Valsblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 25

Valsblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 25
Eftir flnna Gunnar Ragnarsson Fyrstu skrefin að heimasíðu Knatt- spyrnufélagsins Vals voru tekin árið 1996 þegar fært var í mál við mig að taka að mér vinnu við að koma upp heimasíðu Vals á netinu. Ég hafði aldrei komið nálægt neinu slíku og renndi al- veg blint í sjóinn hvað þessa vinnu varð- aði. Ég keypti mér bók unt HTML og byrjaði bara. Ekki man ég nú svo vel hversu langan tíma það tók að koma upp fyrstu útgáfu vefsins, en ég veit að ég var rnjög stoltur af verkinu. Eftir á að hyggja get ég nú ekki sagt að fyrstu útgáfur hafi verið neitt til að hrópa húrra yfir, enda var ég að taka mín fyrstu skref í vef- smíði. Efni fyrsta vefjarins byggðist að mestu upp á fréttum og úrslitum sem ég setti inn sjálfur og var það geysileg vinna og yfirlega að halda þeim vef við. Fyrst var síðan vistuð hjá íslenskum Getraunum á www.toto.is/felog/valur/. Það voru þó nokkur félög sem vistuðu vefína sína hjá Getraunum, og nokkur sem gera það enn. Þeir voru svo greið- viknir að gera þetta án nokkurs kostnað- ar fyrir félögin og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir hjálpina við að taka fyrstu skrefin. Vefurinn gekk í gegnum margar útlits- breytingar fyrstu árin, mestmegnis vegna þess að ég hafði svo gaman að þvf að vinna við þetta. Með þessari stuttu grein fylgja nokkur skjáskot úr fortíðinni sem gaman er að skoða. Vefur knattspyrnudeildar Árið 1999 tók knattspyrnudeildin sig til og hóf vinnu við eigin heimasíðu. Pétur Örn Sigurðsson sá að mestu um að safna efni fyrir síðuna sem var, og er, geysi- lega efnismikil. Þar voru listaðir allar stjórnir deildarinnar frá upphafi, saga knattspyrnunnar í Val, allir Evrópuleikir skráðir og margt fleira. Þar er fjallað sér- staklega um Jón Karel Kristbjörnsson sem lést nteð sviplegum hætti í leik Vals og KR 15. júní árið 1933. Þessi gamli vefur er enn aðgengilegur á slóðinni http://www.valur.is/knattspyrna/. Þess skal þó geta að sumar af þeim upplýsing- um sem þar er að finna hafa ekki verið uppfærðar. Pétur vann þama gríðarlegt þrekvirki að safna öllum þessum upplýsingum og kann ég konum miklar þakkir fyrir. Hann lá yfir gömlum Valsblöðum og öðmm heimild- um, bæði að Hlíðarenda og á skrifstofu KSI til að koma þessu rétt út á vefinn. Þróun Um það bil ári eftir að vefur knatt- spyrnudeildar fór í loftið tók ég í notkun fyrsta gagnagrunnstengda vefinn. Var þar notast við forritunarmálið ASP og Access gagnagrunn frá Microsoft. Þegar hér var komið við sögu var vefurinn kominn í vistun hjá Landssímanum, þar sem hann er enn í dag. Það var mikið skref að taka í notkun þann vef. Hann auðveldaði allar uppfærslur á vefnum og gaf fleirum kleift að taka þátt í efnisöfl- un á auðveldann hátt. I byrjun árs 2001 hóf ég vinnu við nýj- an og byltingarkenndann vef fyrir félag- ið, og er það sá vefur sem er virkur í dag. Ég ákvað að stækka gagnagrunninn og færa mig yfir í Microsoft SQL Server 2000 gagnagrunn sem er geysilega öfl- ugur. Til þess að geta tekið við öllum þeim gögnum sem ég sá fyrir mér að kæmu inn á vefinn, þyrfti stóran gagna- grunn. Vinnan við þennan vef tók þó nokkra mánuði og mig minnir að hann hafi leyst hinn gamla af hólmi þegar ein- hverjar vikur voru liðnar af leiktíðinni í fótboltanum árið 2001. Ég held ég sé ekki að ýkja mikið þegar ég segi að ég haft eytt allt að 40 - 50 tímum á viku í þessa vinnu í þó nokkra mánuði. Ég bjó í Noregi þegar þessi vinna fór fram og öll skipulagsvinna fór fram í gegnum tölvu- póst á milli mín og stjórnenda félagsins. I .tlokkur karla komnir I SS-brkarsms. IR var yfir í hð HANOBOLTI KORFUBOITI R6ÍV1KK DEILD KARLA M/MVX, DEILD KVENNA korfubolti: 1. deild karla rmrjur siyur A Grótlu/KK 'ór langt m*B it Iryagja t*r tm Valsblaðið 2003 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.