Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Qupperneq 79
79
AndReA HJÁlmSdÓTTIR, þÓROddUR bJARnASOn
niðurstöður
Tafla 1 sýnir breytingar á viðhorfum 15–16 ára íslenskra unglinga til jafnréttis frá
árinu 1992 til 2006. Gildið núll stendur fyrir jafna skiptingu heimilisstarfa en hærra
gildi þýðir hefðbundnari viðhorf til jafnréttis. Viðhorf stúlkna til jafnréttismála eru
jákvæðari en drengja bæði árið 1992 og árið 2006. Hjá bæði stúlkum og drengjum
eru viðhorf til hefðbundinna karlhlutverka á heimili íhaldssamari en til hefðbundinna
kvenhlutverka. Á þessu fjórtán ára tímabili sem er til skoðunar má sjá að unglingar
árið 2006 hafa marktækt íhaldssamari viðhorf til jafnréttis en jafnaldrar þeirra höfðu
vorið 1992.
Á þessu tímabili dregur úr jafnréttisviðhorfum um 0,68 stig meðal stúlkna og um
0,48 stig meðal drengja á tíu punkta kvarða. Það dregur úr jafnréttisviðhorfum til
hefðbundinna kvenhlutverka á heimili um 0,46 stig meðal stúlkna og 0,37 stig meðal
drengja. Á sama hátt dregur úr jafnréttisviðhorfum til hefðbundinna karlhlutverka á
heimili um 1,16 stig meðal stúlkna og 0,63 stig meðal drengja. Því virðist sem hefð-
bundin kynjahlutverk séu í meiri sókn hjá stúlkum en drengjum og af þeim sökum
dragi saman með kynjunum hvað jafnréttisviðhorf varðar. Jafnframt dregur meira úr
jafnréttisviðhorfum til hefðbundinna karlhlutverka en hefðbundinna kvenhlutverka.
Þessar breytingar má einnig sjá hvað varðar viðhorf til flestra einstakra húsverka þótt
breytingin sé raunar ekki marktæk hvað varðar matargerð og það að vakna til ung-
barna.
Tafla 1 – Breytingar á meðaltali viðhorfa til hefðbundinna kynjahlutverka og áætlunum
um frjósemi meðal 15–16 ára grunnskólanema, 1992–2006
STÚLKUR DRENGiR
Spönn 1992 2006 1992 2006
Hefðbundin kynhlutverk 0–10 1,21 1,89*** 2,36 2,84***
Hefðbundin kvenhlutverk 0–10 0,70 1,16*** 1,71 2,08***
– Þvottur á fatnaði 0–3 1,33 1,52*** 1,61 1,76***
– Matargerð 0–3 1,13 1,20*** 1,37 1,40
– Hreingerningar á íbúð 0–3 1,13 1,24*** 1,41 1,54***
– Matarinnkaup 0–3 1,16 1,25*** 1,31 1,39***
– Að vakna til ungbarna 0–3 1,14 1,17 1,30 1,31
– Að fara á foreldrafund 0–3 1,07 1,18*** 1,20 1,25*
– Uppvask 1,04 1,10*** 1,23 1,29**
Hefðbundin karlhlutverk 0–10 2,42 3,58*** 3,92 4,55***
– Að sjá um fjármál 0–3 1,22 1,38*** 1,44 1,50*
– Smáviðgerðir á húsnæði 0–3 1,62 1,88*** 1,90 2,10***
– Umhirða bifreiðar 0–3 1,61 1,89*** 2,01 2,12***
Áætlanir um frjósemi 0–5 2,51 2,26*** 2,32 2,13***
– Hversu mörg börn
langar þig að eignast? 0–5 2,60 2,30*** 2,38 2,14***
– Hversu mörg börn
býst þú við að eignast? 0–5 2,41 2,21*** 2,26 2,12***
Taflan sýnir meðaltöl á einstökum kvörðum og marktækni sem reiknuð var með t-prófi.
Marktækni breytinga 1992–2006: * p. < 0,05 * p < 0,01 *** p. < 0,001