Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 441
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 1980
425
hvíta ull. f*au eru í meðallagi bollöng, með frábærar útlögur,
breitt og holdgróið bak, mala- og lærahold framúrskarandi.
Hópurinn er allur sérstaklega ræktarlegur og samstæður.
Fullorðnu synirnir eru ágætar I. verðlauna kindur og hrút-
lömbin 5 sæmileg og góð hrútsefni. Fullorðnu dæturnar eru
frjósamar og ágætlega mjólkurlagnar, gimbrarlömbin ágæt
ærefni. Sproti hefur 95 í einkunn fyrir lömb og 105 í einkunn
fyrir dætur.
Sproti 75236 hlaut nú I. verðlaun fyrir afkvæmi.
Tafla 13. Afkvæmi Píu 74457, Frostastööum
1 2 3 4
Módir: Pia 74457, 6 v . . . 67,0 97,0 18,0 127
Synir: 2 hrútar, 2 og 4 v., I. vl . . . 107,0 113,0 25,0 128
Dætur: 2 ær, 2 og 3 v., einl. og tvíl. .. ... 69,5 98,5 20,0 126
1 ær, 1 v . . . 63,0 100,0 22,0 124
Pía 74457 Frosta Gíslasonar, Frostastöðum, er heimaalin, f.
Fjölnir 89, m. Maja. Hún er hvít, hyrnd, fölgul á haus og
fótum, bollöng, með fremur jafna byggingu. Afkvæmin eru
öll hvít, hyrnd, bollöng og rýmismikil, nema þrevetra ærin.
Synirnir eru báðir I. verðlauna hrútar og annar ágætlega
gerður, var hann dæmdur annar besti 2 v. hrúta á sýningu á
þessu hausti. Afurðir Píu eru geysimiklar, hún hefur alltaf
verið tvílembd og hefur 9,1 í afurðastig. Dæturnar eru ágæt-
lega álitlegar afurðaær.
Pía 74457 hlaut /. verðlaun fyrir afkvæmi.
Lýtingsstaðahreppur
Þar voru sýndar 5 ær með afkvæmum, sjá töflu 14.
Tafla 14. Afkvæmi áa í Lýtingsstaðahreppi
1 2 3 4
A. Móðir: Rák 74859, 6 v 66,0 101,0 21,0 126
Synir: Stubbur, 1 v., 11. vl 77,0 100,0 22,5 130
1 lambhrútur, tvíl 52,0 85,0 19,0 119