Valsblaðið - 01.05.2003, Side 39

Valsblaðið - 01.05.2003, Side 39
Ólafur Már Sigurðsson og fjölskylda á fimmtugsafmœlinu 29. nóv. 2003. Frá vinstri: Böm Ólafs: Stella Hrönn Hildur, Bjarki Már, Ólafur Ægir, afinœlisbarnið, Jónína Þóra, Sigrún Ægisdóttir kona Ólafs og Einar Páll Kjœrnested tengdasonur. hefur reyndar verið rós í happagatið hjá félaginu undanfarin ár og þar fínnst mér hafa verið mun betur að verki staðið. Það er að verða ár og dagur síðan Valur vann titla í meistaraflokki karla og þær kyn- slóðir sem nú eru að vaxa úr grasi þekkja ekki Val sem sigursælt knattspymufélag, nema í kvennaboltanum. Stelpumar urðu í sumar Reykjavíkurmeistarar, bikar- meistarar og voru ekki langt frá því að landa íslandsmeistaratitli og það er bara tímaspursmál hvenær stelpumar ná alslemmu og ég spái þeim íslandsmeist- aratitli næsta sumar. Stelpumar eru nú þegar orðnar reynslumiklar þótt flestar séu ungar að árunt og ég horfi mjög björtum árum til næstu ára í kvennabolt- anum,“ segir Ólafur. Slæm staða í karlaboltanum Þegar talið berst að stöðu knattspymu karla hjá Val þyngist brúnin á Ólafi og hann er greinilega ekki sáttur við stöðu mála. „Valur hefur verið að flakka á milli deilda undanfarin ár og féll að mínu viti óverðskuldað úr úrvalsdeild í sumar en það er staðreynd að félagið leikur í 1. deild á næsta ári, í þriðja sinn á 5 árurn og því er erfítt að kyngja. Þegar Valur féll fyrst á milli deilda 1999 leið mér mjög einkennilega. Þetta atvik líður mér aldrei úr minni, þegar ég ók heim frá Grindavík eftir síðasta leik og fallið var staðreynd í fyrsta sinn í sögunni vom sporin óbærilega þung. Þegar Valur féll öðra sinni 2001 voru sporin vissulega mjög þung og líðanin slæm en þegar við féllurn í þriðja sinni nú í haust var maður einkennilega dofinn. Þá spurði ég sjálfan mig hvort maður væri farinn að sætta sig við meðalmennskuna, þ.e. þetta væri í sjálfu sér ekkert stórmál. Nú finnst mér að félagið eigi að fara í alvarlega nafla- skoðun og leggja áherslu á að byggja sig upp til framtíðar. Við eigum aldrei að sætta okkur við meðalmennsku hjá Val, þá er eitthvað mikið að“ segir Ólafur og er greinilega þungt í honum hljóðið. Sigunsælir unglingaílokkar lykilatriði Ólafur telur að sigursælir unglingaflokk- ar séu lykillinn að öflugum meistara- flokki. Skýr markmið verða að vera með starfmu og leggja þarf alúð við að ráða sem besta þjálfara. „Eg vil að félagið vinni markvisst eftir knattspymu- og uppeldisstefnu og setji einnig afreks- stefnu sem hefjist í 3. flokki karla og 2. flokki kvenna og fylgi henni fast eftir. Við þurfum að fjölga iðkendum í yngri flokkunum þar sem sumir flokkarnir era mjög þunnskipaðir þannig að eitt af brýnustu verkefnunum er að fjölga iðk- endum og bæta þjálfunina" segir Ólafur. „Gerð íþróttanámskrár Vals er á loka- stigi, fyrir liggur knattspyrnu- og uppeld- isstefna, búið er að ráða íþróttafulltrúa og næsta stórverkefni er að byggja upp markvissa afreksstefnu og fylgja henni fast eftir. Mér finnst að Valur eigi að stefna að því að vera ávallt í fremstu röð og til þess að svo megi verða þá þarf fé- lagið að leggja metnað í að ala upp eigin knattspyrnumenn,“ segir Ólafur ákveðið. Aukið samstarf við grunnskóla hveríisins Ólafur sér fyrir sér miklu sterkara sam- starf Vals við skólana í hverfmu. „Mér finnst umgjörðin hér á Seltjamamesi miklu betri en ég er núna að ala upp tvo stráka sem æfa með Gróttu í fótbolta. Æfmgamar era hér hluti af heildstæðum skóladegi og bömin þurfa aldrei að fara yfir hættulegar umferðargötur. Börnin mæta í skólann rúmlega 8 og kl. 4 er allt starf barnanna búið, bæði grunnskólinn, tónlistarskólinn og æfingar hjá Gróttu. Ég færi ekki að slíta krakkana núna úr þessu umhverfi til að koma þeim á æf- ingar að Hlíðarenda en þeir taka síðar sjálfir ákvörðun um hvað þeir gera og ég mun styðja þá eftir rnætti," segir Ólafur sem er greinilega mjög ábyrgur og um- hyggjusamur faðir. Ólafi finnst að sam- bærilegt skipulag sé mjög æskilegt að Hlíðarenda. „Ég tel að íþróttir séu eitt al- besta forvamarstarf sem til er og ég vil sjá opinbera aðila koma í auknurn mæli inn í starfið og kosti þjálfun barnanna hjá íþróttafélögum og verði viðurkenndir sem viðbótaríþróttakennarar og þjálfarar, a.m.k hjá yngri iðkendum. Mér finnst lykilatriði að íþróttaiðkun bama verði liður í heildstæðum og samfelldum skóladegi barnanna," segir Ólafur og leggur áherslu á þessa skoðun sína. Sérðu fyrir þér að þú einir eftir að setjast aftur í stjérn hjá Val? Ólafur verður hugsi yfir þessari spumingu en segir svo eftir umhugsun: „Maður á aldrei að segja aldrei en nú ætla ég að ein- beita mér að því að fylgjast með bömun- um mínum, taka þátt í starfinu með þeim sem foreldri. fara á mót og styðja þá sem best ég get. Lottómót, Pollamót og Essómót taka inikinn tíma og við reynum öll fjölskyldan að taka þátt í þessum mót- um og njótum þess mjög og höfum kynnst mörgum í gegnum þetta félags- starf. Það er lykilatiðið að foreldrar styðji börnin í íþróttum, hvetji þau til dáða og ræði hvemig til hafi tekist, bæði á æfing- um og í keppni. Við eigum að hlusta á bömin og taka þátt í sigram þeirra og einnig þegar illa gengur, þá er mikilvægt að hvetja þau og styðja. Á æskuheimili mínu í Vestmannaeyjum var t.d. ekki rætt mikið um knattspymu en hjá nágrönnum mínum, þ.e. á heimili Ólafs og Ásgeirs Sigurvinssona, var knattspyman rædd ofan í kjölinn og þar voru strákamir ekki skammaðir fyrir að koma haugdrullugir heim eftir æfingu, það var bara merki um að menn hefðu lagt sig fram,“ segir Ólaf- ur og telur greinilega mikilvægt að bömin fái góðan stuðning frá foreldrum. Valsblaðið 2003 39

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.