Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 462
446
BÚNAÐARRIT
sterkbyggð, með ágæt virki, sérstaklega öflugan brjóstkassa,
með fremur grófa afturbyggingu, ullin er gróf. Hrúturinn
tvævetri og hrútlömbin eru allgóð, með kosti og galla móður
sinnar. Ærnar, dætur hennar, líkjast einnig móður sinni. Nr.
663 hefur átt 4 sinnum í röð tvö lömb og hafa þau öll verið
ágætlega væn. Hún hlaut í afurðastig 7,8—6,8.
Nr. 75-663 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Kaldrananeshreppur
f>ar var sýndur 1 hrútur með afkvæmum, sjá töflu 27.
Tafla 27. Afkvæmi Svans 198 í Drangsn esi
1 2 3 4
Faðir: Svanur 198, 6 v., I. vl 114 120 29 132
Synir: 2 hrútar, 2—5 v., I. vl 99 113 27 128
5 hrútl., tvíl 51 87 20 120
Dætur: 9 ær, 2—4 v., 1 þríl., 7 tvíl., 1 einl. . 74 101 22 127
1 ær, 1 v., einl 64 99 22 129
6 gimbrarl., tvíl 43 85 20 117
Svanur 198 Kristjáns Loftssonar, Draugsnesi, er heimaal-
inn, f. Bjartur frá E. J. s. st., m. Hempa. Hann er hvítur,
kollóttur, með nokkuð langan haus, rúma brjóstbyggingu og
góðar herðar, ágætlega sterkt, breitt og vel vöðvað bak,
góðar malir, lærvöðvi þykkur uppi, tæplega nógu djúpur,
fótstaða gleið og rétt, fremur lítil en sæmilega góð ull.
Afkvæmi hans er öll hvít, kollótt. Hrútarnir, synir hans, eru
allir ágætir I. verðlauna hrútar, hrútsefni eru tvö ágæt, hin
nothæf, gimbrarnar eru flestar ágæt ærefni, en tvær sæmi-
legar. Ærnar er óvenju holdgrónar, með breitt, sterkt, vel
vöðvað bak og malir og rúman brjóstkassa, læri eru yfirleitt
góð. Afkvæmin eru öll vel hvít, ullin sæmileg. Ærnar, dætur
hans, hafa verið vel frjósamar og lambavænleiki góður.
Svanur 198 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.