Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 92
92
bReyTIngAR Á HlUTVeRkI SkÓlASTJÓRA í gRUnnSkÓlUm
Enginn skólastjóri var með menntun í stjórnun árið 1991 en þess ber að geta að form-
legt stjórnunarnám fyrir skólastjórnendur var fyrst sett á laggirnar við Kennaraháskóla
íslands árið1988. í þessari könnun eru þeir orðnir 58%. Rétt er að ítreka að tölurnar í
töflu 1 eru byggðar á svarhlutföllum og víkja því lítillega frá raunverulegum tölum
um hópinn í heild. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var hlutfall kvenna í
störfum skólastjóra t.d. orðið um 54% árið 2006 (Hagstofan, 2008).
Breytingar á vægi viðfangsefna
Hlutverk skólastjóra er víðfeðmt og viðfangsefnin fjölbreytt en í þessari könnun er
stuðst við sömu afmörkun starfsins og gert var 2001 og 1991 og byggist á athugun sem
McCleary og Thomson (1979) gerðu meðal skólastjóra í Bandaríkjunum (sjá Börkur
Hansen o.fl., 1994). Þrátt fyrir annmarka þessarar flokkunar býður hún upp á sam-
anburð á því í hvaða starfsþætti skólastjórar verja tíma sínum á þessu tímabili.
Röðun viðfangsefna í raunverulega og ákjósanlega forgangsröð árin 2006, 2001 og
1991 er sýnd í töflu 2.
Tafla 2 – Röðun viðfangsefna í raunverulega og ákjósanlega forgangsröð árin 2006,
2001 og 1991.
Viðfangsefni Raunveruleg röðun Ákjósanleg röðun Mismunur
2006 2001 1991 2006 2001 1991 2006 2001 1991
Námskrárvinna 4 5 2 1 1 1 3 4 1
Starfsfólk 2 3 5 2 5 6 0 2 1
Stjórnun/umsýsla 1 1 1 7 6 5 6 5 4
Málefni nemenda 5 2 3 4 4 3 1 2 0
Hegðun nemenda 6 4 4 9 9 8 3 5 4
Skólahverfið 8 8 7 6 7 7 2 1 0
Skólaskrifstofa 7 7 9 8 8 9 1 1 0
Endurnýjun í starfi 9 9 8 5 3 4 4 6 4
Áætlanagerð 3 6 6 3 2 2 0 4 4
Samtals 20 30 18
athygli vekur að skólastjórar segjast verja mestum vinnutíma sínum í stjórnun/um-
sýslu, þ.e. þætti er tengjast rekstri skólans, skrifstofuhaldi, fjármálum, bréfaskriftum,
skýrslugerð, o.s.frv. Þessu er eins farið 2001 og 1991. Skólastjórar setja námskrárvinnu
í fyrsta sæti í ákjósanlegri röðun viðfangsefna öll árin en námskrárvinna beinist að
atriðum sem tengjast framkvæmd aðalnámskrár, svo sem skólanámskrá og skipulagi
á námi og kennslu. Það vekur athygli að starfsfólk skipast í annað sæti 2006, bæði í
raunverulegri og ákjósanlegri forgangsröðun, en með starfsfólki er átt við ráðningar,
ráðgjöf, mat og stuðning við það fólk sem í skólunum starfar. Hér er nokkur breyting
frá fyrri árum, en 1991 skipaðist starfsfólk í fimmta sæti í raunverulegri röðun og í
sjötta sæti í ákjósanlegri röðun viðfangsefna.
Þá vekur einnig athygli að áætlanagerð er nú í þriðja sæti í raunverulegri röðun við-
fangsefna en var í sjötta sæti árin 1991 og 2001. Með áætlanagerð er átt við skipulags-
vinnu, svo sem gerð starfsáætlana sem taka til nokkurra mánaða eða ára. Ákjósanleg