Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 102

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 102
102 bReyTIngAR Á HlUTVeRkI SkÓlASTJÓRA í gRUnnSkÓlUm Þá sýna niðurstöður að kynjahlutföll, aldursdreifing og menntun skólastjóra hefur tekið umtalsverðum breytingum á síðustu árum. Ætla má að þessara breytinga gæti í skólastarfinu þótt skólastjórar tjái sig ekki um áhrif þeirra enda ekki að þeim vikið með beinum hætti í þessari rannsókn. af framansögðu má ljóst vera að hlutverk skólastjóra er í sífelldri mótun. Starf þeirra tekur stöðugum breytingum, umfangið eykst og eðli þess breytist. Ein mesta breytingin felst í því aukna samráði og samstarfi sem skólastjórum er nú gert að eiga við ýmsa hagsmunaðila innan skóla og utan. Þessir aðilar, svo sem kennarar og for- eldrar, gera oft mótsagnakenndar kröfur til skólastjóra. í einhverjum tilvikum kunna þær að stangast á við þann lagaramma sem skólum er gert að starfa eftir og þau gildi sem skólastjórar kjósa að leggja til grundvallar starfi sínu. Þótt niðurstöður sýni að skólastjórar vilji auka samstarf sitt við þessa aðila er ljóst að útfærslan er margvísleg- um annmörkum háð. Á næstu árum munu skólastjórar því þurfa að leggja áherslu á að skerpa enn frekar hið faglega forystuhlutverk sitt innan skólans. Jafnframt þurfa þeir að efla tengsl skólans við hagsmunaaðila í ytra og innra umhverfi skóla og finna samstarfi við þá farveg. Skólar munu í auknum mæli þurfa að taka mið af síbreytilegu umhverfi sínu. Þar þarf bæði að bregðast við nýjum aðstæðum sem kalla á breytingar í skólastarfi og einnig að taka mið af niðurstöðum rannsókna á sviði náms, kennslu og uppeldis. Meðal brýnna rannsóknarefna er að kanna hvernig taka megi á þeim mótsögnum sem í framangreindum kröfum til skólastjóra felast. Slík greining er forsenda þess að unnt sé að draga upp skýrari mynd en nú af hlutverki skólastjóra og þeim möguleikum sem það gefur á því að bæta skólastarfið. Rætt hefur verið um hvort gera eigi stjórnunarnám að skilyrði fyrir ráðningu skólastjóra. Ekki er gert ráð fyrir því í nýjum lögum um grunnskóla og embættisgengi kennara (Lög um grunnskóla, 2008; Lög um menntun og ráðningu kennara og skóla- stjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 2008). Mikilvægt er að fram- haldsnám í stjórnun menntastofnana standi ungu fólki með góða grunnmenntun ætíð til boða. Ef vel er að verki staðið í þessum efnum og kröfur um starfshæfni miklar má gera ráð fyrir að faglegt atgervi skólastjóra grunnskóla aukist áfram á komandi árum án þess kveðið sé á í lögum um stjórnunarnám skólastjóra. Hér að framan var á það bent að hinn opinberi gildagrunnur skólastarfs kunni að vera að breytast með vaxandi markaðsáhrifum. í þessu sambandi má minna á að áhersla á samkeppni, skilvirkni og eftirlit hefur önnur áhrif á skólastarf en samvinna, jafnræði og trúmennska. Sem forystumenn skóla verða skólastjórar að vera óhræddir við að treysta eigin dómgreind og leitast við að hafa áhrif á mótun skólastefnu og skólastarfs.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.