Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 461
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 1980
445
B. Nr. 71-494 Sigurgeirs Guðbrandssonar, Heydalsá, er
heimaalin, f. 293, m. 244. Hún er hvít, kollótt, með ágæta
frambyggingu, sterkt, breitt bak, góða fætur og fótstöðu,
fremur góða ull, en fremur rýr læri. Hrúturinn, sonur
hennar, er góð I. verðlauna kind, lambhrúturinn sæmilegt
hrútsefni. Ærnar, dætur hennar, líkjast mjög móðurinni að
vænleika og gerð, gimbrarlambið smágert, en sæmilegt
ærefni. Með hópnum er sterkt ættarmót. Ær 494 er alltaf
tvílembd með ágætum vænleika, ærnar dætur hennar einnig.
Nokkuð ber á, einkum í dætrum, á fullrýrum lærvöðva.
Nr. 71-494 hlaut 11. verðlaun fyrir afkvæmi.
C. Nr. 75-651 Björns H. Karlssonar, Smáhömrum, er
heimaalin, f. Kvistur 70-883, m. 547. Hún er hvít, kollótt,
með ágæta frambyggingu, allgóð mala- og lærahold og
sæmilega ull. Hrúturinn er allgóð I. verðl. kind, annar lamb-
hrúturinn fremur gott hrútsefni, en hinn full grófur, ærnar,
dætur hennar, eru sæmilega gerðar afurðaær. Ærin 651 hef-
ur verið 4 sinnum tvílembd og alltaf komið með væn lömb.
Afurðastig 7,3—5,2.
Nr. 75-651 hlautll. verðlaun fyrir afkvæmi.
D. Nr. 74-621 Bjöms H. Karlssonar, Smáhömmm, er heima-
alin, f. Kvistur 70-883, m. 306. Hún er hvít, kollótt, með
ágæta frambyggingu, holdgott bak og malir, en fremur rýr
læri, ullin er allgóð. Hrúturinn Vambi er ágætur 1. verðl.
hrútur, hrútlambið er með ágæta frambyggingu, en fremur
grófa afturbyggingu. Ærnar, dætur hennar, eru báðar öflug-
ar og myndarlegar ær, gimbrin sæmilegt ærefni. Nr. 621
hefur átt 5 sinnum tvö Iömb og þau öli mjög væn og 19 kg
lambi skilaði hún gemlingur.
Nr. 74-621 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
E. Nr. 75-663 Björns H. Karlssonar, Smáhömrum, er
heimaalin, f. Kjarni 347, m. 391. Hún er hvít, kollótt,