Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 437
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 1980 421
kvæmin hvít, nema annar veturgamli hrúturinn mórauður,
öll hyrnd. Annar veturgamli hrúturinn mjög góð I. verð-
launa kind og stóð efstur veturgamalla hrúta á sýningu í
Arnarneshreppi, sá mórauði góð II. verðlauna kind. Gimbr-
arnar snotrar. Snædís hefur verið sérlega frjósöm, tvílembd
gemlingur og tvævetla og þrílembd í fyrra. Hún hefur 6,4
afurðastig.
Snœdís 76-278 hlaul I. verðlaun fyrir afkvæmi.
J. Kolla 70-115 Viðars Þorsteinssonar, Brakanda, var sýnd
með afkvæmum haustið 1978 og hlaut þá III. verðlaun fyrir
þau, sjá Búnaðarrit 92. árg., bls. 413. Afkvæmin nú hvít,
nema ein ær svartbíldótt, öll kollótt. Þau eru sterkvaxin og
bolmikil. Hrúturinn grófur og hlaut II. verðlaun. Dætur
afurðagóðar.
Kolla 70-115 hlaut nú 11. verðlaun fyrir afkvæmi.
K. Kolla 73-100 Viðars Þorsteinssonar, Brakanda, var sýnd
með afkvæmum haustið 1978 og hlaut III. verðlaun fyrir
þau, sjá Búnaðarrit 92. árg., bls. 414. Afkvæmin hvít, svört
og mórauð, öll kollótt. Þau eru fremur grófbyggð, en
sterkbyggð, með allgóð bakhold, en flest með slök lærahold.
Sonurinn grófbyggður og holdlítill. Ærin hefur 6,9 í afurða-
stig.
Kolla 73-100 hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmiöðruSinni.
Ólafsfjörður
Þar voru sýndir 3 afkvæmahópar, 1 með hrút og 2 með ám,
sjá töflu 9 og 10.
Tafla 9. Afkvæmi Hvíls Andrésar á Kvíabekk
1 2 3 4
Faðir: Hvílur, 4 v .. 117,0 115,0 27,5 129
Synir: 2 hrútar, 1 v., I. vl .. 94,0 105,5 25,5 133
3 hrútl., tvíl . . 46,7 82,0 19,0 119
Dætur: 10 ær 2—3 v., 9 tvíl., 1 einl. . . .. 73,8 97,1 21,2 129
7 gimbrarl., tvíl .. 43,4 79,0 18,9 118