Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 5

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 5
5 frá ritstjóra Með því hefti Uppeldis og menntunar sem nú lítur dagsins ljós hefst nýr kafli í sögu tímaritsins þar sem það er nú gefið út af hinu nýja Menntavísindasviði Háskóla íslands í samvinnu við Háskólann á akureyri. Þetta kemur til af því að Kennarahá- skóli íslands og Háskóli íslands sameinuðust á síðasta vori. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um annað en að ritið verði gefið út með óbreyttum hætti. Áhersla er lögð á að birta ritrýndar fræðilegar eða rannsóknartengdar greinar á sviði uppeldis- og menntamála, að kynna nýjar bækur á fræðasviðinu og að ritið sé vettvangur fyrir skoðanaskipti um álitaefni er varða starfshætti og stefnumótun mennta- og uppeldis- stofnana. Ritstjórn tímaritsins leitast við að fylgja eftir þeim gæðaviðmiðum sem fram koma í leiðbeiningum fyrir höfunda og birtar eru aftast í þessu hefti. í því sambandi má geta þess að Uppeldi og menntun hefur hlotnast sá heiður að vera á lista ERIH (European Reference Index for the Humanities) yfir rannsóknarrit í flokknum mennta- rannsóknir og er ritið nefnt á ensku Icelandic Journal of Education. Rannsóknar- og þróunarstarfsemi á sviði uppeldis- og menntamála felur í sér kerfis- bundið, skapandi starf sem hefur það að markmiði að auka við þekkingarforðann á fræðasviðinu. Tímaritið Uppeldi og menntun miðlar þessum forða til þeirra sem starfa á vettvangi svo að sú nýja þekking sem til verður með rannsóknarstarfi megi leiða til umbóta og nýbreytni. Undanfarin ár hefur skilningur sífellt aukist á mikilvægi mennt- unar í hverju samfélagi. Hér á landi hafa framlög til menntamála aukist og nú er svo komið að íslendingar eru meðal þeirra þjóða OECD sem verja hæstu hlutfalli af vergri landsframleiðslu sinni til menntamála. Það segir hins vegar ekki að árangur af skóla- starfi hér sé betri en í löndum sem minna verja til málaflokksins, heldur að mikilvægt er að hlúa að hvers konar rannsóknarstarfi á þessu sviði svo að afraksturinn af því fé sem til málaflokksins er varið verði sem mestur. Þar hafa háskólastofnanir mikilvægu hlutverki að gegna, svo og fagfólkið sjálft sem starfar á vettvangi. Ekki verður annað sagt en að háskólarnir þekki sinn vitjunartíma því rannsóknarstarfsemi á þeirra vegum hefur eflst og framhaldsnám til æðri prófgráða aukist. í þessu hefti birtast fimm rannsóknargreinar. Jóhanna Einarsdóttir greinir frá niður- stöðum rannsóknar sinnar á viðhorfum barna í 1. bekk grunnskóla til upphafs grunn- skólagöngunnar, námskrár grunnskólans og lýðræðis í skólanum. Ásdís Hrefna Haraldsdóttir og Sigrún aðalbjarnardóttir fjalla um niðurstöður rannsóknar sinnar á hugmyndum grunnskólanemenda um góðan kennara. Starfshæfni kennara frá sjónar- hóli norrænna kennaranema er rannsóknarviðfangsefni Ragnhildar Bjarnadóttur og andrea Hjálmsdóttur og Þóroddur Bjarnason fjalla um rannsókn sína á breytingum á viðhorfum 10. bekkinga til jafnréttismála, 1992–2006. Loks greina Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannesson og Steinunn Helga Lárusdóttir frá niðurstöðum rannsókna sinna á breytingum á hlutverki skólastjóra í grunnskólum í sögulegu samhengi. í umsögnum um nýjar bækur fjallar auður Pálsdóttir um bókina Mat á skólastarfi. Handbók um matsfræði eftir Sigurlínu Davíðsdóttur, og Halldóra Haraldsdóttir um bók
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.