1986 hófust fyrir alvöru afskipti Ólafs af félags- og stjórnunarstörfum í Val. „Ég var beðinn að setjast í stjóm knattspyrudeildar og var þar frá 1986 - 1993. Ég kom síðan aftur inn í stjómina frá 1999 - 2002 sem formaður unglinga- ráðs knattspyrnudeildar Vals. Þegar ég lít til baka yfir stjórnarárin í Val, þ.e. 10 ár samtals, þá finnst mér standa upp úr starfið í unglingaráðinu, þrátt fyrir að á fyrra stjórnartímabilinu hafi margir sætir sigrar unnist, t.d. síðasti Islandsmeistara- titill meistaraflokks karla 1987 og nokkr- ir bikarmeistaratitlar, m.a. þrjú ár í röð 1990 - 1992. Valsmenn léku ógleyman- lega leiki á þessum tíma, t.d. við Juvent- us, Nantes, Mónaco og fleiri stórlið. Það er einnig minnisstætt þegar við fórum með Valsliðið í heimsókn til Seyðisfjarð- ar sumarið 1992 og lékum þar við Hug- in. Á þeim tíma var Valur bikarmeistari og innan liðsins nokkrir okkar þekktustu knattspymumanna sem léku einnig með landsliðinu. Þessi heimsókn vakti mikla athygli á Austurlandi, ekki síst vegna þess að með okkur í för var Guðni Bergsson, þá leikmaður með Tottenham. Guðni spilaði með Hugin þennan leik á móti félögum sínum í Val til að stykja lið gestgjafanna. Mér fannst afar ánægulegt að geta komið á Seyðisfjörð með eitt sterkasta knattspymulið landsins á þeim tíma til að leika gegn mínu gamla félagi, Hugin og um leið eflt þau sambönd sem ég tel að félög í Reykjavík eigi að rækta við landsbyggðarliðin. Knattspyrnu- og uppeldisstefna Vals Það sem ber hæst á stjómarferlinum er að mínu mati uppbyggingarstarf í unglinga- ráðinu þar sem ég vann með mjög góðu fólki að stefnumótunarvinnu og rekstri yngri flokka félagsins. Hæst ber vinna við knattsyrnu- og uppeldisstefnu Vals sem unglingaráðið vann að og gaf út á 90 ára afmæli Vals 2001. Mér' fannst alltaf vanta skýr markmið og leiðarljós með starfi félagins. Ef við berum gæfu til að vinna markvisst eftir nýrri knatt- spymu- og uppeldisstefnu þá held ég að við getum byggt upp mjög öflugt félag að Hlíðarenda að nýju. Þá er lykilatiði að unglingamálin verði í góðu lagi, bæði stjómun og rekstur, öll umgjörð og ekki síst þjálfun. Slæmt aðgengi háir hins vegar í dag starfinu að Hlíðarenda að mínu mati en ég hef miklar væntingar til framtíðarskipulags að Hlíðarenda í sam- ræmi við áætlanir um uppbyggingu á svæðinu og ég tel að það skipti einnig mjög miklu máli ef félagið á að ná sér á strik aftur,“ segir Ólafur og fylgir orðum sínum eftir af mikilli sannfæringu og tal- ar opinskátt út frá eigin reynslu. Kvennaboltinn ber hróður knattspyrnunnar uppi hjá Val um þessar myndír Ólafi finnst greinilega ekki nægjanlega vel hafa verið staðið að starfinu hjá Val. Hann segir ákveðið: „Mér finnst ekki hafa verið nægilega vel staðið að ung- lingastarfi hjá félaginu um alllangan tíma og það segir sína sögu að félagið hefur ekki orðið íslandsmeistari í meist- araflokki karla í 16 ár. Kvennaboltinn 38 Valsblaðið 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.