Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 65
65
RAgnHIldUR bJARnAdÓTTIR
af nemendum sem eiga við erfiðleika að stríða, ekki síst hegðunarvandkvæði. Gild-
ismat og skoðanir koma víða fram.
Lýsingar nemanna gefa til kynna að vandamálin eru hluti af stærra samhengi, eink-
um því sem nemarnir hafa þegar lært um kennarahlutverkið, og ríkjandi viðmiðum
um skólastarf.
Persónulegur vanmáttur
í mörgum svörum má greina persónulegan vanmátt. Slíkur vanmáttur virðist líka
tengjast ríkjandi viðmiðum um skólastarf og einnig einkennum á nútímasamfélaginu.
Margir nemarnir nefna að erfitt sé að mæta kröfum um „skóla fyrir alla“ og blandaða
nemendahópa. í sumum tilvikum virðast slíkar kröfur leiða til hugleiðinga um upp-
gjöf.
Skólinn á að vera fyrir alla og geta sinnt þörfum sem flestra nemenda. Einstakl-
ingsmiðuð kennsla. Mér finnst þetta flott markmið en mjög erfitt að ná þeim sem
kennari. Með fáa stuðningsaðila virðist næstum ómögulegt að gera þetta … maður
er bara einn einstaklingur sem ekki getur skipt sér.
(Norskur kennaranemi).
Samskipti við foreldra valda oft áhyggjum:
að vita af nemanda sem líður illa í skólanum og heima. Það er vanmátturinn þegar
það er ekkert sem þú getur gert nema útskýra fyrir foreldum hvernig ástandið er
… (Norskur kennaranemi).
Ég kvíði mest að kenna nýbúum og hafa samskipti við foreldra þeirra. Ég held að
það krefjist mjög mikils af kennaranum og óttast að ég standist ekki þær kröfur.
(íslenskur kennaranemi).
Fleiri svör lýsa vanmætti nemans og tengjast oft stöðu og aðstæðum kennarans. Það
er erfitt að fá engin viðbrögð við því „hvernig manni gengur, bæði þegar ég stend mig
vel eða þegar mér mistekst,“ segir sænskur nemi. aðrir nefna auknar kröfur nemenda
og foreldra og aukið frelsi nemenda. Það er „erfitt fyrir kennarann að uppfylla þessar
kröfur samtímis því að honum er ætlað að ala nemendur upp“. Slík verkefni eru „mikið
sálrænt álag“. Sum svörin lýsa því vel hversu flókið kennarahlutverkið er:
að fá alla nemendur til að vera með og hafa áhuga á kennslunni. … Því það er bara
svo óþægilegt að standa frammi fyrir 24 nemendum og finna að maður hefur ekki
stjórn á kennslunni, manni finnst maður vera niðurlægður. Sumir kennarar hafa
einhverja útgeislun og þá hlusta nemendurnir einfaldlega á þá. Er þetta eitthvað
sem kennarinn getur lært, kemur þetta strax hjá þeim sem hafa hæfileikann? Eða
verður maður bara að vinna með þetta? Ekki auðvelt!!
(Færeyskur kennaranemi).
Maður er upptekinn af „svarta sauðnum“ í bekknum. Hvernig á kennarinn að ráða
við nemandann sem sífellt er á iði og gerir ekki eins og honum er sagt? Kennarinn
hefur lítið eða ekkert vald yfir honum. Ef erfiði nemandinn vill bara vera með læti