Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 104
88
BÚNAÐARRIT
Þá hef ég ritað greinar í tímaritið Hestinn okkar og
Eiðfaxa eða verið tekin viðtöl, svo og í Frey, og einu sinni
kom ég fram í búnaðarþætti útvarpsins.
Að venju vil ég setja hér með um fundarstaði á árinu:
Á Hellu vegna skipulags sunnlenskra móta 20. janúar,
Sleipnir, Selfossi, 23. janúar, Ljúfur, Hveragerði, 25. jan-
úar, Gustur, Kópavogi, 29. janúar og 18. nóvember, Fákur,
Reykjavík, 21. febrúar, Trausti, Borg, Grímsnesi, 5. mars og
26. nóvember, Geysir, Rang., á Hvoli 6. mars, Dreyri,
Akranesi, 12. mars, Borgarnes (Rotary) og Brún 13. mars,
Sauðárkrókur 27. mars, Neisti og Óðinn, Blönduósi, 28.
mars, Snæfellingur, Breiðabliki, 13. apríl, Hrs. Dalamanna,
Búðardal, 14. apríl, Flúðir, Hrunamannahr., 16. apríl,
Grani, Húsavík, 17. apríl, Tamningamannafélagið 10 ára
25. apríl, Hrs. Suðurlands 26. apríl, Hrs. Vesturlands, Val-
felli, 1. maí, Blær, Neskaupstað, 8. maí, Freyfaxi, Héraði,
Iðavöllum, 9. maí, Hrossaræktarsamband íslands, aðalf. í
Búðardal 13. júní, Háfeti, Þorlákshöfn, 23. október, á
Hólum, kynbótanefnd, 30. október, ársþing L. H. á Húsavík
31. október, Sörli, Hafnarfirði, 20. nóvember, aðalfundur
Hagsmunafélags hrossabænda í Reykjavík 2. desember,
Hörður, Brúarlandi, 4. desember.
Stóðhestastöðin
Mannaskipti urðu á árinu. Þorgeir Vigfússon, bústjóri,
hætti störfum 1. júní og við tók Þorkell Þorkelsson frá Laug-
arvatni, sem verið hefur tamningamaður undanfarin ár.
Gunnar Ágústsson, tamningamaður, hætti einnig eftir
tveggja vetra starf og við tók Páll B. Pálsson úr Reykjavík,
sem fengist hefur við tamningar á undanförnum árum. Hann
hóf störf 1. nóv. Þá hefur Jón Friðleifsson, Eyrarbakka,
verið ráðinn hirðir í vetur frá 1. janúar 1981. í sumarvann að
heyskap Gylfi Þorkelsson. Um 24 folar verða í tamningu í
vetur og er þegar búið að járna um helming þeirra á ára-
mótum. Þá var í haust sett að nokkru ný rafmagnsgirðing