Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 32
32
gÓðUR kennAR I :
Bekkjarstarf grundvallast augljóslega á persónulegum samskiptum. Kennarar hafa
það hlutverk í skólanum að efla almennan þroska nemenda og búa þá undir að taka
virkan þátt í lýðræðislegu þjóðfélagi (aðalnámskrá grunnskóla, 2006). Um leið er til
þess ætlast af nemendum að þeir leggi sig fram í glímu sinni við margs konar ögrandi
verkefni sem reyna á vitsmunalega, félagslega, siðferðilega og tilfinningalega hæfni
þeirra. Þessar væntingar til kennara og nemenda, jafnt sem væntingar kennara og
nemenda hverra til annarra, krefjast samvinnu sem byggist á gagnkvæmri virðingu.
í samskiptum sínum við kennara læra nemendur ýmislegt um gildi og reglur sam-
félagsins, um samskipti og um sig sjálfa, ekki aðeins með viðfangsefnum sem kenn-
arinn leggur fyrir heldur af sjálfum samskiptunum við kennarann (t.d. Bruner, 1977;
Krzywosz og Ross, 2004). Þar er kennarinn nemendum fyrirmynd. Viðhorf nemenda
og framkoma hafa áhrif á kennarann og sömuleiðis hafa viðhorf og framkoma kenn-
arans áhrif á nemandann og um leið á samskipti þeirra. Þannig eiga báðir aðilar þátt í
að byggja upp samskipti sín og hlúa að þeim (sjá t.d. Good og Brophy, 2003).
í þessari rannsókn eru hugmyndir grunnskólanemenda um góðan kennara kann-
aðar. Tilgangurinn er að hvetja til þess að hugað verði í ríkari mæli að sjónarhorni
nemenda til að styrkja samskipti nemenda og kennara þar sem þau eru mikilvægur
þáttur í að efla nemendur persónulega, félagslega og í námi (t.d. Fullan, 2001; Pianta,
2000; Rudduck og Flutter, 2004; Sigrún aðalbjarnardóttir, 2007).
Fræðilegur bakgrunnur
Ýmsir hafa kannað hvað einkenni góða kennara, starfshætti þeirra og kennsluaðferðir
(t.d. Brophy og Good, 1974; Moore, 2000; Stronge, 2002). Menntunarfræðingurinn
alex Moore (2000) er einn þeirra og ályktar að til séu margir ólíkir en góðir kenn-
arar og margar gerðir góðrar kennslu. Hann telur þó að í árangursríkri kennslu þurfi
kennarar að vera sérfræðingar á eftirtöldum sviðum og teflir fram líkönum sem nota
má til að skoða það sem einkennir góðan kennara. í fyrsta lagi er áhersla á kennarann
sem persónu; persónulega eiginleika hans og samskiptahæfileika (the charismatic/
communicative model). í öðru lagi er áhersla á kennslufræðilega hæfni kennara, þ.e.
þekkingu á þroska nemenda og inntaki greinarinnar, auk annarrar kennslufræðilegr-
ar þekkingar og færni (the competence model). í þriðja lagi er lögð áhersla á ígrundun
kennara í starfi með það fyrir augum að hann bæti kennslu sína og vaxi í starfi (the
reflective/reflexive model).
Fjölmargir fræðimenn telja það beinlínis hlutverk kennarans að skapa jákvæð per-
sónuleg tengsl á milli kennara og nemenda. Uppeldis- og menntunarfræðingurinn
Nel Noddings (2002 og 2005) er þekkt fyrir áherslu sína á umhyggju í skólastarfi. Hún
heldur því fram að setja verði samskiptin í öndvegi til að styrkja nemendur vitsmuna-
lega og siðferðilega; umhyggja ali af sér umhyggju. Ef athygli kennara beinist að þörf-
um nemenda fyrir umhyggju, bæði félagslega og tilfinningalega, fylgi jafnframt betri
námsárangur í kjölfarið. annað dæmi um áherslu á tengsl kennara og nemenda er að
sálfræðingurinn Thomas Gordon (2001) telur jákvæð og gefandi samskipti kennara og
nemenda mikilvægari en það sem kennt er, hvernig kennt er eða hverjum er kennt.
Meginatriðið fyrir kennarann sé að finna leiðir til að skapa slík tengsl við nemendur.