Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 81
81
AndReA HJÁlmSdÓTTIR, þÓROddUR bJARnASOn
jafnréttisviðhorf með móðurmjólkinni (andrea Hjálmsdóttir, 2007). Rúmum þremur
áratugum eftir kvennafrídaginn mikla virðist hins vegar sem unglingarnir séu að
verða fráhverfari jafnréttissjónarmiðum en áður. Hefðbundin viðhorf unglinganna til
verkaskiptingar á heimili kunna að einhverju leyti að helgast af raunverulegri verka-
skiptingu útivinnandi foreldra þeirra, en einnig kunna slík viðhorf að endurspegla
breyttan tíðaranda í samfélaginu og fortíðarþrá eftir þeim tíma þegar heimilisstörfin
voru í öruggum höndum kvenna (sbr. Coontz, 1992).
Árið 2000 voru samþykkt á alþingi ný fæðingarorlofslög sem hafa það að markmiði
að koma á jafnvægi milli kynjanna á vinnumarkaði og á vettvangi fjölskyldunnar (Lög
um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000; Ingólfur V. Gíslason, 2007). Fæðingar-
orlof kvenna og ábyrgð þeirra á ungum börnum hefur oft verið nefnt sem ástæða
fyrir lakari stöðu kvenna á vinnumarkaði (Ingólfur V. Gíslason, 2007) en vonast er
til að fæðingarorlof feðra verði til þess að foreldrahlutverkið verði eðlilegri þáttur í
skipulagningu vinnumarkaðarins. Þátttaka beggja foreldra í umhyggju- og heimilis-
störfum hefur einnig uppeldislegt gildi. Karlar sem áttu útivinnandi móður eru að
jafnaði virkari í sínu eigin fjölskyldulífi en aðrir karlar (Ingólfur V. Gíslason, 2007) og
unglingar sem eiga heimavinnandi föður hafa marktækt jákvæðari viðhorf til jafnrétt-
ismála en aðrir unglingar (Þóroddur Bjarnason og andrea Hjálmsdóttir, 2008). Flestir
feður taka nú í það minnsta þriggja mánaða fæðingarorlof (Tryggingastofnun, 2008)
en áhrif þess á jafnréttisviðhorf komandi kynslóða munu væntanlega koma í ljós á
næstu áratugum.
í þessu sambandi er athyglisvert að vorið 2006 ætluðu bæði drengir og stúlkur að
eignast færri börn en jafnaldrar þeirra fyrirhuguðu árið 1992. Þessar breytingar eru
í samræmi við minnkandi frjósemi á íslandi á þessu tímabili, úr 2,16 börnum á ævi
konu árin 1986–1990 í 1,99 barn á ævi konu á tímabilinu 2001–2005 (Hagstofa íslands,
2008b). Vaxandi fylgni við hefðbundna verkaskiptingu milli feðra og mæðra virð-
ist því ekki tengjast vaxandi áhuga á barnmörgum fjölskyldum. Þvert á móti virðist
sem sá árgangur sem fæddist árið 1990, og stofna mun til eigin fjölskyldu á komandi
áratugum, ætli sér að eignast heldur færri börn en sá jafnréttissinnaði árgangur sem
fæddist 1976 og er að koma börnum sínum á legg um þessar mundir.
Ný aðalnámskrá grunnskóla „leggur áherslu á að skólar búi bæði kynin undir þátt-
töku í atvinnulífi, fjölskyldulífi og í samfélaginu“ (Menntamálaráðuneytið, 2006:9).
Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að hér verði nokkuð á brattann að
sækja. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2004) telur raunar að hin svokallaða drengjaorð-
ræða í skólamálum sé hluti af andófi því sem orðið hefur gegn femínisma á íslandi.
Sú staðreynd að stúlkum gangi að meðaltali betur en drengjum í skólum sé túlkuð á
þann veg að skólinn sé á einhvern hátt kvenlægur og andsnúinn drengjum. í þessu
sambandi hafi sérstaklega verið bent á mikinn fjölda kennslukvenna í grunnskólum
sem vandamál drengja. Ingólfur telur þessa umræðu til þess fallna að grafa undan
jafnréttisaðgerðum í skólum og áhrifum femínista í samfélaginu öllu.
Einnig hefur verið bent á að orðræðan um skilvirkni og mælanlegan árangur hafi
dregið úr umræðum um jafnréttismál í skólastarfi (Guðný Guðbjörnsdóttir, 1992,
2001; Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2004). Mismunandi rekstrarform grunnskóla hafa