Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 76

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 76
76 Og SeInnA bÖRnIn SegJA: Finnbogadóttur til embættis forseta lýðveldisins árið 1980 markaði tímamót í þeim efnum og á tímabilinu 1983 til 1999 jókst hlutur kvenna á alþingi úr 5% í 35%. almenningur á íslandi virðist ekki hafa mikla trú á því að líffræðilegur munur ákvarði mismunandi hlutverk kynjanna á opinberum vettvangi eða í einkalífinu. í könnun sem gerð var árið 2003 höfnuðu 90% karla og 95% kvenna þeirri hugmynd að karlar væru hæfari en konur til að stýra fyrirtækjum (auður Magndís Leiknisdóttir, 2005; Gallup, 2003). Þá höfnuðu 64% karla og 82% kvenna þeirri fullyrðingu að konur væru hæfari til að hugsa um börn en karlar. Þó vekur nokkra athygli að svarend- ur á aldrinum 18–35 ára höfðu neikvæðara viðhorf til jafnréttismála en svarendur á aldrinum 36–75 ára (auður Magndís Leiknisdóttir, 2005). Þessi aldursmunur er ekki í samræmi við niðurstöður rannsókna í öðrum löndum þar sem yngri svarendur eru yfirleitt jafnréttissinnaðri en þeir sem eldri eru (sjá t.d. Brooks og Bolzendahl, 2004; Crompton, Brockmann og Lyonette, 2005; Zhang, 2006). Þessi munur kann að stafa af því að viðhorf fólks verði jákvæðari með aukinni reynslu af þátttöku í opinberu lífi og fjölskyldulífi. Einnig er þó hugsanlegt að hér sé raunverulegur kynslóðamunur á ferð- inni og yngri kynslóðin hafi neikvæðari viðhorf til jafnréttismála en þeir eldri höfðu á sama aldri. Slíkar upplýsingar eru ekki til um viðhorf almennings fyrir daga skoð- anakannana og því verður ekki úr þessu skorið með fullnægjandi hætti. Hins vegar hafa viðhorf unglinga til jafnréttis í heimilisstörfum verið könnuð frá árinu 1992 og gefa þau gögn skýrar vísbendingar um viðhorfsbreytingar meðal ungs fólks á síðustu áratugum. Á undanförnum árum hefur sú hugmynd hlotið hljómgrunn hér á landi að jafnrétti kynjanna hafi nánast alveg verið náð og að aðeins sé tímaspursmál hvenær síðustu leifar misréttis hverfi af sjálfu sér (sjá t.d. Davíð Oddsson, 2004; Egil Helgason, 2002; Snjólf Ólafsson, 2005a). Rannsóknarniðurstöður benda þó til þess að mjög hafi hægt á þróun í átt til meira jafnréttis kynjanna og jafnvel hefur verið talað um bakslag í þeim efnum (andrea Hjálmsdóttir, 2007; auður Magndís Leiknisdóttir, 2005; Þorgerður Einarsdóttir, 2004). Þannig fjölgaði konum í röðum framkvæmdastjóra íslenskra fyrir- tækja aðeins úr 15% árið 1999 í 18% árið 2006 og hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hélst óbreytt, eða um 22%, á sama tímabili (Hagstofa íslands, 2008a). Eftir alþingis- kosningarnar vorið 2007 voru konur 32% þingmanna samanborið við 30% árið 2003 og 35% árið 1999 (Hagstofa íslands, 2008e). Þá var munur á tímakaupi karla og kvenna um 30% árið 2006, samanborið við 27% mun að meðaltali í 27 aðildarlöndum Evrópusambandsins (European Commission, 2006). í rannsókn Félagsmálaráðu- neytisins (2006), þegar tekið hafði verið tillit til þátta á borð við menntun, starfssvið, stöðuheiti, aldur og lengd starfsævi, var svokallaður „óútskýrður launamunur“ karla og kvenna 15,7% á haustmánuðum 2006. Vinnuframlag íslenskra karla til heimilis- starfa árið 2005 var 34% af heildartímum sem unnir voru á heimilinu, í samanburði við 43% að meðaltali í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð (Þóra Kristín Þórs- dóttir, 2007). Á sama tíma og hugmyndir um eðlislæg kynjahlutverk á heimilum og opinberum vettvangi hafa svo að segja horfið úr almennri umræðu hefur skotið upp í orðræðunni hugmyndum þar sem ójöfn staða kynjanna er talin vera óhjákvæmileg afleiðing af frjálsu vali einstaklinga. Þannig hefur Snjólfur Ólafsson, prófessor við Háskóla íslands,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.