Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 115

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 115
115 Uppeldi og menntun 17. árgangur 2. hefti, 2008 INgÓlfUR ÁSgEIR JÓHANNESSoN Brautryðjendaverk á íslensku um fjölmenningu Hanna Ragnarsdóttir, Elsa Sigríður Jónsdóttir, Magnús Þorkell Bernharðsson (ritstjórar). (2007). Fjölmenning á Íslandi. Reykjavík: Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum KHÍ og Háskólaútgáfan. 360 bls. Fjölmenning á Íslandi er viðamikið og tímabært verk. Ritstjórarnir lýsa bókinni sem fræði- og kennslubók og er það viðeigandi lýsing því að bókin gegnir báðum þessum hlutverkum auk þess að vera handbók, en vitaskuld fléttast handbókarhlutverkið saman við bæði fræði- og kennslubókarhlutverkið. í bókinni eru tólf meginkaflar eftir samtals sextán höfunda, auk annars efnis sem ég vík að síðar. í formála segir að bókin skiptist í tvo hluta en skiptingin kemur ekki fram í efnisyfirliti, sem hefði verið skýr- ara. í fyrri hlutanum eru yfirlitsgreinar um fræðasviðið og ólíka þætti innan þess. Þeim er m.a. ætlað að skýra ýmis hugtök sem notuð eru í þessum fræðum. Síðari hlutinn fjallar um íslenskar rannsóknir á þessu sviði. Raunar tel ég að bókin skiptist í þrennt því að tvær fyrstu greinar síðari hlutans skera sig talsvert úr öðrum greinum. önnur þeirra er yfirlit um löggjöf og fjölmenningarlegt skólastarf en hin er yfirlit um rannsóknir. Síðustu greinarnar fjórar fjalla aftur á móti um einstakar rannsóknir. Eins og nærri má geta eru kaflar bókarinnar misjafnir, bæði að formi og gæðum. Hér verða þeir einkum metnir út frá markmiðum bókarinnar. Fyrsta greinin, um fræðasviðið, er eftir Hönnu Ragnarsdóttur, einn ritstjóra bókarinnar. Þetta er mikil- vægt yfirlit þar sem fræðasviðið og hugtök þess eru sett í sögulegt samhengi. í grein- inni er einnig yfirlit um erlendar rannsóknir og kenningar. Hanna ritar aðra grein um eigin rannsóknir. Þar er t.d. mjög áhugaverð umræða um hvað það merki að vera innflytjendabarn (bls. 250–251). Greinar Hönnu eru hér nefndar fyrstar því hún er í forystu á fræðasviði fjölmenn- ingar og menntunar – og þær eru líka meðal bestu greina bókarinnar. aðrar sérlega góðar greinar í bókinni eru greinar Elínar Þallar Þórðardóttur í fyrri hlutanum og Tönju Tzenovu og Rannveigar Traustadóttur í síðari hlutanum. Gæði þeirra felast ekki síst í því hversu vel þær eru tengdar fræðilegri umræðu. Grein Tönju og Rann- veigar segir frá rannsókn á samskiptum og samstarfi kvenna af ólíkum uppruna á vinnustað en grein Elínar er um móðurmál og tvítyngi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.