Valsblaðið - 01.05.2003, Side 22
Viðurkenning á uppskeruhátíð handknattleiksdeildar vorið 2003 fyrir að hafa spilað 150
leiki í meistaraflokki fyrir Val. Frá vinstri talið: Freyr Brynjarsson, Bjarki Sigurðsson,
Snorri Steinn Guðjónsson, Berglind íris Hansdóttir og Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir.
Sveinsson af störfum sem þjálfari meist-
araflokks eftir að hafa stýrt liðinu í fjögur
ár. Eftirsjá er í Geira enda er hann einn
allra færasti þjálfari og handboltakappi
landsins. Við Valsmenn þökkum honum
frábært samstarf undanfarin ár og vonum
að þekking hans og reynsla nýtist okkur
áfram um ókomin ár. Sem betur fer erum
við Valsmenn ekki á flæðiskeri staddir
þjálfaralega og við liðinu tók Oskar Bjami
Óskarsson, gallharður Valsari með mikla
reynslu og þekkingu á félaginu. Ekki ónýtt
að geta leitað í okkar raðir að jafn heilum
og hæftleikaríkum einstaklingum.
Viðurkenningar í meistaraflokki kvenna í
handknattleik. Drífa Skúladóttir fyrir
mestu framfarir, Hafrún Kristjánsdóttir
ejhilegust og Berglind Iris Hansdóttir leik-
maður meistaraflokks. Berglind var einnig
kjörinn markmaður ársins á lokahófi HSI.
Meistaraflokkur kvenna styrkist
í meistaraflokki kvenna var haldið áfrarn
að byggja á ungu stelpunum, sama stefna
og hjá strákunum. Guðríður Guðjóns-
dóttir var á sínu fyrsta ári sem þjálfari
meistaraflokks kvenna og var uppskeran
besti árangur liðsins í langan tíma. Liðið
er ungt að árum og hér er verið að
byggja til framtíðar. Það er ljóst að mikl-
ir hæfileikar og áræðni býr í hópnum en
liðið verður að sýna þolinmæði og ekki
er spurning að stúlkurnar munu ná þeim
árangri sem þær vilja þegar fram líða
stundir. Gengið var frá samningum við
Guðmundur Arni Sigfússon á handbolta-
œfingu í Valsheimilinu.
stóran hluta hópsins til 3ja ára og mark-
miðið er að koma kvennaboltanum á
Hlíðarenda í fremstu röð.
Líkt og hjá strákunum misstu stelpurn-
ar fyrirliða sinn til margra ára er Eivor
Pála Blöndal ákvað að söðla um og flytj-
ast til Þýskalands líkt og Snorri Steinn.
Eygló Jónsdóttir gekk til liðs við
Fylki/ÍR og Lilja Hauksdóttir lagði
skóna á hilluna ásamt Hafdísi Guðjóns-
dóttur. Óskum við þeim öllum velgengni
á nýjum vettvangi og flytjum við þeim
þakkir fyrir þeirra tíma í okkar röðum.
Akveðið var að styrkja liðið fyrir kom-
andi átök og til liðs við okkur gengu nýir
leikmenn. Við fengum Gerði Betu Jó-
hannsdóttur aftur heim í okkar raðir frá
Víkingi og Brynja Steinsen kom frá bik-
armeisturum Hauka. Anna Steinsen tók
fram skóna að nýju eftir leyfi og Hafdís
Hinriksdóttur kom til okkar frá Dan-
mörku. Mikill fengur er í þessum leik-
mönnum og stefnan sett á að vera í
fremstu röð í kvennaboltanum.
Fjölgun áhorfenda
Stemningin á Hlíðarenda var ágæt síð-
asta vetur og tókst leikmönnum, þjálfur-
um, starfsfólki og stuðningsmönnum að
skapa umgjörð sem Valur getur verið
stoltur af. Betur má þó ef duga skal og er
það áhyggjuefni hversu fáir áhorfendur
eru að mæta á leiki og þarf að gera veru-
legt átak í þeim málum enda hefur sam-
keppnin um athygli fólks aukist til mtlna
á undanförnum árum. Þetta er einmitt
lykilatriði fyrir framgang handboltans á
Hlíðarenda, þ.e. að stuðningsmenn taki
virkan þátt í starfmu og styðji klúbbinn,
enda er miklu skemmtilegra að taka þátt
og vera hluti af þeim árangri sem næst
hverju sinni. Verður áfram haldið á sömu
braut uppbyggingar og leitað leiða til að
auka mætingu og stuðning við félagið,
en það er þó eingöngu hægt með full-
tingi allra fyrrnefndra hópa. Eitt er þó
víst, grunnurinn er traustur og framtíðin
björt á Hlíðarenda og því ekki ástæða til
annars en að hlakka til handboltavetrar-
ins 2003 - 2004.
i
Stjórn handknattleiksdeildar
Stjórn deildarinnar var skipuð eftirtöld-
um einstaklingum:
Haraldur Daði Ragnarsson, formaður
Snorri Páll Jónsson, varaformaður
Eiríkur Sæmundsson
Valsblaðið 2003