Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 112
112
Á mÓTUm SkÓlAST IgA
í tengslum við nám barna og að nám fer fram í aðstæðum sem skipta máli hér og nú
en ekki í óskilgreindri framtíð. Rök eru leidd að því að hlutverk leikskólans sé ekki
fólgið í undirbúningi fyrir grunnskóla heldur beri grunnskólanum að byggja á þeirri
reynslu sem börn hafa aflað sér áður. að lokum skýrir Jóhanna póstmóderníska hug-
myndafræði sem ber að sama brunni; samhengi er mikilvægt í námi barna á mótum
skólastiga en ólík sýn kennara á skólastigunum tveimur setur því skorður.
í ljósi þessa skoðar Jóhanna í fjórða, sjötta og sjöunda kafla það sem tengir skólastigin
saman og áhrif á börnin að flytjast á milli hinna ólíku stofnana. Jóhanna rekur niður-
stöður rannsókna um árangursríkar leiðir við tengsl skólastiganna. Áhrif á börnin
tengjast áðurnefndum þáttum; þ.e. ólíkri umgjörð stofnananna, félagslegu umhverfi,
námsþáttum og aðferðum. Áhersla er lögð á að yfirfærslan sé ekki einkamál barna
og foreldra heldur beri að líta á hana í félagslegu og stofnanalegu samhengi. Jóhanna
bendir á niðurstöður OECD-skýrslnanna Starting Strong (2001) en þar er mælt með
brúarbyggingu á milli skólastiganna, einkum til að ná samfellu í námi barna að átta
ára aldri, og Starting Strong II (2006) þar sem þróun þessara mála er skoðuð aftur. í
síðari skýrslunni eru greindar tvær meginhugmyndir um skólastarf; annars vegar
félags-uppeldisfræðileg hugmyndafræði með áherslu á samþættingu umhyggju, upp-
eldis og menntunar í starfi með börnum. Fylgjendur þeirrar hugsunar leggja áherslu á
að nám eigi sér stað frá fæðingu og eðlilegt að hugmyndafræði leikskólans nái til fyrstu
ára grunnskólans. Hins vegar er um að ræða skólunarlíkan með áherslu á námsgreinar
grunnskólans og leikskólinn þá hugsaður sem undirbúningsstig fyrir grunnskóla og
talið rétt að færa áherslur og kennsluhætti grunnskólans á leikskólastig. Norðurlöndin
aðhyllast fremur fyrri kenninguna samkvæmt OECD-skýrslunni en þrátt fyrir það
virðist skólunarlíkanið gjarnan hafa yfirhöndina. í rannsókn Jóhönnu á aðferðum
íslenskra kennara kemur fram að upplýsingamiðlun og heimsóknir leikskólabarna í
grunnskólann eru meginsamstarfsleiðir. Sjaldan er hugað að samvinnu sem byggist á
svipuðum hugmyndafræðilegum grunni og reynsluheimi barnanna. Hugsunin liggur
þó nær hugmyndum leikskólakennara en grunnskólakennara. Sænsk rannsókn sem
Jóhanna vísar til sýndi t.d. fram á að stefna skólayfirvalda þar í landi er í raun komin
lengra en hugsun einstakra kennara og skóla hvað varðar sameiginlega hugmynda-
fræði. Spurning er hvort við fetum sömu leið hér á landi og vísa ég þá til nýrra laga-
setninga um skólastarf á vordögum 2008 (Lög um menntun og ráðningu kennara við
leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008, Lög um leikskóla nr. 90/2008 og
Lög um grunnskóla nr. 91/2008).
En Jóhanna heldur áfram, og 8. og 9. kafli eru byggðir á rannsóknum á viðhorfum
barna og foreldra til skólastiganna. 10. kafli er samantekt á verkinu í heild og þar eru
jafnframt kynntar nokkrar kennsluaðferðir sem eiga það sameiginlegt að byggja nám
barna á reynsluheimi þeirra – frá hinu þekkta á vit hins nýja.
Meginniðurstaða bókarinnar er að þótt mikilvægt sé að stuðla að samhengi og
tengslum á milli skólastiganna séu víti að varast. Ef megináhersla verður á samfellu
má búast við þróun þar sem önnur skólasýnin yfirgnæfi hina; þ.e. annaðhvort sjón-
armið leikskólafræðanna eða skólunarlíkanið. afleiðingarnar yrðu þá annaðhvort of
grunnskólamiðaður leikskóli eða of leikskólamiðað upphaf grunnskólagöngu. Bent er