Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 472
456
BÚNAÐARRIT
1 2 3 4 5 6 7
B. Móðir: 73-370, 7 v 62,0 93,0 19,5 126 9,5 9,0 8,0
Synir: Móði, 2 v., I. vl. ... 93,0 105,0 24,0 123 7,5 8,5 9,0
Skreppur, 1 v., I. vl. 86,0 106,0 23,0 126 7,5 8,5 8,0
Dætur: 3 ær, 2—3 v 60,7 92,3 19,7 126 8,5 8,2 7,3
1 ær, 1 v., mylk .... 64,0 97,0 21,0 126 9,0 8,5 8,0
A. 72-311 er eign Helga Guðjónssonar, Hrútsholti, er
heimaalin, f. Gripur frá Mýrdal, m. Gylltamjöll 61. 72-311
er hyrnd, hvít, ígul á haus og fótum, fríð með þróttlegan
haus, fremur bollöng, útlögumikil, með afbragðs bak-, mala-
og lærahold. Afkvæmin eru öll hvít, hyrnd, og líkjast dæt-
urnar mjög móður sinni í vexti, eru holdstinnar og lágvaxnar,
frjósamar og afurðaháar, 8,4 stig. Synirnir eru báðir ágætar
I. verðlauna kindur og stóðu nr. 2 og 3 í röð sinna jafnaldra á
hrútasýningunni. í heild er hópurinn samstæður og ræktar-
legur og sýnir mikla kynfestu frá móður. 72-311 er mikil
afurðaær, hefur alltaf verið tvílembd nema einu sinni og
hefur afurðaeinkunnina 8,8.
72- 311 hlaul I. verðlaun fyrir afkvœmi.
B. 73-370 Helga Guðjónssonar, Hrútsholti, er heimaalin, f.
Hjalti 69-002, m. Mora 271. 73-370 er mórauð, hyrnd, með
fremur stuttan og breiðan haus, þróttlegan svip, hún er mikil
holdakind og er bakvöðvi hennar mjög þykkur, fætur eru
stuttir og réttir. Afkvæmin, sem sýnd eru með henni, eru
hvít, hyrnd, ígul á haus og fótum, með þróttlegan svip og gott
fjárbragð. Synirnir eru báðir I. verðlauna hrútar, lágfættir,
með ágæt mala- og lærahold. Dæturnar eru holdgóðar á baki
og mölum, frjósamar og miklar mjólkurær, 7,10 afurðastig.
Móðirin er alltaf tvílembd með 8,6 í afurðaeinkunn, kynföst
og farsæl búmannsær.
73- 370 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.