Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 116

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 116
116 bRAUTRyðJendAVeRk Á íSlenSkU Um FJÖlmennIngU Elsa Sigríður Jónsdóttir, einn af ritstjórum bókarinnar, á þarna tvær greinar. í fyrri greininni tengir Elsa fræðikenningar um sjálfsmynd við ólíka menningarhópa. Þess háttar samantekt kenninga er gagnleg því að þegar sjálfsmyndarfræðum er beitt við fjölmenningarstarf kemur í ljós að sjálfsmyndin er miklu flóknara og margbreytilegra fyrirbrigði en ein kenning getur ráðið við að skýra. Grein Elsu um íslendinga erlendis vakti sérstakan áhuga minn, bæði vegna þess að hún er um hóp sem ég hef tilheyrt og vegna þess að hún er góð. Hún fjallar um það að vera íslenskur námsmaður í bandarískri háskólaborg í Miðvesturríkjunum. Slík reynsla er auðvitað ekki fyllilega sambærileg við að vera varanlega fluttur til íslands frá fátækara landi, kannski með ólíkt tungumál eða með annan litarhátt en flestir íslendingar. Það skiptir líka máli að flest fólkið í rannsókn Elsu fór til náms en ekki í atvinnuleit. En slík reynsla, þótt tíma- bundin sé, nýtist við að kenna um þetta efni. Greinin varpar líka ljósi á reynslu margra íslendinga sem hafa verið í námi erlendis og flutt menningarreynslu heim með sér. Þriðji ritstjórinn, Magnús Þorkell Bernharðsson, setur sér það markmið í grein sinni að ræða um hlutverk trúarbragða í fjölmenningarsamfélögum. Hann bendir á að upp- gangur trúarbragða eigi ekki einungis við um róttækar, múslímskar hreyfingar heldur og vöxt hvítasunnukirkjunnar í Suður-ameríku, áhrif íhaldssamra, kristinna safnaða á stjórnmál í Bandaríkjunum og stöðu hindúisma á Indlandi (bls. 44). Það rýrir þó gildi greinarinnar, og er í andstöðu við markmiðið, að hann ræðir aðallega dæmi af uppgangi múslímatrúar, þó að kristin trú sé miklu meiri pólitískur áhrifavaldur í okkar heimshluta (Vestur-Evrópu og Norður-ameríku). Greinin er þó mikilvægur umræðuhvati, þar sem tekið er skýrt fram að trúarbrögð hafi ekki síður áhrif á daglegt líf en stórviðburði sögunnar. í grein sinni fjallar Toshiki Toma um fordóma. Hann flokkar þá á skemmtilegan hátt – ef hægt er að segja að eitthvað geti verið skemmtilegt við fordóma. í greinina vantar tilvísanir til heimilda og skrá um heimildir er mjög stutt. Hún ætti þó engu að síður að nýtast vel við kennslu. í bókinni er grein eftir Sigurð Konráðsson um íslensku sem móðurmál og annað mál og skarast sumt af efni hennar við grein Elínar um tvítyngi. Höfundarnir vitna ekki til rannsókna hvor annars og að mjög takmörkuðu leyti til sömu höfunda, en grein Sigurðar er aðallega um íslenskukennslu. Ég hef ekki kannað hvort skilgrein- ingar í greinum þeirra Elínar og Sigurðar eru í grunninn hinar sömu; ætla að geyma það sem verkefni handa nemendum mínum í framhaldsnámi. í fyrri hluta greinar Þórdísar Þórðardóttur eru útskýrð allmörg hugtök um menn- ingu og menningarlæsi, þar með talin hugtök úr kenningaramma franska félagsfræð- ingsins Pierres Bourdieus. Skilgreiningarnar kalla á umræðu: Er t.d. rétt eða sanngjarnt að tala um kynja- eða kynþáttablindu? (Bls. 274). Er rétt að draga upp gildishlaðinn mun milli óhefðbundins barnaefnis sem ætlað er að hafa menntunargildi og alþjóðlega markaðssetts afþreyingarefnis? (Bls. 277). í síðari hluta greinarinnar er sagt frá rann- sókn höfundar á menningarlæsi í tveimur leikskólum sem gerð var í þeim tilgangi að kanna hvaða hlutverki barnaefni gegnir í leikskólum og hvort notkun þess geti varpað ljósi á hvernig börnin upplifa nánasta umhverfi sitt. Þetta er áhugaverð grein. Björk Helle og fimm aðrir höfundar hafa tekið saman upplýsingar um lög, reglur, námskrár og stefnumótun í málefnum barna og fullorðinna af erlendum uppruna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.