Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 63

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 63
63 RAgnHIldUR bJARnAdÓTTIR Mér finnst afar erfitt að setja mörk sem eru raunhæf − og halda mig við þau og fylgja þeim eftir. að sjálfsögðu er mikilvægt að nemendur viti hvað má og ekki má, um leið og að ég sem kennari upplifi að ég hef stjórn á hlutunum. Skýrar reglur skapa öryggi og trúnaðartraust milli nemenda og kennara, þeir vita þá hvað gildir. (Sænskur kennaranemi). Mér finnst oft erfitt að setja alls konar mörk um hvað má og ekki má. Sem nemi í æfingakennslu var erfitt að leggja mat á hvað var leyfilegt … Hvar eru mín eigin mörk? Það eru takmörk fyrir því hvað ég sem kennari get látið bjóða mér. (Norskur kennaranemi). Ég er ekki alveg viss, en það getur verið erfitt að vera skilmerkilegur og samkvæm- ur sjálfum sér. Ef maður hefur sagt nei við nemanda sem hefur beðið um að fá að gera eitthvað verður maður að vera samkvæmur sjálfum sér og segja nei við hina nemendurna sem biðja um það sama og öfugt. (Norskur kennaranemi). að vera skýr í því hvernig maður stjórnar nemendum strax í byrjun. Það gengur ekki að vera óskýr … Þú verður líka að vera sterkur leiðtogi sem hefur það að markmiði að vísa nemandanum veginn fram. (Sænskur kennaranemi). aðrir tala um aga og stjórnun: agastjórnun. Mér finnst erfitt að halda uppi aga í heilum bekk. … Þetta snýst svo mikið um að fylgjast með milljón hlutum á sama tíma og ramma þá inn. (íslenskur kennaranemi). Það er erfitt að vera með of lítið efni fyrir tímann og þá reynir virkilega á hversu hugmyndaríkur maður er. að missa stjórn á bekknum er nokkuð sem enginn kennari vill lenda í. Það getur verið erfitt að vinna úr því. (íslenskur kennaranemi). Mér finnst erfitt að halda uppi aga gagnvart nemendum. Einkum í eldri bekkjum. Mér finnst ég auðveldlega missa stjórn á hópnum. auk þess vill maður alls ekki vera kennari sem bara skammast og hrópar … (Færeyskur kennaranemi). Kennaranemarnir nefna ekki einungis agavandamál sem tengjast nemendum; sjálfs- stjórn eða sjálfsagi er einnig mikilvægur þáttur: Ég held að það sé þolinmæði. Því ég er ekkert voðalega þolinmóð manneskja og tel ég að í kennslu sé mjög mikilvægt að sýna nemendum þolinmæði. (íslenskur kennaranemi). Mér fannst oft og tíðum erfitt að halda aftur af mér þegar kom að hávaða. að æsa mig ekki um of … Vegna þess að stundum er stuttur í manni þráðurinn og maður vildi reyna að koma einhverju á framfæri sem ekki alveg náðist snurðulaust. (íslenskur kennaranemi).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.