Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 122

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 122
122 mennTUn, FORySTA Og kynFeRðI menntakerfinu og víðar. Gerð var spurningalistakönnun meðal tveggja hópa, annars vegar allra kvenskólastjóra landsins (51 af 220 árið 1992) og háttsettra kvenstjórnenda á framhalds- og háskólastigi og víðar í menntakerfinu og hins vegar paraðs úrtaks karlstjórnenda í sambærilegum stöðum. Guðný leitaðist við að varpa ljósi á það hvort munur væri á reynslu karla og kvenna annars vegar og hins vegar milli kvenstjórn- enda á ólíkum stöðum í menntakerfinu (bls. 227). í ljós kom að víða var marktækur munur á svörum kven- og karlstjórnenda en þó minni en komið hafði fram í ýmsum erlendum rannsóknum. í lok greinarinnar varpar Guðný fram þeirri spurningu hvort sú kenningalega nálgun sem hún styðst við, það er að draga fram sameiginlega reynslu stjórnenda eftir kynferði, feli í sér „hættu á eðlishyggju eða að staðalmyndir um kynbundið atferli festist í sessi fremur en að þeim sé kastað fyrir róða“ (bls. 233). Slík nálgun dragi athyglina frá margbreytileika og margröddun kvenna og samspili einstaklingseinkenna, kynferðis og aðstæðna. Hér má greina fyrirboða þróunar í átt til póstkenninga sem orðnar voru ríkjandi í erlendum rannsóknum og Guðný tók upp í næstu rannsókn á forystu og kynferði sem fjallað er um í 9. kafla. Orðræður um árangur, skilvirkni og kyngervi við stjórnun menntastofnana er eigindleg rannsókn sem Guðný gerði árið 2001 meðal kvenskólastjóra á öllum skólastigum. Leitað var svara við því hvernig orðræður um árangursstjórnun og kyngervi birtast í frásögnum kvennanna. Guðný segist styðjast við félagslega mótunarhyggju og svokallaðan póststrúktúral- isma með „kvennafræðilegu ívafi“ (bls. 237). Lykilhugtök í rannsókninni eru m.a. orð- ræða, kyngervi, hugverur og skilvirkni. Þetta er metnaðarfull rannsókn þar sem könnuð eru áhrif menntapólitískrar stefnumótunar á kvenstjórnendur á vettvangi menntunar. í rannsókninni er einnig spurt grundvallarspurninga um þau gildi sem íslenskt sam- félag hvílir á og þær afleiðingar sem mismunandi gildagrunnur getur haft fyrir skóla og samfélag. í eftirmála veltir Guðný því fyrir sér hvað hafi mótað sig sem fræðimann á sviði menntunar, forystu og kynferðis. Hér ræðir hún einnig sýn sína á þróun fræðasviðs- ins, starf háskólakennara og hvert stefni í jafnréttis- og menntamálum. í anda þeirrar femínísku afstöðu að aðgreina ekki einkalíf og opinbert líf staldrar höfundur við í sjálfsskoðun og fléttar frásagnir af atvikum í eigin lífi og þroskasögu saman við sögu- legan fróðleik um kvennabaráttu og pólitík á íslandi og leggur mat á hverju hún hafi skilað. Höfundur ræðir þrjú þekkingarfræðileg sjónarhorn sem tekist hafi á innan vísindaheimsins á umræddu tímabili og hvernig hún hafi sjálf stuðst við þau öll á mismunandi tímabilum á ferli sínum. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að ekki virðist staðið við lögbundna jafnréttisfræðslu í skólum og að áherslur á jafnrétti í mennta- kerfinu hafi verið á undanhaldi hér á landi sem víða erlendis undanfarin 10−15 ár. Valdastaða og launamunur kynjanna breytist því mjög hægt þrátt fyrir hátt mennt- unarstig kvenna. Ástæðurnar telur höfundur vera ýmsar en flestar endurspeglist þær í áherslu á svokallaða árangursstjórnun sem hafi orðið ráðandi með nýfrjálshyggjunni sem einkennt hafi íslenska menntastefnu frá 1991. Þessa stefnu telur Guðný geta unn- ið gegn jafnrétti. Guðný gerir sér far um að fjalla um hugmyndir, kenningar og hugmyndakerfi í samhengi við þá menntapólitísku strauma sem ríkjandi eru á hverjum tíma. Samspil umhverfis, fræða og stofnana er þannig rauður þráður í rannsóknum hennar og um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.